Dularfulla brúin í Skotlandi

Hér er opna spjall Vantrúar. Ef þú ert í félaginu og sérð ekki lokaða spjallið, vinsamlegast hafðu samband við vantru@vantru.is.
User avatar
Vesteinn
Meðlimur í Vantrú
Posts: 11567
Joined: 14 Mar 2004 17:23
Location: Bakvið gleraugu stéttabaráttunnar
Contact:

Dularfulla brúin í Skotlandi

Postby Vesteinn » 27 Apr 2019 22:44

Rosadularfull "frétt" í Pressunni/DV:

https://pressan.dv.is/pressan/2019/04/2 ... -ad-henni/

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 16:00

Hver kannast ekki við þjóðsöguna um skrímslið Nessie sem býr að sögn í Loch Ness vatninu í Skotlandi? Einnig eru til margar skoskar þjóðsögur um höfuðlausa trommuleikara. Í Dumbarton, norðan við Glasgow, herma sögur að afturgöngur leiki lausum hala en ekki nóg með það því frá Overtoun Bridge stökkva hundar beint í dauðann og það er engin þjóðsaga heldur staðreynd.

(Lesa rest þessu hér.)


Engin þjóðsaga heldur staðreynd, já?

Athugull lesandi -- Haukur Ingi Jónasson, guðfræðingur -- vísar á þessa skýringu:

https://skeptoid.com/episodes/4320

Ég mæli með því að lesa skýringuna, hún er athyglisverð.

Stutta útgáfan af henni: Til að byrja með, hundar fremja ekki sjálfsmorð. Þessi brú er þannig byggð að þeir lenda hins vegar auðveldlega í slysi. Og það eru engir 300 hundar sem "vísindamenn telja" að hafi stokkið. Með öðrum orðum: Þetta er ekkert dularfullt. Skýringarnar blasa ekki strax við mönnum en auðvitað eru jarðbundnar skýringar.
Ég trúi því að engin trú sé til.
User avatar
Baldvin
Meðlimur í Vantrú
Posts: 4537
Joined: 12 Jun 2008 20:37
Location: Hvalfjarðarsveit

Re: Dularfulla brúin í Skotlandi

Postby Baldvin » 14 Jun 2019 12:48

Var þetta ekki eitthvað með að þeir eltu fugla þarna fram af?
Brúin einhvernveginn þannig gerð að þeir greina illa brúnina...
Baldvin Örn Einarsson
User avatar
Vesteinn
Meðlimur í Vantrú
Posts: 11567
Joined: 14 Mar 2004 17:23
Location: Bakvið gleraugu stéttabaráttunnar
Contact:

Re: Dularfulla brúin í Skotlandi

Postby Vesteinn » 01 Mar 2020 13:25

Það var a.m.k. minkagreni hinumegin við brún. Þeir fundu lyktina af minknum, stukku yfir brúnina en þeim megin var langt fall niður og þannig drápust þeir.
Ég trúi því að engin trú sé til.

Return to “Opna spjall Vantrúar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests