Í dag er skyrdagur. Vantrú mætir á Austurvöll um klukkan 12.45 í dag og verður á svæðinu þar til þingmenn hafa gengið frá kirkjunni inn í Alþingishúsið (kl. 14:10). Þingmönnum og forseta Íslands er boðið að ná sér í skyrdós hjá Vantrú.
Vantrú hefur einnig boðið Helga Hóseassyni að mæta og eru töluverðar líkur á að hann þiggi boð okkar.
Í kvöld verður boðið til sýningar á myndinni Mótmælandi Íslands, kl. 18.00, í félagsmiðstöðinni Snarrót, Garðastræti 2. Opið hús og umræður á eftir. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir. Þingmenn eru sérstaklega hvattir til þess að mæta.