Krabbameinssjúklingar 2,5 sinnum líklegri til að láta lífið með óhefðbundnum lækningum
Nýbirt rannsókn, unnin af teymi við Yale háskóla, færir rök fyrir því að krabbameinssjúklingar eigi að halda sig við hefðbundnar og vísindalegar lækningar.
Anna Veronika Bjarkadóttir, ritstjóri Hvatans 16. ágúst 2017
Í krabbameinsmeðferðum, líkt og meðferðum gegn öðrum sjúkdómum, mæla læknar gegn því að sjúklingar þeirra nýti sér óhefðbundnar lækningar í stað hefðbundinna. Þetta er gert af þeirri einföldu ástæðu að ástæðan fyrir því að óhefðbundnar lækningar eru kallaðar óhefðbundnar er að ekki hefur tekist að sýna fram á að þær virki.
Þrátt fyrir þetta getur verið freistandi fyrir sjúklinga að nýta sér óhefðbundnar lækningar þegar sölumenn þeirra lofa skjótum bata án allra aukaverkana.
Nýbirt rannsókn færir enn frekari rök gegn því að krabbameinssjúklingar snúi sér frá hefðbundnum lækningum. Samkvæmt niðurstöðunum eru sjúklingar sem gera það 2,5 sinnum líklegri til að láta lífið af völdum krabbameinsins innan fimm ára en þeir sem nýta sér sannreyndar meðferðir.
Lesið afganginn af greininni á Kjarnanum.