Nei. Maður þarf ekki að vera alvitur til þess.
Við vitum að giftir piparsveinar, ferhyrndir þríhyrningar og aðrir mótsagnakenndir hlutir eru ekki til. Ef skilgreiningin á ákveðnum guði innifelur mótsögn þá vitum við að sá guð er ekki til.
Við vitum að það er ekki til afl/persóna/kraftur (kannski hreingerningaguð?) sem getur, kann og vill koma í veg fyrir að rauðvín hellist á föt. Þetta vitum við af því að við höfum séð rauðvín hellast á föt. Ef eitthvað svipað á við um einhvern guð þá vitum við að sá guð er ekki til. (þetta er kallað modus tollens í rökfræði)
Þannig er hægt að vita að sumar gerðir af guðum eru ekki til án þess að vita allt.