http://don.blog.is/blog/don/entry/952321/
Hrannar Baldursson wrote:En þjóðin virðist orðin trúlaus, lúterska kirkjan þykir ekki lengur svöl, og þjóðin hætt að hugsa sem 'við' og er þess í stað orðin að mörg þúsund sundruðum 'ég'. Satt best að segja held ég að eina lausnin fyrir okkur eins og staðan sé í dag er að vekja kristin trúarbrögð aftur til lífsins, hvort sem að fólk sé trúað eða ekki. Við þurfum eitthvað sem sameinar okkur á þessum erfiðu tímum. Því miður hafa fjölmargir Íslendingar snúist gegn trúarbrögðum eins og þau séu upphaf alls ills í heiminum, aðallega vegna þess að sumir forsprakkar þeirra hafa reynst eiginhagsmunaseggir, stífir pólitíkusar, kynferðisbrotamenn og tækifærissinnar, sem og vegna þess að gömlum kreddum virðist fylgt í blindi sem ekkert erindi virðist eiga í samtímanum. Veruleikinn getur hins vegar verið sá að samtíminn á ekki heima í gömlu kreddunum og að þær séu í raun margar hverjar góðar og gildar.