https://pressan.dv.is/pressan/2019/04/2 ... -ad-henni/
Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 16:00
Hver kannast ekki við þjóðsöguna um skrímslið Nessie sem býr að sögn í Loch Ness vatninu í Skotlandi? Einnig eru til margar skoskar þjóðsögur um höfuðlausa trommuleikara. Í Dumbarton, norðan við Glasgow, herma sögur að afturgöngur leiki lausum hala en ekki nóg með það því frá Overtoun Bridge stökkva hundar beint í dauðann og það er engin þjóðsaga heldur staðreynd.
(Lesa rest þessu hér.)
Engin þjóðsaga heldur staðreynd, já?
Athugull lesandi -- Haukur Ingi Jónasson, guðfræðingur -- vísar á þessa skýringu:
https://skeptoid.com/episodes/4320
Ég mæli með því að lesa skýringuna, hún er athyglisverð.
Stutta útgáfan af henni: Til að byrja með, hundar fremja ekki sjálfsmorð. Þessi brú er þannig byggð að þeir lenda hins vegar auðveldlega í slysi. Og það eru engir 300 hundar sem "vísindamenn telja" að hafi stokkið. Með öðrum orðum: Þetta er ekkert dularfullt. Skýringarnar blasa ekki strax við mönnum en auðvitað eru jarðbundnar skýringar.