Dv.is greinir frá:
Dauðvona dreng vantaði sýklalyf: Móðir hans gaf honum te
Rétthöld yfir móðurinni fara nú fram í Kanada en drengurinn lést
Ritstjórn DV ritstjorn@dv.is
21:30 › 30. nóvember 2016
Mynd: Skjáskot CBS
Í 10 daga lá Ryan Alexander Lovett fárveikur í rúminu sínu og drakk te sem er unnið úr fíflum og oregano olíu. Hann lést af völdum veikindanna sem hæglega hefði mátt koma í veg fyrir ef móðir hans hefði, í stað þess að reyna að lækna hann með teinu og olíunni, útvegað honum viðeigandi læknisaðstoð.
Hefði mátt koma í veg fyrir andlátið
Þetta kemur fram í málflutningi saksóknara í Calgary, Alberta í Kanada en síðastliðinn mánudag hófust réttarhöld yfir móður Ryan. Hún er sökuð um vítaverða vanrækslu sem orsakaði dauða drengsins. Kanadískir og bandarískir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um málið síðustu daga.
Dánarmein hans var líffærabilun en hann lést árið 2013. Saksóknari heldur því fram að Ryan hafi í upphafi fengið streptókokka sýkingu og í framhaldinu mislinga og lungnabólgu.
Þrátt fyrir að drengurinn væri svo mikið veikur leitaði móðir hans, Tamara Lovett, aldrei eftir læknisaðstoð.
Þá segir verjandi Tamöru að hún trúi hvorki á hefðbundin læknavísindi né lækna. Hún sjálf hefur aldrei leitað til læknis og sá heldur aldrei ástæðu til að fara með son sinn.
Ráðlagt að fara til læknis
Saksóknarinn í málinu sagði jafnframt að vitni í málinu hafi, daginn áður en hann lést, alls ekki litist á ástand Ryan og ráðlagt Tamöru að fara með hann umsvifalaust til læknis.
Morguninn eftir hringdi Tamara í 911 og tilkynnti starfsmanni neyðarlínunnar að sonur hennar andaði ekki. Þá sagði hún lögreglu- og sjúkraflutningamönnum sem komu á vettvang að Ryan hefði verið veikur í 2 vikur. Þá hafi hann hnigið niður á leiðinni á klósettið umræddan morgun.
Sjúkraflutningamenn á vettvangi sögðu að drengurinn hafi verið látinn þegar þá bar að garði. Hann hefði verið ískaldur viðkomu og legið í eigin ælu.
Þá kveðst einn sjúkraflutningamaðurinn, hafa heyrt Tamöru, sem segist saklaus í málinu, að hún hafi beðið drenginn afsökunar á því að hafa ekki leitað fyrr eftir læknisaðstoð.
Kona sem trúir ekki á lækna vísindin drepur barnið sitt með vanrækslu
- Vesteinn
- Meðlimur í Vantrú
- Posts: 11567
- Joined: 14 Mar 2004 17:23
- Location: Bakvið gleraugu stéttabaráttunnar
- Contact:
Kona sem trúir ekki á lækna vísindin drepur barnið sitt með vanrækslu
Ég trúi því að engin trú sé til.
Return to “Opna spjall Vantrúar”
Who is online
Users browsing this forum: No registered users and 3 guests