Forseti og biskup fá engan afslátt af víni
18.08.2017 - 13:39
Forseti Íslands, biskup Íslands, Alþingi og ráðuneyti verða frá 1. október að greiða áfengisgjald þegar þau kaupa áfengi en áfengisgjaldið nemur 106,7 krónum á hvern sentilítra af vínanda.. Hingað til hafa þessar stofnanir ekki þurft að greiða slíkt gjald þegar þau hafa keypt áfengi. Erlend sendiráð og alþjóðastofnanir njóta þó enn þessara fríðinda.
(Sjá alla fréttina hér.)