„Jesús Kristur umgekkst holdsveika“

Hér er opna spjall Vantrúar. Ef þú ert í félaginu og sérð ekki lokaða spjallið, vinsamlegast hafðu samband við vantru@vantru.is.
User avatar
Vesteinn
Meðlimur í Vantrú
Posts: 11570
Joined: 14 Mar 2004 17:23
Location: Bakvið gleraugu stéttabaráttunnar
Contact:

„Jesús Kristur umgekkst holdsveika“

Postby Vesteinn » 09 Mar 2020 18:22

Hvaða tilgang hefur þessi pistill eiginlega?

https://www.dv.is/frettir/2020/3/9/sigu ... oldsveika/

Sigurbjörn óttast að faðmlög hverfi með veirunni:
„Gott að minna sig á að frelsari þessa heims, Jesús Kristur, umgekkst holdsveika“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 9. mars 2020 12:00
Sigurbjörn óttast að faðmlög hverfi með veirunni: „Gott að minna sig á að frelsari þessa heims, Jesús Kristur, umgekkst holdsveika“

„Vegna hinn­ar ill­ræmdu skaðvæn­legu kór­ónu­veiru sem nú geis­ar um lönd og höf, jafn­vel fell­andi mann og ann­an, er nú nán­ast búið að setja lög­bann á faðmlög,“ segir Sig­ur­björn Þorkels­son, rithöfundur og ljóðskáld, í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Við stönd­um ber­skjölduð og ótta­sleg­in hjá reyn­andi að halda áfram að lifa okk­ar dag­lega lífi,“ segir Sigurbjörn en hann vill meina að líklega höfum við aldrei þarfnast samstöðu og faðmlaga meira en einmitt núna. „Maður mæt­ir niður­lútu fólki með grímu, horf­andi ofan í eig­in bringu af ótta við að hitta ein­hvern sem það kann­ast við ef vera skyldi að það lenti óvart í því að heilsa með handa­bandi að göml­um og góðum sið eða hlýju faðmlagi.“

„Fest­umst ekki í ótta og ofsa­hræðslu“
Sigurbjörn segir það auðvitað vera skiljanlegt að það þurfi að koma í veg fyrir útbreiðslu þessarar veiru með öllum tiltækum ráðum. „Það breyt­ir því þó ekki í grunn­inn að öll þurf­um við á faðmlög­um að halda; því að taka utan um hvert annað í líf­inu, sem heil­brigðisþjón­ust­an og yf­ir­völd eru sann­ar­lega að reyna að gera með sín­um hætti. Faðmlög geta nefni­lega verið svo marg­breyti­leg; fal­leg­ur hug­ur, hlýtt hjarta­lag, uppörv­andi, já­kvæð og kær­leiks­rík orð. Þá get­ur faðmlag jafn­vel verið rafrænt, skrif­legt og/​eða fram­kvæmt með brosi og góðum verk­um.“

„Til lengri og skemmri tíma þurf­um við öll á ein­hvers kon­ar faðmlög­um og sam­stöðu að halda svo við hrein­lega gef­umst ekki upp á þess­ari ver­öld,“ segir Sigurbjörn og heldur áfram. „Biðjum þess að við fest­umst ekki í ótta og ofsa­hræðslu og Guð bægi allri óár­an frá okk­ur og verndi okk­ur frá öllu illu. Því að það yrði fyrst skelfi­leg ver­öld til lengri tíma ef fólk hætti að heils­ast með handa­bandi og faðmast þegar það á við. Svo má ekki verða nema mjög tíma­bundið.“

„Ekki eitt­hvert flangs, kjass eða káf“
Sigurbjörn segir þó að við ættum að hlusta á yfirvöld og taka allar viðvaranir og tilmæli alvarlega. „Um leið er einnig gott að minna sig á að frels­ari þessa heims, Jesús Krist­ur, um­gekkst holds­veika, fólk með al­var­lega smit­sjúk­dóma og aðra sem fólk al­mennt vildi ekki vita af. Það gerðu einnig móðir Teresa og Dí­ana prinsessa.“

Hann segir að allt sem við þurfum er kærleikur, auðmýkt, faðmlög, friður og fyrirgefning. „Ekki eitt­hvert flangs, kjass eða káf, yf­ir­gang­ur eða fyr­ir­litn­ing. Enda­laust daður, flaður, blaður eða þvaður. Gæt­um þess ein­fald­lega að gjald­fella ekki faðmlög­in.“

Að lokum segir Sigurbjörn að einu grundvallarlögin sem við þurfum í raun og veru á að halda í þessari veröld séu faðmlög.
Ég trúi því að engin trú sé til.

Return to “Opna spjall Vantrúar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 13 guests