Umræður við "Eru geimverur að heimsækja jörðina?"

Hér er opna spjall Vantrúar. Ef þú ert í félaginu og sérð ekki lokaða spjallið, vinsamlegast hafðu samband við vantru@vantru.is.
User avatar
Hjalti
Meðlimur í Vantrú
Posts: 26577
Joined: 08 Feb 2004 18:17
Location: Reykjavík
Contact:

Umræður við "Eru geimverur að heimsækja jörðina?"

Postby Hjalti » 17 Jun 2013 15:46

Framhald á umræðu við Eru geimverur að heimsækja jörðina?
Ceterum censeo ecclesiam nationis esse delendam.
User avatar
Hjalti
Meðlimur í Vantrú
Posts: 26577
Joined: 08 Feb 2004 18:17
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Umræður við "Eru geimverur að heimsækja jörðina?"

Postby Hjalti » 17 Jun 2013 15:49

Þá er ég að tala um að leyfa fólki að hafa þá skoðun sem það kýs án þess að vera að setja út á þá skoðun. Hver hefur sína skoðun út af fyrir sig. Við getum svo sem sagt við viðkomandi að okkur finnist sú skoðun vera röng en þurfum ekkert að predika yfir viðkomandi hvers vegna hann ætti ekki að trúa því. Hann getur væntanlega fundið út úr því sjálfur ef hann kýs svo.
Helgi, af hverju ættum við ekki að "setja út á skoðanir"? Mér finnst nákvæmlega ekkert að því að segja: "Þú ættir að vera á skoðun A út af ástæðum X,Y og Z." Mér finnst það bara sjálfsagt í öllum umræðum.

Og ert þú ekki sjálfur að brjóta þessa reglu þína með því að gagnrýna þá skoðun mína að það sé í lagi að "setja út á skoðanir"? :wink:
Ceterum censeo ecclesiam nationis esse delendam.
Helgi
Posts: 3
Joined: 17 Jun 2013 16:55

Re: Umræður við "Eru geimverur að heimsækja jörðina?"

Postby Helgi » 17 Jun 2013 17:03

Ég hef ekki haft þetta sem einhverja reglu, það voru þín orð Hjalti. En verðum við ekki að hafa í huga að mörg stríð sem háð hafa verið eru einmitt vegna þess að hagsmunahópar hafa viljað þröngva skoðunum sínum upp á aðra sem eru á annari skoðun? Tökum sem dæmi stríð sem háð eru á trúarlegum forsendum.
User avatar
Hjalti
Meðlimur í Vantrú
Posts: 26577
Joined: 08 Feb 2004 18:17
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Umræður við "Eru geimverur að heimsækja jörðina?"

Postby Hjalti » 17 Jun 2013 17:12

En verðum við ekki að hafa í huga að mörg stríð sem háð hafa verið eru einmitt vegna þess að hagsmunahópar hafa viljað þröngva skoðunum sínum upp á aðra sem eru á annari skoðun?
Að segja "Þú ættir að vera á skoðun A af því að rök X,Y og Z benda til þess" er ekki að "þröngva skoðunum sínum upp á aðra".

Ég hef ekki haft þetta sem einhverja reglu, það voru þín orð Hjalti.
Það sem ég á við er að þú virðist vera að reyna að fá mig til að fallast á þína skoðun þegar kemur að þessu, alveg eins og ég reyni að fá fólk til að fallast á mína skoðun þegar kemur að hlutum eins og geimverum.
Ceterum censeo ecclesiam nationis esse delendam.
Helgi
Posts: 3
Joined: 17 Jun 2013 16:55

Re: Umræður við "Eru geimverur að heimsækja jörðina?"

Postby Helgi » 17 Jun 2013 17:46

Þá gæti viðkomandi komið með þá pælingu að þú ættir að vera á hans skoðun þar sem önnur rök benda til annars. Svo við endum alltaf á sama stað ekki satt :D ?
User avatar
Hjalti
Meðlimur í Vantrú
Posts: 26577
Joined: 08 Feb 2004 18:17
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Umræður við "Eru geimverur að heimsækja jörðina?"

Postby Hjalti » 17 Jun 2013 17:50

Helgi wrote:Þá gæti viðkomandi komið með þá pælingu að þú ættir að vera á hans skoðun þar sem önnur rök benda til annars.
Já. Þá væru ég og hann að 'rökræða'. :wink:
Ceterum censeo ecclesiam nationis esse delendam.
Helgi
Posts: 3
Joined: 17 Jun 2013 16:55

Re: Umræður við "Eru geimverur að heimsækja jörðina?"

Postby Helgi » 17 Jun 2013 18:02

Jú það er reyndar alveg rétt hjá þér Hjalti :) . Tek samt skýrt fram að ég er ekki geimverutrúar ;) . Það væri hins vegar óskandi að geimverur kæmu sjálfar inn í rökræðuna til þess að geta sagt okkur allan sannleikann um þetta atriði :D . En það er auðvitað gaman að velta þessu öllu saman fyrir sér og þið hjá Vantrú eigið auðvitað heiður skilið fyrir að hafa t,d þetta spjallborð fyrir hin ýmsu vafamál.
visindamadur1
Posts: 1
Joined: 19 Dec 2016 17:17

Re: Umræður við "Eru geimverur að heimsækja jörðina?"

Postby visindamadur1 » 19 Dec 2016 17:28

Já Aðrar verur hafa verið að því í milljónir ára. Á íslandi þekkjum við þau sem álfa og huldufólk. Ástæðan sem við segjum að huldufólk og álfar búa í steinum um björgum er vegna þess þessar verur voru með farartæki sín hulin. Og þegar forfeður okkar sáu þau hverfa í steina og hóla voru þeir í raun að fara inn í sín loftför. Ég tek fram ég trúi ekki ég veit um tilvist þeirra og hef hitt þessar verur. Og ég vil taka fram þau eru ekki græn eða grá eins og kvikmyndum. þau eru rétt eins og við í útliti. Ég vil einnig koma því á framfæri að þau tala stanslaust við fólk sem segist vera miðlar. þeim finnst það vera skemmti efni. það eru að mestu þeirra samskipti við núverandi men á jörðinni.

Return to “Opna spjall Vantrúar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests