Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

James Randi í Ástralíu

randiinaustralia.jpg Ástralskir skeptíkerar hafa gert heiminum þann greiða að láta á netið heimildarmynd sem þeir gerðu fyrir þó nokkru síðan þegar James Randi heimsótti landið. Í myndinni má sjá Randi útbúa próf fyrir menn sem segjast geta fundið vatn og málm með prjónum og greinum.

James Randi in Australia.

Þetta er ágætis skemmtun fyrir ykkur sem sitjið í vinnunni og bíðið eftir löngu helginni.

Man annars einhver hvað gerðist annan í Hvítasunnu?

Ritstjórn 02.06.2006
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/06/06 13:01 #

Þá strax byrjuðu þeir sem stofnað höfðu fyrstu kristnu kirkjuna að rífast um kenningar.


óðinsmær - 02/06/06 14:16 #

æðislegt ;) í gær sneri ég í sundur herðatré til að búa mér til svona prjóna, því að ég sá fram á að hafa ekkert að gera úti á landi í sumar og gæti alveg einsog prufað þetta. ef það var ekki einhversskonar skyggnigáfa af minni hálfu, þá veit ég ekki hvað (ég sendi frá mér hugsanabylgjur um að mig langaði í umfjöllun um þessi mál og þið sinnið þörfinni - ótrúlegt)


óðinsmær - 02/06/06 14:21 #

ég þori samt varla að horfa á þessa mynd - ég er svo hrædd um að það skemmi barnslega drauma mína um að finna falinn fjársjóð og fornminjar með prjónunum. ég er viss um að þótt ég sjái einhverja lúða valsandi um með prik, þá láti það mig ekki hætta að trúa á það sem ég las um dowsing-tækni sem barn. þetta virðist svo hentug og ódýr aðferð fyrir venjulegt fólk að komast í nánara samspil við rafsegulorkuna, en við sjáum til...


Ásgeir - 02/06/06 15:00 #

Stórmerkileg röksemdafærsla...


óðinsmær - 02/06/06 15:26 #

rökhugsunin streymir frá mér, stundum fer hún frammúr mér...


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/06/06 15:29 #

óðinsmær, sýndu djörfung og hug og horfðu á þáttinn. Er ekki verðmætara að sjá heiminn eins og hann er í stað þess að ganga um með gargandi ranghugmyndir um hann?


jogus (meðlimur í Vantrú) - 02/06/06 16:22 #

Og ef þú ert ekki sannfærð eftir þáttinn -- prófaðu þetta endilega. Fáðu einhverja með þér í lið til að setja upp blint próf fyrir þig. Nokkrar reglur um uppsetningu blinds prófs sjást í myndbandinu, en þú getur ábyggilega fundið frekari reglur á Netinu um það hvernig best sé að setja upp blint próf fyrir spákvistamælingar. Svo má að sjálfsögðu alltaf hafa samband við Vantrú - við erum alveg massa hjálpleg... :)


StjörnuBilur - 02/06/06 16:38 #

En hvað ef maðurinn sem ætlaði að gefa þessi 40000 dollara var að gabba?? Verður maður ekki að taka það með inní reikninginn?... ekki voru það við sjálf sem skrúfuðum frá krananum??

En trúið því sem þið viljið....

"Að trúa að guð sé ekki til, er líka trú"qtaði í sjálfan mig;P (harr harr ég er svo klár!!;p)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 02/06/06 23:35 #

En hvað ef maðurinn sem ætlaði að gefa þessi 40000 dollara var að gabba??

Áskorun Randi er ekkert gabb, það kom fram í þættinum að skrifað var undir samninga og því hefði ekki verið hjá því komist að borga. Reyndar bíður Randi núna milljón en enginn hefur staðist prófið.

Að trúa að guð sé ekki til, er líka trú

Nei, að trúa ekki er ekki trú. Þú mátt alveg reyna að snúa upp á þetta þannig að þetta hljómi einsog þetta sé trú en það breytir engu um staðreyndir málsins.

harr harr ég er svo klár!!

Nei, allavega bendir ekkert til þess.


óðinsmær - 05/06/06 09:55 #

-----Spoiler-----

jæja, er loksins búin að horfa. Ég hef nautn af því að komast að sannleikanum og verð að segja að ég vissi þetta sem kom fram í myndinni nú nokkurn vegin fyrirfram, þ.e að þeir myndu ekki standast prófið, að vatn væri útum allt og að James Randi væri algert krútt. Ég er samt enn sannfærð um að við réttar aðstæður virki þetta, sérstaklega í tengslum við "ley línu" rannsóknir í Englandi og ýmsa helgidóma (reynið að afsanna það!)

ég hef annars verið að gera tilraunir með pendúl síðustu kvöld og þótt ég hafi búist við nokkuð góðri útkomu, t.d 90% réttu ágiski hjá mér, þá var það meira í líkingu við 25%. Þetta voru mjög auðveldar tilraunir og ég bjóst við miklu. Ég kenni fullorðins árunum um. Fyrir 15 árum var ég sífellt að gera svona andlegar tilraunir með vinum mínum, virkilega háþróað og útkoman var alltaf 90-100% það var nær algerlega hægt að treysta á aðferðirnar sem við notuðum (til þess að draga rétt spil blindandi t.d - við lærðum það af strák í bekknum). Ég gat það ennþá þegar ég var 14 ára, svo veit ég ekki hvað gerðist... Svo prufaði ég þetta með spilin líka á litlu frænku minni þegar hún var 8-9 ára og hún klikkaði aldrei (semsagt 100% árangur í u.þ.b 20-30 tilraunum). Þetta er einhver hæfileiki sem maður missir greinilega, einhver innri ró sem er farin í millitíðinni. Það er heldur ekkert mál að spá fram í tímann, hugarstarfsemi okkar er gerð til þess. T.d sá sem vinnur við verðbréf eða hugsar mikið um fjármál og fasteignir, sú manneskja er mjög líklega búin að eyða stórum hluta ævi sinnar í að sjá fyrir næsta skrefið á markaðnum. Stundum trilljón skref í einu. Þá þarf að fylgjast með mörgu fólki, þannig fólk fókusar einbeitingu sinni svoleiðis að því dettur aldrei til hugar að tengja þetta við það sem það raunverulega er; að reyna að spá fyrir um framtíðina. Það þroskar þessa hæfni upp og það er ekki yfirnáttúrulegt. Foreldrar lenda í nákvæmlega því sama og byggjast rosalega upp því hugurinn lærir svo mikið nýtt. Reyndar sjáið þið kannski heiminn allt öðruvísi en ég og fattið ekki hvað ég meina. Fyrir mér er bara stundum hálfóvísindaleg skýring mun fullkomnari heldur en bara hálf-vísindaleg skýring sem ég og enginn annar maður getum látið ganga fullkomlega upp (og því miður eru flestallar skýringarnar á þessu sviði mjög mjög ófullnægjandi og sumar hreinlega mjög ósennilegar, útfrá minni reynslu allavega, og þessvegna er svona auðvelt að blekkja fólk og græða peninga á því) Ósennileg og óskiljandi svör geta ábyggilega rekið fólk uppí hendurnar á kuklurum.

Áður en ég tæki því sem afgerandi sönnuðu að þessi aðferð virkaði ekki, þá þyrfti einhver ansi hreint klár að útskýra fyrir mér allt það hrikalega dulræna og furðulega sem ég og vinir mínir lentum í sem börn. Ég hef séð glas þeytast um af sjálfsdáðum í miðju andaglasi. Ég mundi verða, áður en ég tek þá skýringu að allt slíkt sé ímyndun, að fá áreiðanlega sönnun og útskýringu á því hvernig það gerðist þá í raun.

Jæja, þetta var samt skemmtileg mynd. Ég verð reyndar ekki eins stolt af því að spóka mig með prikin mín einsog ég hefði annars verið, hefði ég ekki séð myndina en rúsínan í pylsuendanum var vitaskuld tónlistin, frábært að heyra svona rugludallamúsík undir tilraununum.


óðinsmær - 05/06/06 09:56 #

það sem ég meinti með framtíðarspána sem við stundum öll, hefði ég einnig getað sagt svona; við getum öll verið völvur vikunnar.

það er t.d ekkert mál að spá fyrir frægu fólki, árangri þeirra og einkalífi. Heilinn í hverjum íslending hefur nóg af upplýsingum um Bubba t.d til þess að sjá fyrir hans næstu skref. Engin svona blaðavölva sá fyrir vandræðin með dv fyrr á þessu ár, það sannar fyrir mér að þær giska bara einsog við öll giskum, um alla hluti sem við eigum í vændum og gætu gerst. Allir héldu að íslendingar væru syndarar sem ættu eftir að heiðra dv um alla eilífð en ó nei

ég trúi á cold readings en líka það að fólk fái send ýmis skilaboð og tákn og geti komið þeim á framfæri við aðra. Vinkonu minni var t.d sagt af vinnufélaga sínum að hún þekkti þrjár óléttar konur akkúrat á þeim tíma en hún þekkti bara tvær. Örfáum dögum seinna eignaðist kötturinn hennar kettlinga (og enginn vissi né gat órað fyrir að sú kisa væri með kettlingum). Þetta er einstaklega óskaðlegt forspá og ég myndi ekki dæma konuna sem sá þetta fyrir á nokkurn hátt, hún fékk bara einhver skilaboð. Þetta gæti hafa verið tilviljun en hver trúir á þær enn í dag? ;)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.