Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúleysingjaráðstefna: Síðasti séns

Eftir rúma viku (24.-25. júní) verður haldin ákaflega vegleg trúleysisráðstefna á Kaffi Reykjavík. Það er óvíst hvort aftur gefist tækifæri til að hlusta á jafn marga og góða fyrirlesara ræða um trúleysi á Íslandi. Skráning hefur gengið vel en það eru þó laus sæti. Þetta er líka fyrirtaks tækifæri til að hitta trúleysingja víðs vegar að.

Endilega grípið tækifærið, við lifum jú bara einu sinni:

  • Richard Dawkins: The God Delusion (einn þekktasti vísindamaður heims ræðir um ranghugmyndina Guð)
  • Dan Barker: Losing Faith in Faith (predikarinn sem missti trúnna)
  • Julia Sweeney: Letting go of God (leikþáttur)
  • Margaret Downey: Celebrating Life the Secular Way (um borgaralegar athafnir)
  • Brannon Braga: Star Trek as Atheist Mythology (fyrir okkur nördana)
  • Annie Laurie Gaylor: No Gods - No Masters: Women vs. Orthodoxy (konur og trúarbrögð)
  • Hemant Mehta: The eBay Atheist: How a Small Idea became a Front Page Sensation (sett sál sína á sölu á eBay)
  • Mynga Futrell og Paul Geisert: Seizing the Elusive Positives (að beina sjónum samfélagsins að öllu því jákvæða sem trúleysingjar gera)

Við gleymum ekki Íslendingunum (sem tala þó á ensku):

  • Sigurður Hólm Gunnarsson: Staða trúleysis og trúfrelsis á Íslandi
  • Stefán Pálsson: Blekking og þekking (bók Níelsar Dungal)
  • Steindór J. Erlingsson: Áhrif trúar og vísinda í grunnskólakennslu

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun opna ráðstefnuna.

Það er ennþá tækifæri, ekki missa af þessu. Nánari upplýsingar má finna hér.

Ritstjórn 15.06.2006
Flokkað undir: ()

Viðbrögð


Dagur - 16/06/06 02:49 #

Mig langar að skrá mig á þessa ráðstefnu. Ég downloadaði einhverju excel skjali sem er umsóknareyðublað, en það virðist bara vera fyrir útlendinga því maður átti að velja hótelgistingu og eitthvað dót. Nú bý ég í miðbænum og langar að mæta á þetta. Hvernig skrái ég mig? Þarf ég að borga einhverjar fúlgur fjár? Ég á enga peninga.


Blublu - 16/06/06 03:50 #

Jaaá, það kostar víst 18.000 kr. Ég var næstum farinn að spá í að kíkja kannski á þetta, en fyrst þetta er svona dýrt þá held ég að ég sleppi því bara. :D

Annars held ég að þú hringir bara í þá þarna og spyrjir hvað þú átt að gera.


Dagur - 16/06/06 05:47 #

18.000 kr.?!!! Vó. 1800 kr. væri tæpt.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/06/06 07:46 #

Það kostar augljóslega gríðarlegan pening að halda svona ráðstefnu. Ef einungis er tekið tillit til flugfargjalda og gistingar fyrir fyrirlesarana þá er kostnaðurinn þegar orðinn mikill, síðan kemur inn þóknun þeirra. Síðan er matur innifalinn í verðinu.

Til samanburðar þá kostaði 7000 krónur inn á Söguþing sem var haldið fyrir um mánuði og þar var einungis einn erlendur fyrirlesari (og með fullri virðingu fyrir þeim einstaklingi þá var sá ekki í nærri sama klassa og Dawkins) ef ég man rétt. Sú ráðstefna var reyndar mjög ódýr miðað við margar ráðstefnur sem haldnar eru hérna.

En rétt að minna á að þetta eru 13.000 krónur fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja.


Dagur - 16/06/06 17:53 #

Jú, það er sjálfsagt að þetta kosti svona. Er ekki hægt að eyða þessu kommenti mínu? lol


Snæbjörn - 19/06/06 21:32 #

Því miður kemst ég ekki komið á ráðstefnuna þrátt fyrir að langa ósköp mikið til þess. En, jæja svona er lífið...


Guðmundur D. Haraldsson - 10/07/06 18:31 #

Vitið þið til þess að einhverjir prestar eða guðfræðingar úr H.Í. hafi mætt á ráðstefnuna?


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 10/07/06 18:39 #

Ekki svo ég viti en kannski veit einhver meira en ég :)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 10/07/06 18:45 #

Það fór þá allavega lítið fyrir þeim.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.