Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

"Guð gerði það"

Orðatiltæki notað af trúmönnum til þess að tjá hugsunina “Ég veit það ekki”. Orðatiltækið er ólíkt “Ég veit það ekki” að því leyti að það gefur einnig til kynna “...og ég vil ekki vita það.”

© the atheist dictionary 2000 - 2005. Birt með leyfi höfunda.

Ritstjórn 07.02.2006
Flokkað undir: ( Orðabók trúleysingjans )

Viðbrögð


Finnur - 14/02/06 07:52 #

Það má kannski bæta við þetta vinsælum orðatiltækjum vantrúaðra þegar þá rekur í þrot:
"Svona er veruleikinn" eða "Það bendir ekkert til annars".

Það að viðurkenna að maður hafi ekki svör á reiðum höndum við spurningum sem skipta fólki í trúaða eða vantrúaða, er erfitt vegna þess að það bendir til veikleika í sannfæringu viðkomandi.



Matti (meðlimur í Vantrú) - 14/02/06 08:34 #

Ég hef bara alls ekki orðið var við að vantrúaðir eigi nokkuð erfitt með að segja "svona er veruleikinn", "það bendir ekkert til annars" eða jafnvel "ég veit það ekki".

Vantrúaðir eiga yfirleitt ekkert mjög erfitt með að sætta sig við (og játa) veikleika í sannfæringu sinni.

Annað gildir oftast um trúaða.


Finnur - 15/02/06 00:34 #

Er ekki réttara aða hafa þetta svona Matti:

Vantrúaðir eiga yfirleitt ekkert mjög erfitt með að sætta sig við (og játa) veikleika í sannfæringu sinni svo fremi sem þeim séu sýnd ótvíræð sönnunargögn

Ásgeir - 15/02/06 01:41 #

Er það ekki bara í fínu lagi?


Finnur - 15/02/06 02:04 #

Jú þetta er í fínu lagi, enda má jafnframt segja:

Trúaðir eiga yfirleitt ekkert mjög erfitt með að sætta sig við (og játa) veikleika í sannfæringu sinni svo fremi sem þeim séu sýnd ótvíræð sönnunargögn
Fólk á yfirleitt ekkert mjög erfitt meða að sætta sig við veikleika í sannfæringu sinni svo fremi sem þeim séu sýnd ótvíræð sönnunargögn.
Ef trúaðir halda því fram að guð standi á bakvið einhvern atburð. Og engar sannanir, hvorki með eða á móti liggja fyrir, þá er það sannfæring vantrúaðra að það sé rangt. Og rök vantrúaðra eru "þannig er veruleikinn" eða "það bendir ekkert til annars".
Þetta eru einungis tvær hliðar á sama trúarskildingnum, annaðhvort trúir þú því að guð sé til, eða trúir því að guð sé ekki til.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 15/02/06 02:29 #

Nei, Finnur. Innleggið þitt ætti að enda svona (breytingar feitletraðar):

...Þetta eru ekki tvær hliðar á sama trúarskildinngnum, annaðhvort trúir þú því að guð sé til, eða trúir því ekki að guð sé til.

Vonandi sérðu muninn.


Finnur - 15/02/06 03:09 #

Hvernig hljómar þetta:

...Þetta eru tvær hliðar á sama skildingnum, annaðhvort trúir þú því að guð sé til, eða það er sannfæring þín að guð er ekki til.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.