Kristni til að sameina þjóðina

Hér er opna spjall Vantrúar. Ef þú ert í félaginu og sérð ekki lokaða spjallið, vinsamlegast hafðu samband við vantru@vantru.is.
User avatar
Matti Á.
Meðlimur í Vantrú
Posts: 27906
Joined: 05 Feb 2004 23:26
Contact:

Kristni til að sameina þjóðina

Postby Matti Á. » 22 Sep 2009 08:43

Hrannar Baldursson heldur því fram að við þurfum kristni til að þjappa fólki saman.

http://don.blog.is/blog/don/entry/952321/
Hrannar Baldursson wrote:En þjóðin virðist orðin trúlaus, lúterska kirkjan þykir ekki lengur svöl, og þjóðin hætt að hugsa sem 'við' og er þess í stað orðin að mörg þúsund sundruðum 'ég'. Satt best að segja held ég að eina lausnin fyrir okkur eins og staðan sé í dag er að vekja kristin trúarbrögð aftur til lífsins, hvort sem að fólk sé trúað eða ekki. Við þurfum eitthvað sem sameinar okkur á þessum erfiðu tímum. Því miður hafa fjölmargir Íslendingar snúist gegn trúarbrögðum eins og þau séu upphaf alls ills í heiminum, aðallega vegna þess að sumir forsprakkar þeirra hafa reynst eiginhagsmunaseggir, stífir pólitíkusar, kynferðisbrotamenn og tækifærissinnar, sem og vegna þess að gömlum kreddum virðist fylgt í blindi sem ekkert erindi virðist eiga í samtímanum. Veruleikinn getur hins vegar verið sá að samtíminn á ekki heima í gömlu kreddunum og að þær séu í raun margar hverjar góðar og gildar.
Dandalast
Posts: 759
Joined: 30 Oct 2007 14:56
Location: Týndur

Postby Dandalast » 22 Sep 2009 09:20

Því miður hafa fjölmargir Íslendingar snúist gegn trúarbrögðum eins og þau séu upphaf alls ills í heiminum, aðallega vegna þess að sumir forsprakkar þeirra hafa reynst eiginhagsmunaseggir, stífir pólitíkusar, kynferðisbrotamenn og tækifærissinnar, sem og vegna þess að gömlum kreddum virðist fylgt í blindi sem ekkert erindi virðist eiga í samtímanum.

Já.. nokkuð til í þessu. En svo
Veruleikinn getur hins vegar verið sá að samtíminn á ekki heima í gömlu kreddunum og að þær séu í raun margar hverjar góðar og gildar.
WTF? Í hvaða veruleika býr þessi maður.
"And that’s when I first learned about evil. It is built into the nature of the universe. Every world spins in pain. If there is any kind of supreme being, I told myself, it is up to all of us to become his moral superior." Terry Pratchett
User avatar
trausti freyr
Meðlimur í Vantrú
Posts: 1977
Joined: 12 Sep 2008 16:54

Postby trausti freyr » 23 Sep 2009 23:38

skrítið að hann vilji kristni endilega. afhverju ekki að sameinast öll í ásatrú?

amk skipaði Óðinn ekki mönnum að drepa heilu og hálfu þjóðirnar og nauðga hreinu meyjum þeirra.
Trausti Freyr Reynisson

I will not tolerate your intolerance.
User avatar
Matti Á.
Meðlimur í Vantrú
Posts: 27906
Joined: 05 Feb 2004 23:26
Contact:

Postby Matti Á. » 23 Sep 2009 23:59

Hér er framhald á þessari umræðu

http://don.blog.is/blog/don/entry/952898/

Mér finnst Hrannar vera úti á þekju í þessari umræðu allri.
User avatar
Matti Á.
Meðlimur í Vantrú
Posts: 27906
Joined: 05 Feb 2004 23:26
Contact:

Re: Kristni til að sameina þjóðina

Postby Matti Á. » 02 Jun 2019 16:48

Af rælni kíkti ég á blogg-gáttina og Hrannar er enn að!

Þurfum við trú til að öðlast mannlegan þroska?
https://don.blog.is/blog/don/entry/2235928/

Það breytist bókstaflega ekkert og þessi náungi hefur aldrei lært nokkuð af rökræðum!

Return to “Opna spjall Vantrúar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests