Mikið af kommentunum er sama fólkið aftur og aftur, þá sérstaklega pistlahöfundur.
En mér finnst alltaf jafn ótrúlega fyndið þegar kristlingarnir átta sig allt í einu á því að þeir skipta ekki máli, öllum er sama og það er ekki sjálfsagt að fólk taki mark á þeim. Það er svona skemmtileg örvænting sem myndast og þegar margir koma saman á einum stað (eins og í þessum pistli) verður þetta afskaplega kómískt.
Var ekki fremur slöpp mæting á fyrri bænagönguna (var hún ekki í vor eða eitthvað)? Fólk er greinilega ekki nógu kristið til að fara út í vonda veðrið og biðja. Kannski það mæti fleiri ef þeir halda þetta innandyra næst, eða nei bíddu, það er gert hverja helgi og mætir varla mannfjandi.
