Ummæli sem var eytt af Annál

Hér er opna spjall Vantrúar. Ef þú ert í félaginu og sérð ekki lokaða spjallið, vinsamlegast hafðu samband við vantru@vantru.is.
User avatar
Óli Gneisti
Meðlimur í Vantrú
Posts: 11677
Joined: 05 Feb 2004 23:57
Location: Reykjavík
Contact:

Ummæli sem var eytt af Annál

Postby Óli Gneisti » 24 May 2006 10:45

Þrátt fyrir að vera mjög linir í ritskoðun þá erum við hér á Vantrú þá erum við oft einmitt gagnrýndir fyrir að stunda ritskoðun. Til samanburðar eru hér ummæli Vantrúarseggja sem var eytt úr umræðu af vef guðfræðinga, Annál (það sem eftir stendur af umræðunni er hér http://arni.annall.is/2006-05-21/16.25.41 ):

Matti @ 23/05 15.31

Því ekki man ég eftir að þú hafir fjarlægt vísun á greinar Sigurðar Árna um daginn eða vísanir á ýmsar prédikanir Biskups af þessum vef þó þar hafi ýmis miður skemmtileg orð verið höfð um trúleysingja.

Árni Svanur, þú ert einfaldlega ekki samkvæmur sjálfum þér og hér bendir allt til þess að þú sért einfaldlega að verja yfirmann þinn gagnvart heiðarlegri gagnrýni. Hörð orð í athugasemdum eru ódýr afsökun þykir mér.

Matti @ 23/05 15.44

Jæja, ég hef strikað yfir þau ummæli sem fóru fyrir brjóstið á þér. Vænti þess að vísunin fari inn aftur. (Vænti þess einnig að þú fjarlægir vísanir á umrædda prédikun Sigurðar Árna í leiðinni)

Óli Gneisti @ 23/05 15.50

http://www.vantru.is/2006/05/23/07.20/

Eigum við að veðja að Árni verði sjálfum sér samkvæmur í þessu? Eða ekki?

Það er sitt hvað að tala illa um ónafngreinda trúleysingja (þó allir vita hverja um er rætt) heldur en að vera heiðarlegur og nefna nöfn. Dylgjur eru greinilega í lagi.

En hvers vegna er biskupinn að sjóða saman pistil úr erlendum greinum? Og af hverju hefur hann ekki staðreyndirnar á hreinu? Og af hverju hefur Þórhallur Heimisson ekki staðreyndirnar á hreinu? Eru prestar ekki vel að sér í Nýja Testamentisfræðum?
Óli Gneisti Sóleyjarson
http://truflun.net/oligneisti/
User avatar
jonfr
Posts: 1887
Joined: 27 Apr 2005 03:29
Location: Ísland, Hvammstangi
Contact:

Postby jonfr » 28 May 2006 03:08

Þeir eru einnig með mod quene, sem tryggir þeim þann möguleika að filtera út öll óþægileg comment áður en þau birtast á blogg færslunni þeirra. Vantrú er ekki með þannig í gangi. Heldur fara comment strax inná bloggið.
Extraordinary claims require extraordinary evidence. - Carl Sagan
User avatar
jonfr
Posts: 1887
Joined: 27 Apr 2005 03:29
Location: Ísland, Hvammstangi
Contact:

Postby jonfr » 29 May 2006 12:27

Núna er þessi aumingi sem þessi maður sem kallar sig Árni búinn að saka mig um áróður. Það mætti halda að þessir menn séu aumingjar upp til hópa.
Extraordinary claims require extraordinary evidence. - Carl Sagan
User avatar
Matti Á.
Meðlimur í Vantrú
Posts: 27908
Joined: 05 Feb 2004 23:26
Contact:

Postby Matti Á. » 29 May 2006 12:34

Við skulum nú vera rólegir, Árni vill hafa þetta allt óskaplega dannað á annálnum sínum og verður víst að fá að stjórna því.

Þessi viðkvæmni er stundum dálítið skondin að mínu mati, en það er óþarfi að kalla hann illum nöfnum hér.
User avatar
jonfr
Posts: 1887
Joined: 27 Apr 2005 03:29
Location: Ísland, Hvammstangi
Contact:

Postby jonfr » 29 May 2006 13:32

Sannleikurinn breytist ekki, sama hversu mikið menn reyna að afneita honum.
Extraordinary claims require extraordinary evidence. - Carl Sagan
LárusPáll
Posts: 1707
Joined: 09 Apr 2006 04:17

Postby LárusPáll » 30 May 2006 03:55

Það er rétt Jonfr. Guð er til og Jesús er sannleikurinn..... breytist ekkert þó svo þú afneitir því.
User avatar
jonfr
Posts: 1887
Joined: 27 Apr 2005 03:29
Location: Ísland, Hvammstangi
Contact:

Postby jonfr » 30 May 2006 12:15

LárusPáll wrote:Það er rétt Jonfr. Guð er til og Jesús er sannleikurinn..... breytist ekkert þó svo þú afneitir því.

Ertu með sönnun fyrir þessari fullyrðingu þinni ?

Þetta eru mjög stór orð hjá þér, ég vona að þú hafir stórar sannanir fyrir þeim.
Extraordinary claims require extraordinary evidence. - Carl Sagan
Thanatos
Posts: 371
Joined: 25 Jan 2006 00:42

Postby Thanatos » 31 May 2006 13:29

jonfr wrote:
LárusPáll wrote:Það er rétt Jonfr. Guð er til og Jesús er sannleikurinn..... breytist ekkert þó svo þú afneitir því.

Ertu með sönnun fyrir þessari fullyrðingu þinni ?

Þetta eru mjög stór orð hjá þér, ég vona að þú hafir stórar sannanir fyrir þeim.


Ertu með sannanir fyrir því að Árni sé aumingi? Mér finnst það annsi stórt upp í sig tekið - ég hlakka til að fá empirísk gögn því til stuðnings.
"A little poison now and then: that maketh pleasant dreams. And much poison at last, for a pleasant death... "

--- Friedrich Nietszche, (‘Thus Spake Zarathustra’)
User avatar
Matti Á.
Meðlimur í Vantrú
Posts: 27908
Joined: 05 Feb 2004 23:26
Contact:

Postby Matti Á. » 31 May 2006 13:35

Þessar fullyrðingar eru ekki jafngildar. Önnur lýsir huglægu mati á ákveðnum einstakling, hin er fullyrðing um tilveru ákveðins fyrirbæris.

Empirísk gögn jonfr væru þá vísanir í þau ummæli Árna sem fá hann til að fella þennan dóm (sem ég tek ekki undir).

Empirísk gögn Lárusar væru ... hver?
Thanatos
Posts: 371
Joined: 25 Jan 2006 00:42

Postby Thanatos » 31 May 2006 14:25

Það er einfaldlega rangt.

Hefði hann sagt: "Mér finnst Árni vera aumingi" hefðir þú mikið til þíns máls, en staðhæfinginn að einhver sé aumingi er mjög skýr vísun í objektífan raunveruleika málsins. Aumingi er heldur ekki bara matsatriði, heldur orðabókarskilgreint hugtak.

Því fýsir mig að vita hvaða element aumingjaskapar eins og hann er skilgreindur af orðsifjafræðingum er að finna í lífi og skrifum Árna.
"A little poison now and then: that maketh pleasant dreams. And much poison at last, for a pleasant death... "--- Friedrich Nietszche, (‘Thus Spake Zarathustra’)
User avatar
Matti Á.
Meðlimur í Vantrú
Posts: 27908
Joined: 05 Feb 2004 23:26
Contact:

Postby Matti Á. » 31 May 2006 14:30

Æi, ég nenni ekki að þrasa við þig um svona tilgangslaust atriði. Það er alveg ljóst að jonfr er að setja fram skoðun sína. Það er líka ljóst að hann getur vísað á empirísk gögn (í þessu tilviki athugasemdir á annálum Árna) til að styðja þá skoðun sína (eða fullyrðingu svo þú slakir á). Ég er ekki sammála þeirri fullyrðingu/skoðun jonfr, en hann getur fært fyrir henni empirísk rök.

Lárus Páll getur ekki vísað á empirísk gögn.

Því er eðlismunur á fullyrðingum þeirra.
LárusPáll
Posts: 1707
Joined: 09 Apr 2006 04:17

Postby LárusPáll » 02 Jun 2006 07:32

Matti, hef ég ekki sagt það áður að mér er það algerlega ókleyft að koma með bein sönnurnagögn fyrir tilvist Guðs?
Hefur þú ekkert verið að hlusta?

Þessa kröfu vantrúarmanna er ekki hægt að uppfylla og þeir vita það.... samt halda þeir áfram að biðja um sönnunargögn...?'''??
Hvað er málið??

Svo megið þið endilega koma með ábendingar um það hvernig sönnunargögn ÉG get komið með. Hvaða sönnunargögn þarf sem ÉG get veitt?

Ef svarið er EKKERT þá er endurtekin spurning merki um ekkert annað en þráhyggju.
User avatar
jonfr
Posts: 1887
Joined: 27 Apr 2005 03:29
Location: Ísland, Hvammstangi
Contact:

Postby jonfr » 07 Jun 2006 12:14

Þegar það er komið útað endamörkum þess alheims sem við sjáum, þá virðist það vera þannig að þar séu fleiri vetrarbrautir. Alheimurinn er óendanlegur að því virðist vera. Og Jörðin, er mjög lítil í því samhengi. Eitthvað í kringum 1*900.000.000.000e90 í þeim stærðarhlutföllum, að mér sýnist.

(Talan er líklega röng, þetta er ágiskun ef miðað er við 13 milljarða ljósára sem kúlu sem er jöfn til allra átta)
Extraordinary claims require extraordinary evidence. - Carl Sagan
User avatar
Matti Á.
Meðlimur í Vantrú
Posts: 27908
Joined: 05 Feb 2004 23:26
Contact:

Postby Matti Á. » 07 Jun 2006 13:15

Lárus Páll, ég veit ekki betur en að þú hafir á sínum tíma líkt þessu við að ég gæti ekki sannað tilvist barna minna. Þú hefur aldrei klárað þá umræðu.

Þú getur hér tekið af skarið og sagt að sú líking þín hafi verið lélegur brandari og þá stendur þessi fullyrðing þín algjörlega, að þú getir ekki sannað tilvist Gvuðs.

Það var nefnilega ég sem hélt því fram þá að það væri eðlismunur á þessum fullyrðingum.

Kannski eru brandarar þínir farnir að flækjast fyrir þér!

Return to “Opna spjall Vantrúar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests