Íslenskur sjónvarpspredikari ákærður fyrir skattsvik

Hér er opna spjall Vantrúar. Ef þú ert í félaginu og sérð ekki lokaða spjallið, vinsamlegast hafðu samband við vantru@vantru.is.
User avatar
Vesteinn
Meðlimur í Vantrú
Posts: 11567
Joined: 14 Mar 2004 17:23
Location: Bakvið gleraugu stéttabaráttunnar
Contact:

Íslenskur sjónvarpspredikari ákærður fyrir skattsvik

Postby Vesteinn » 09 Mar 2020 11:13

https://www.ruv.is/frett/islenskur-sjon ... -skattsvik

Eiríkur Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Hann er í ákærunni sagður hafa nýtt ávinning af brotunum, rúmlega 36 milljónir, í eigin þágu.
Í ákærunni er Eiríki gefið að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum framtölum vegna áranna 2011 til 2016.

Hann er sagður hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram á framtölum sínum persónulegar úttektir upp á 67 milljónir út af greiðslukortum og skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa hjá norska bankanum DNB.

Þá segir saksóknari að hann hafi heldur ekki talið fram úttektir af viðskiptareikningi hjá Global Mission Network upp á rúmar 11 milljónir. Hann er því ákærður fyrir að vanframtelja tekjur upp á rúmar 78,5 milljónir króna.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstunni. Á Facebook-síðu stöðvarinnar kemur fram að þann 8. nóvember 1991 „þá talaði Guð til Eiríks Sigurbjörnssonar, að setja upp kristilega sjónvarpsstöð á Íslandi. Eiríkur sótti um sjónvarpsleyfi og fékk heimild til að sjónvarpa 24 tíma á sólarhring.“
Ég trúi því að engin trú sé til.
User avatar
Matti Á.
Meðlimur í Vantrú
Posts: 27906
Joined: 05 Feb 2004 23:26
Contact:

Re: Íslenskur sjónvarpspredikari ákærður fyrir skattsvik

Postby Matti Á. » 09 Mar 2020 11:22

„Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.“

Return to “Opna spjall Vantrúar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests