„Þverrandi trú Bandaríkjamanna“

Hér er opna spjall Vantrúar. Ef þú ert í félaginu og sérð ekki lokaða spjallið, vinsamlegast hafðu samband við vantru@vantru.is.
User avatar
Vesteinn
Meðlimur í Vantrú
Posts: 11567
Joined: 14 Mar 2004 17:23
Location: Bakvið gleraugu stéttabaráttunnar
Contact:

„Þverrandi trú Bandaríkjamanna“

Postby Vesteinn » 04 Nov 2015 10:27

Ríkisútvarpið í gær:

http://www.ruv.is/frett/thverrandi-tru-bandarikjamanna

Þverrandi trú Bandaríkjamanna
03.11.2015 - 19:36

Trú Bandaríkjamanna á Guði almáttugan fer minnkandi þótt mikill meirihluti þeirra sé enn trúaður. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt Pew rannsóknarmiðstöðvarinnar.

Færri „algjörlega vissir“
Hlutfall þeirra Bandaríkjamanna sem segjast algerlega vissir um tilvist Guðs fór minnkandi á tímabilinu 2007 til 2014. Árið 2007 voru 71 prósent Bandaríkjamanna „algerlega vissir“ um tilvist Guðs, en færri en 60% eru jafn vissir nú. Hlutfall þeirra sem trúa á Guð, óháð mælanlegri sannfæringu, lækkaði einnig á sama tímabili, eða úr 92 prósetnum í 89.

Yngri síður trúaðri
Mikill meirihluti fullorðinna Bandaríkjamanna, eða 77 prósent, eru á einn eða annan hátt tengd trúfélögum. Það færist þó í aukana að einstaklingar vilji síður tengja sig við trúfélög. Bandaríkjamenn í yngri kantinum eru einnig minna trúaðir en þeir sem eldri eru. Fjórir af hverjum tíu „aldamótabörnum“ segjast biðja á hverjum degi, en sex af hverjum tíu af 69-kynslóðinni svokölluðu, biðja daglega.

Meira umburðarlyndi gangvart samkynhneigðum
Í könnun Pew kemur einnig fram að meira umburðarlyndi gagnvart samkynhneigðum ríkir í nærri öllum stærri trúfélögum og trúarhópum í Bandaríkjunum en á undanförnum árum. Harðlínumenn á þessum vettvangi, evangelistar og mormónar, eru meðal þeirra. Ungt fólk er talið skýra þessa viðhorfsbreytingu.

Hallast heldur að demókrötum
Rannsóknin sýnir einnig að þeir sem eru ekki skráðir í neitt trúfélag en skilgreina sig samt trúaða, eru líklegri til að hallast að væng demókrata í bandarískum stjórnmálum heldur en repíblikana. Alls náði rannsóknin til rúmlega 35 þúsund Bandaríkjamanna og var hún framkvæmd á síðasta ári.
Ég trúi því að engin trú sé til.

Return to “Opna spjall Vantrúar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests