Við bendum fólki á að Sjónvarpið sýnir í kvöld myndina The Magdalene sisters. Hún segir af harðræði sem Magdalene-nunnur beittu ungar stúlkur um árabil, eftir að stelpurnar höfðu verið sendar í klaustrin til betrunar. Frelsarinn gerði þessari mynd skil á sínum tíma í athyglisverðri grein.
Þvílíkt rugl að reyna að bjarga þessum konum frá helvíti með því að láta þær þjást til æviloka í einhverju þvottahúsi. Maður hefði frekar viljað venjulegt fangelsi heldur en þennan viðbjóð, maður fengi allavega að tala.
Hvernig sjáið þið eiginlega kenningar Krists verða að veruleika í þessari mynd?
Kenning krists eðs gvuðs er að allir fæðist syndugir og það eina sem þessar konur höfðu gert var eitthvað sem fór í bága við gamalt úrelt siðgæði biblíunnar. Tilgangur nunnuklaustursins var að bjarga þeim frá helvíti, eitthvað sem kristnir menn hafa verið að gera í gegnum aldirnar.
Ésu minnist á helvíti, þ.e. ef þú trúir ekki á hann þá munt þú stikna og þjást. Þótt að þú sjáir biblíuna kannski með öðrum áherslum þá breytir það ekki því að kristnir menn/konur hafa verið ansi dugleg við að fylgja bókstafnum með því að drepa fólk sem á okkar mælikvarða hefur ekki orðið sekt um neitt.
Sástu myndina?
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/04/05 22:53 #
Er að horfa. Mjög áhugaverður vitnisburður um samfélag þar sem allir eru fórnarlömb kristilegs siðgæðis. Djöfuls viðbjóður þessi kaþólska! Sannarlega hlekkir hugarfarsins.