Svör fyrir Val

Hér er opna spjall Vantrúar. Ef þú ert í félaginu og sérð ekki lokaða spjallið, vinsamlegast hafðu samband við vantru@vantru.is.
User avatar
Hjalti
Meðlimur í Vantrú
Posts: 26577
Joined: 08 Feb 2004 18:17
Location: Reykjavík
Contact:

Svör fyrir Val

Postby Hjalti » 25 Aug 2014 20:00

Áframhald af umræðunni hérna:

Valur, svo ég fari í gegnum þetta:

10. Gagnrýni þín snýst um orðið "bannað". Já, það er rétt að Jesús segir ekki að það sé "bannað" að t.d. giftast þeim sem hafa skilið, en Jesús segir að það sé að "drýgja hórdóm". Þetta er þvert á ríkjandi viðhorf á Íslandi, að það sé allt í lagi að skilja (og giftast fráskildum) bara ef maður vill það.

9. Ég skil nú ekki alveg hvað þú hefur á móti þessu. Kristið fólk heldur því oft fram að Jesús hafi talað í dæmisögum til þess að auðvelda fólki að læra (hérna er [dæmi frá KFUM](http://efnisveita.kfum.is/2014/01/sadmadurinn/)). Það er vandræðalegt fyrir flest kristið fólk að Jesús hafi talað í gátum svo að fólk myndi ekki frelsast.

8. Hérna kemur þú með einhverja afskaplega sérstaka útskýringu á því hver þessi meinta synd er. Er ófyrirgefanlega syndin sem sagt sú að segja að Jesús reki út illa anda með hjálp djöfulsins? Jafnvel þó svo að svo sé, þá er punkturinn samt sá að kristið fólk skammast sín fyrir að algóði guðinn þeirra myndi ekki vilja fyrirgefa fólki það.


7. Þarna er svarið í raun það að Valur sættir sig ekki við það að "lögmálið og spámennirnir" vísar til ritsafna Gamla testamentisins.

6. Valur segir að "mikið af kristnu fólki" selji eigur sínar og gefi ölmusu. Ég efast stórlega um það, flest kristið fólk (amk á vesturlöndum) á helling af eigum sem það selur ekki og gefur fátækum. Húsið sitt, bílinn, tölvuna, símann...

5. Valur er bara einn af hinum "sannkristnu" sem skammast sín ekki fyrir heimsenda- og helvítistal Jesú. Ólíkt flestum krstinum Íslendingum.


3. Einstaklingarnir sem Jesús rekur í burtu kalla Jesú drottinn og **telja sig hafa framkvæmt kraftaverk og rekið út illa anda "í Jesú nafni"**. Þetta er fólk sem telur sig vera kristið og er augljóslega trúað. Það er kannski ekki nógu sanntrúað fyrir Jesú og Val, en punkturinn er sá að Jesús mun jafnvel reka kristið fólk sem vill fara til himnaríkis í burtu. Það er vandræðalegt fyrir kristið fólk.

2. Mótmælir í raun engu hér. Í athugasemdum þarna er Valur reyndar að rugla með eldsofn. Segir t.d. þetta:

"En þá aftur af helvíti í Mt 10:28. Gríska orðið er "geenna" sem hefur Hebreska upprunan ghenna eða Ge-Hinnom sem má þýða sem dal Jerúsalem (notað sem myndlíking), staður þar sem fer fram eilíf refsing. Ekki mikið um eld þar.

Svo hugmyndin um brennandi helvíti er trúlega úr lausu lofti gripinn"

Það er talað um Gehenna sem "eilífan eld" og "svo Gehenna eldsins" í Nýja testamentinu, þannig að tal um brennandi helvíti er ekki úr lausu lofti gripið.

Valur segir að helvíti geti ekki verið brennandi af því að fólk "gnístir tönnunum" þar og að menn eigi víst að gera það á "köldum stöðum", en það er ekkert sagt um að fólkið sé að gnísta tönnum vegna kulda. Í Postulasögunni 7:54 er til dæmis talað um að fólk gnísti tönnum af reiði.
Ceterum censeo ecclesiam nationis esse delendam.
Valur Arnarson
Posts: 1
Joined: 09 Sep 2014 21:50

Re: Svör fyrir Val

Postby Valur Arnarson » 09 Sep 2014 21:53

Sæll Hjalti,

Ég var að sjá svörin þín. Hef verið ofboðslega upptekin síðustu daga og er það ennþá. Sé til hvort ég næ að svara þér um helgina.

Mbk.
Valur
User avatar
Egillo
Meðlimur í Vantrú
Posts: 2885
Joined: 31 Aug 2008 04:11
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Svör fyrir Val

Postby Egillo » 12 Sep 2014 15:42

Það að gnísta tönnum er ekki það sama og skjálftahrollur sem veldur því að tennur skjálfa í kulda. Svona svo að það sé á hreinu.
„I may not have gone where I intended to go but I do believe that I ended up where I needed to be“ - Douglas Adams

Return to “Opna spjall Vantrúar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests