Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vantrúarbúðin

Lesendur okkar hafa væntanlega tekið eftir að við höfum uppfært lógóið okkar. Þetta er hann Erich. Hann er nefndur eftir Erich von Däniken sem samdi ákaflega margar bækur sem eru eiginlega kjaftæði frá upphafi til enda. Meðal kenninga hans var það að guðirnir væru geimverur. Okkar Erich sýnir að við erum ekki einungis að gagnrýna hefðbundin trúarbrögð heldur allskyns önnur hindurvitni og kjaftæði.

Tilgangur þessa pósts er ekki bara að kynna Erich litla heldur að benda á að við höfum opnað netverslun, það er Vantrúarbúðin. Í búðinni má kaupa fjölmargar vörur sem hafa það sameiginlegt að vera með mynd af Erich. Endilega verslið ykkur bol, svuntu, smekk eða klukku (eða bara heila pakkann!). Þetta er allt flott.

Ritstjórn 22.08.2005
Flokkað undir: ()

Viðbrögð


Finnur - 22/08/05 01:36 #

Æi, mér þykir alveg skelfilegt að þið velið Eirík Daníken sem samnefnarar yfir bullara. Í mínum huga er maðurinn hetja.
Voru Guðirnir Geimfarar var tímamótaverk, og ég er nokkuð viss margir sem heimsækja þessa síðu minnast þess með hlýju í hjarta þegar hann opnaði augu þeirra fyrir undrum Suður Ameríku og velti þessi þessari spurning fyrir sér. Og vel að merkja þá var titillinn "Voru Guðirnir Geimfarar", ekki "Guðirnir voru Geimfarar".
Sjálfsagt falsaði hann eitthvað að þeim gögnum sem hann notaði, en það gera allir góðir sagnaritarar og er sömuleiðis alþekkt innan vísinda.
Ef við eigum eftir að sjá hönnunarkenningu mofa og félaga ínní barnaskólum á næstu árum, þá geri ég þá kröfu að kenningar Eiríks fái að fljóta með.



Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/08/05 02:10 #

Erich notaði nákvæmlega sömu aðferðafræði og sköpunarsinnar við bókaskrif sín, gaf sér niðurstöðuna fyrirfram og reyndi svo hvað hann gat að leita upp allt sem studdi hana, en sleppti öðru. Með slíkum aðferðum má hrapa að allskonar niðurstöðum, eins og við höfum séð í samskiptum okkar við mofa.

Ég get verið sammála þér um nautnina við að lesa bækur von Däniken. Ég las þá fyrstu þegar ég var dulhyggjusinnaður unglingur og naut hennar í botn. Löngu eftir að ég fór að ástunda efahyggju las ég hana aftur og líka Í geimfari til goðaheima eða hvað hún nú hét. Sá lestur var alveg jafnskemmtilegur þótt nú væri ég að beita gagnrýninni hugsun í stað trúgirninnar áður. Sama má segja um ýmislegt annað lesefni, t.d. þruglið um að Íslendingar séu hin týnda ættkvísl Benjamíns og að frelsarinn komi aftur til jarðar í skrokki Íslendings. Bráð-helvíti skemmtileg ævintýri allt saman.


Finnur - 22/08/05 05:49 #

Ég finn mig nú knúinn til að verja hetjuna mína hérna aðeins Birgir. Það er rétt að aðferðarfræðin hans á það sameiginlegt með hönnunarsinnum að leita einungis uppi heimildir sem hentuðu sannfæringu hans. Og þessi aðferðafræði leiðir fylgjendur sína oftast inná furðulegustu brautir þegar þeir verða uppiskroppa með hentugar heimildir. Og það verður þeim síðan yfirleitt að falli.
Það er hinsvegar tvennt sem greinir á milli hönnunarsinna og Eiríks:
1. Frumlegheit. Ég veit nú ekki til þess að Eiríkur hafi stolið hugmyndum frá einhverjum, en það er augljóst að hönnunarsinnar eru ekkert annað en kaþólski rannsóknarrétturinn mættur í nútímalegum dulbúning.
2. Rökfræði hönnunarsinna byggist ekki á því að finna heimildir til stuðnings máli sínu, heldur á því að finna heimildir sem benda til þess að allir aðrir hafi rangt fyrir sér.
(Ég var búinn að gleyma þessum spádóm um hinn íslenska konung gyðinganna; er þetta ekki flott efni í sjónvarpsþátt í staðinn fyrir þess ædól og stóri bróðir leiðindi?)




Kalli - 22/08/05 10:20 #

Skemmtilegt framtak nema mér finnst lógóið ykkar ágæta ekki mjög bolahæft. Barmmerking eru flott en ég legg það ekki í vana minn að bera þannig. Spurning hvort það sé ekki hægt að smella skemmtilegu slagorði (Trú er ekkert svar?) á boli (jafnvel þó ég sé nú ekki mikið gefinn fyrir slagorð heldur...) eða einhverri flottri hönnun. Gætuð jafnvel notað trúartákn til að kveikja aðeins í fólki. Eða ekki...


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 22/08/05 10:25 #

Mér finnst þetta einmitt mjög bolavænt lógó en við erum með plön um fleiri tegundir, þurfum reyndar að breyta til (borga) í búðinni til þess að geta haft fleiri tegundir.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 22/08/05 11:02 #

Setti link á umfjöllun SkepDic um von Däniken.


Haukur - 22/08/05 12:04 #

Hvað er dollarinn eiginlega hár um þessar mundir?

Er kanski hægt að kaupa þetta hjá einhverjum vantrúarmeðlim án þess að fara í gegnum netið. Er ekki mjög mikið fyrir kortavesen á netinu.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 22/08/05 12:26 #

Það er spurning hvort við reynum eitthvað slíkt þegar á líður en í augnablikinu þá er þægilegast fyrir okkur að láta Cafe Press sjá um þetta að mestu.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 22/08/05 15:33 #

Þessa stundina er dollarinn aðeins 63,85 krónur þannig að það er hægt að gera ansi góð kaup, bæði þarna og víðar.

Ég tek annars undir með þeim sem finnst Erich von Däniken skemmtilegur og frumlegur. Hann er það dugir víst ekki til að gera bækurnar hans sannar...


Ásgeir - 22/08/05 21:04 #

Ég verð að viðurkenna það að ég er ekki hrifinn af nýja lógóinu.


Tóta - 22/08/05 23:55 #

Hmm, af hverju eru geimverur hindurvitni...erum við ekki geimverur? Við erum lífverur sem búum úti í geimi...bara smá pæling. Annars flott logo!


Óli Gneisti Sóleyjarson (meðlimur í Vantrú) - 23/08/05 01:33 #

Geimveran er að sjálfssögðu táknræn fyrir þær geimverur sem stunda það að ræna saklausu fólki og stunda undarlegar tilraunir á þeim. Sbr. fyrsta þáttinn af South Park.


Bragi - 23/08/05 16:30 #

Þetta er fínt lógó á svo marga vegu. Svo mætti alveg finna eitthvað hnyttið slagorð eins og einhver stakk upp á. Þið gætuð jafnvel efnt til keppni fyrir lesendur síðunnar um besta slagorðið...?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.