Gunnlaugur: "Sá kreppuna á stjörnukortunum"

Hér er opna spjall Vantrúar. Ef þú ert í félaginu og sérð ekki lokaða spjallið, vinsamlegast hafðu samband við vantru@vantru.is.
User avatar
Vesteinn
Meðlimur í Vantrú
Posts: 11554
Joined: 14 Mar 2004 17:23
Location: Bakvið gleraugu stéttabaráttunnar
Contact:

Gunnlaugur: "Sá kreppuna á stjörnukortunum"

Postby Vesteinn » 08 Oct 2008 05:17

Gunnlaugur Guðmundsson er í 24 stundum í dag, miðvikudag 8. okt. s. 30, og segist hafa spáð fyrir um þessa kreppu strax í desember: "Gamla Ísland er að deyja og nýtt þjóðskipulag er í burðarliðnum [...] Auðurinn er allt í einu horfinn [...] Skuldirnar sitja eftir [...] Markaðir í frjálsu falli" o.s.frv. (úrfellingar blaðamanns, ekki mínar). Hann "segir ástæðu kreppunnar vera hringrásarlokun Satúrnusar og stöðu Júpíters, sem er þenslupláneta, í Steingeitinni". Það væri fróðlegt að vita hvað það er sem blaðamaður sleppti, eða hvort Gunnlaugur hefur spáð því sama í hverjum desembermánuði undanfarin ár. Hann undrar sig svo á því að enginn skuli "hlusta á stjörnuspekinga, ávallt skulu kallaðir til hagfræðingar" -- já, það var nú skrítið. Undarlegt að kalla til hagfræðinga, sem hafa ekki hundsvit á hringrásarlokunum og þensluplánetum.
Ég trúi því að engin trú sé til.
LárusPáll
Posts: 1707
Joined: 09 Apr 2006 04:17

Postby LárusPáll » 08 Oct 2008 05:32

He he ætli það sé þá ekki góðæri á þeim plánetum sem ekki eru undir hringrásarlokunum satúrnusar? :lol:
Sindri G
Meðlimur í Vantrú
Posts: 3540
Joined: 14 Jun 2007 18:14

Postby Sindri G » 08 Oct 2008 08:58

Stjörnuspekingar ættu að vera vell auðugir. Þeir gætu haft vit á að selja hlutabréfin áður en þau falla, og kaupa bara þegar þeir vita að engin kreppa sé í burðarliðnum.
Moustaches are evil because Hitler and Stalin had moustaches
User avatar
Lalli
Posts: 4696
Joined: 22 Feb 2004 20:59
Location: Mexíkóborg
Contact:

Postby Lalli » 11 Oct 2008 00:54

Menn hafa semsagt engin áhrif á hagkerfið heldur sveiflast það bara eftir stöðu reikistjarnanna? :?
LárusPáll
Posts: 1707
Joined: 09 Apr 2006 04:17

Postby LárusPáll » 11 Oct 2008 01:53

Hva? Hafið þið aldrei heyrt talað um spákaupmennsku? :shock:
User avatar
Haukur Ísleifsson
Meðlimur í Vantrú
Posts: 4851
Joined: 31 Oct 2007 11:16
Location: Kópavogurinn

Postby Haukur Ísleifsson » 11 Oct 2008 12:13

Hehe, já kauphöllin er örugglega full af kristalskúlum og stjörnukíkjum.
"Because through history, every mystery, Ever solved has turned out to be: Not Magic."
Tim Minchin.
User avatar
Birgir Baldursson
Meðlimur í Vantrú
Posts: 13696
Joined: 05 Feb 2004 23:56

Postby Birgir Baldursson » 11 Oct 2008 12:20

Við skulum ekki gera lítið úr stjörnukíkjum hér. :)
<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>
birgir.baldursson@gmail.com
<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>
User avatar
Haukur Ísleifsson
Meðlimur í Vantrú
Posts: 4851
Joined: 31 Oct 2007 11:16
Location: Kópavogurinn

Postby Haukur Ísleifsson » 11 Oct 2008 12:41

Aldrei. En það þarf slíka til að skoða stöðu reikistjarna og þensluplánetur og hvað sem það heitir.
"Because through history, every mystery, Ever solved has turned out to be: Not Magic."

Tim Minchin.
User avatar
Vesteinn
Meðlimur í Vantrú
Posts: 11554
Joined: 14 Mar 2004 17:23
Location: Bakvið gleraugu stéttabaráttunnar
Contact:

Postby Vesteinn » 13 Oct 2008 02:52

Nota stjörnuloddarar kíkja? Ég spyr, ég veit það ekki. Eru þeir ekki bara með einhver stjörnukort frá tímu Babýlóníumanna?
Ég trúi því að engin trú sé til.
LárusPáll
Posts: 1707
Joined: 09 Apr 2006 04:17

Postby LárusPáll » 25 Oct 2008 07:32

Bíddu??..erum við ekki að tala um stjörnurnar í séð og heyrt?
User avatar
Hlynur
Posts: 48
Joined: 06 Dec 2007 17:30

Postby Hlynur » 03 Dec 2008 00:40

Datt í hug að það væri sniðugt að vitna í Völvuspá Séð og Heyrt fyrir árið 2008.

"Íslenska útrásarævintýrið heldur áfram. Hrunið sem margir hafa spáð, ekki síst erlendir fjármálaspekingar og blaðamenn í nágrannalöndunum, er ekki á döfinni,"


og áfram heldur hún

„Já, það virðist sem íbúðaverð hækki minna á árinu 2008 en á árinu 2007. Vísitalan hækkar eitthvað en vextir rjúka ekki upp. Það verður ekkert verðbólgubál eins og búist var við."

Þið getið séð meira um þetta hér:

http://visir.is/article/20081202/LIFID01/337488174

En mér fannst extra skemmtilegt það sem hún segir um árangur íslenska handboltalandsliðsins :P
'I do not fear death. I had been dead for billions and billions of years before I was born and had not suffered the slightest inconvenience from it.' - Mark Twain
User avatar
Birgir Baldursson
Meðlimur í Vantrú
Posts: 13696
Joined: 05 Feb 2004 23:56

Postby Birgir Baldursson » 03 Dec 2008 00:56

Já, prófaðu að bera hana saman við Völvuspána okkar. :)
<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>
birgir.baldursson@gmail.com
<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>
User avatar
Karl Gunnarsson
Posts: 4029
Joined: 22 Aug 2005 20:22
Location: Falun, Sverige
Contact:

Postby Karl Gunnarsson » 03 Dec 2008 13:40

Birta wrote:Stjörnuspekingar ættu að vera vell auðugir. Þeir gætu haft vit á að selja hlutabréfin áður en þau falla, og kaupa bara þegar þeir vita að engin kreppa sé í burðarliðnum.


Meh, Warren Buffet talar bara um að nú sé útsala á hlutabréfum ;)
„If you really believe you “only use 10%!” of your brain, you might be right.“ – Remiel
User avatar
Hannes
Posts: 82
Joined: 10 Dec 2007 21:29

Postby Hannes » 03 Dec 2008 14:17

Hlynur wrote:Datt í hug að það væri sniðugt að vitna í Völvuspá Séð og Heyrt fyrir árið 2008.

"Íslenska útrásarævintýrið heldur áfram. Hrunið sem margir hafa spáð, ekki síst erlendir fjármálaspekingar og blaðamenn í nágrannalöndunum, er ekki á döfinni,"


og áfram heldur hún

„Já, það virðist sem íbúðaverð hækki minna á árinu 2008 en á árinu 2007. Vísitalan hækkar eitthvað en vextir rjúka ekki upp. Það verður ekkert verðbólgubál eins og búist var við."

Þið getið séð meira um þetta hér:

http://visir.is/article/20081202/LIFID01/337488174

En mér fannst extra skemmtilegt það sem hún segir um árangur íslenska handboltalandsliðsins :P



Ætli hún hafi orðið hissa þegar hún fékk uppsagnarbréfið eða var hún búin að sjá það fyrir?! :P

Return to “Opna spjall Vantrúar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests