Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

hlaðborðskristnir

Orð yfir kristna menn sem velja og hafna, eins og þeim hentar, hvaða hlutar biblíunnar skipta máli. Til dæmis væri sá maður hlaðborðskristinn sem trúir hlutanum sem fjallar um að samkynhneigð sé viðurstyggð en tæki um leið ekki mark á skipuninni um að drepa börnin sín ef þau sýna honum óvirðingu. Nánast allir kristnir menn sem eru ekki nú þegar í fangelsi fyrir að drepa börnin sín eru hlaðborðskristnir.

© the atheist dictionary 2000 - 2005. Birt með leyfi höfunda.

Ritstjórn 12.01.2006
Flokkað undir: ( Orðabók trúleysingjans )

Viðbrögð


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 12/01/06 15:44 #

Ætli séu til hlaðborðstrúlausir? Kannski trúa þeir ekki á guði eða álfa og svoleiðis en trúa á ESP og poltergeist eða eitthvað.... hmm..


Snæbjörn - 12/01/06 16:01 #

Trúlausir eru ekki hjátrúarfullir. Þeir trúa ekki á ESP eða poltergeist, aftur á móti geta guðleysingjar trúað hlutum. Hvað er svo sem að vera trúlaus, ég útiloka ekki tilvist ýmissra hjátrúarfullra hluta en ég er uppfullur efasemda þegar fólk talar um drauga. Ef ég aftur á móti væri guðleysingji þá gæti ég verið andatrúar og verið sannfærður um sannleika draugasagna svo lengi sem þær passa að hugarheimi mínum.


Haukur - 07/02/06 15:43 #

Trúleysi felur í sér að vera laus við trú.

Sem sagt: Þú trúir engu sem ekki má sannreyna. Trúleysingi myndi ekki afneita tilvist Guðs teldi hann sig fá haldbærar sannanir fyrir tilvist hans. Vísindasinnaður trúleysingi myndi ennfremur leita að sönnunum, eða vísbendingum um tilvist slíks Guðs, en missa áhugann þegar í ljós kæmi að vísbendingarnar eru af skornum skamti.

Það sama á við um þau furðufyrirbæri sem nefnd voru hér áðan. Trúleysingjar aðhyllast ekki trú á slíkar hugmyndir þar eð ekki er með nokkru móti mögulegt að sannreyna þær.


Ari - 08/02/06 11:21 #

Og hvað er það e-ð voðalega slæmt að vera "hlaðborðskristinn". Maður er alla vega ekki bókstafsmaður og fer eftir öllu sem stendur í ákv. bók. Er heillaður af jesú og boðskap hans í biblíunni og lítur á hitt sem aukaatriði og jafnvel ekki skipta máli. Jesú var alveg fínn gaur að mestu leytu sko sklru


Kalli - 08/02/06 13:25 #

Næs gaur sem sagði að trúlausir færu til helvítis... annars er ég líka alveg fínn gaur að mestu leyti. Hef samt ekki enn óskað neinum helvítisvistar.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 08/02/06 13:49 #

Og hvað er það e-ð voðalega slæmt að vera "hlaðborðskristinn". Maður er alla vega ekki bókstafsmaður og fer eftir öllu sem stendur í ákv. bók.

Hvernig gerir þú upp á milli þess sem er gott og slæmt í ákveðinni bók?


jogus (meðlimur í Vantrú) - 08/02/06 14:06 #

Hvernig gerir þú upp á milli þess sem er gott og slæmt í ákveðinni bók?

Og hvers vegna þarftu bókina til að segja þér það, þegar þú ert hvort sem er að velja úr henni?


Siggi Örn (meðlimur í Vantrú) - 08/02/06 16:08 #

Kannski er biblían bara hugmyndabanki...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.