Föstudagur 18.03.2016 - 15:42
Í fyrsta sinn segist meirihluti Norðmanna ekki trúa á Guð
Ný skoðanakönnun Norsk Monitor sýnir að í fyrsta skipti segist meirihluti ekki trúa á Guð. Trúhneigð Norðmanna hefur gjörbreyst á undanförnum áratugum.
Samkvæmt frásögn The Local sögðust 39 prósent aðspurðra ekki trúa á Guð á meðan 37 prósent sögðust ger það. 23 prósent treystu sér ekki til að taka afstöðu til spurningarinnar. 4 þúsund manns svöruðu spurningunni.
Þetta er í fyrsta skipti sem fleiri segjast ekki trúa á Guð. Fyrir tveimur árum voru hlutföll trúaðra og ótrúaðra hnífjöfn en árið 1985 sögðust 50 prósent trúa á Guð, en 20 prósent ekki.
Konur eru líklegri en karlar til að trúa á Guð sem og þeir sem eldri eru. Fæstir trúaðra búa í höfuðborginni Osló.
Í fyrsta sinn segist meirihluti Norðmanna ekki trúa á Guð
- Vesteinn
- Meðlimur í Vantrú
- Posts: 11567
- Joined: 14 Mar 2004 17:23
- Location: Bakvið gleraugu stéttabaráttunnar
- Contact:
Í fyrsta sinn segist meirihluti Norðmanna ekki trúa á Guð
Eyjan greinir frá:
Ég trúi því að engin trú sé til.
Re: Í fyrsta sinn segist meirihluti Norðmanna ekki trúa á Guð
ótrúleg tilviljun að um svipað leyti og að hvert einasta mannsbarn er með aðgang að öllum mögunlegum upplýsingum í vasanum, eru trúfélög að blæða meðlimum eins og aldrey fyrr.
Return to “Opna spjall Vantrúar”
Who is online
Users browsing this forum: No registered users and 6 guests