Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fyrirlestur um uppruna kristinnar trúar

Nú á miðvikudagskvöldið verður sýnd upptaka frá fyrirlestri í félagsmiðstöðinni Snarrót, fyrirlestur þessi ber titilinn Pharmacratic Inquisition: Christianity's Darkest Secrets Revealed. Þar koma fram kenningar um uppruna kristinnar trúar sem eru vægast sagt ólíkar þeim sem nú eru almennt viðurkenndar.

Vantrú mælir með þessum fyrirlestri fyrir alla þá sem vilja kynna sér áhugaverðar vangaveltur um Jesú og kristna trú. Væntanlega munu þónokkrir fulltrúar Vantrúar mæta á svæðið og miðað við það sem við höfum heyrt um efni fyrirlestursins þá ættu að skapast líflegar umræður í kjölfarið. Við hvetjum lesendur til að mæta með okkur á þennan viðburð.

Fyrirlesturinn er til á stafrænu formi og verður sýndur í Snarrót (þjónustu- og félagsmiðstöð grasrótarhreyfinga, Garðastræti 2) miðvikudaginn 20. október nk. kl. 20:00.

Ritstjórn 18.10.2004
Flokkað undir: ()

Viðbrögð


Reynir - 20/10/04 20:38 #

Flott að heyra af áhugaverðum fyrirlestri... en fyrst hann er til á stafrænu formi er þá ekki málið að bjóða upp á download líka?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 20/10/04 23:36 #

http://www.pharmacratic-inquisition.com/nontesters/pharmacratic/lecture/pharmacratic-inquisition2.ram

Þetta var vissulega áhugavert, sérstaklega fyrri parturinn, of mikið af sveppum í þeim seinni. Dáltið far-out á köflum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/10/04 00:52 #

Ég horfði á fyrri helminginn og saknaði sveppanna. Fannst þetta stjörnumerkjadót lykta aðeins of mikið af nýöld fyrir minn smekk, þótt áhugavert væri.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 21/10/04 09:06 #

Mér finnst ekki of mikið gert úr sveppunum. Athyglinni er kannski "disproportionately" beint að þeim, en fyrirlesturinn fjallar jú einu sinni um þá, ekki síst. Stjörnumerkjadótið, lyktandi af nýöld? Ég mundi nú frekar segja að það lyktaði af fornöld, stjörnumerkjatrú og trú á mátt stjarnanna er mjög forn og heilu klerkastéttirnar sem hafa lifað á stjörnumerkjunum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.