Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jólahugvekja

Mynd af Austurvelli

Ár hvert skrifa prestar jólahugvekjur í bæjarblöðin og kveður þá oftast við hinn sama mélkisulega mærðartón. Í seinni tíð hefur þó borið sífellt meira á taugatitringi og spennu í þessum skrifum. Af þeim er auðsætt að við, sem hvorki látum ginnast af hugmyndum um himnaríki, né hræðumst helvíti, höfum hitt á snögga bletti með skrifum okkar og opinskárri uppreisn gegn klerkaveldinu.

Þannig má æ oftar greina illa falinn fjandskap í skrifum prestanna.

Þetta er svosem ekki bundið við jólin ein; sport þetta iðka þeir flestir allan ársins hring. En nú er þetta í bæjarblöðunum og maður rekur þá óvart augun í frasa eins og þennan:

Það er líka skylda okkar, allra fullorðinna, en foreldra sérstaklega, að vinna gegn uppblæstri andlegra verðmæta, sporna við því að kristinn trúararfur okkar og trúarmenning skolist burð í sígjálpandi, ágengu og nagandi ölduróti tómhyggju og trúleysis.

Jón Ragnarsson, sóknarprestur í Hveragerðiskirkju

Slík skrif eru ekkert einsdæmi. Nægir að lesa greinarflokkinn „Ófleyg orð“ til að blöskra dómarnir. Þótt skrápur minn sé orðinn þykkur er samt ekki laust við að manni gremjist.

Ég er trúlaus - ég trúi ekki á það sem Jón trúir á. Þýða skrif hans að hann telji mig haldna tómhyggju? Stend ég, kennarinn, fyrir „uppblæstri andlegra verðmæta“? Þetta „sígjálpandi öldurót“ - hvað er það? Er það hugsun mín? Orð mitt og gerðir?

Vafalaust gæti einhver (til dæmis séra Jón) sagt að ekki væri verið að tala við mig persónulega – en þar sem ég er í flokki þeirra sem hann deilir á, þá hlýtur þó svo að vera.

En þó eru, við nánari athugun, svona vammir og skammir harla góðar, þrátt fyrir allt. Ótti starfsmanna ríkiskirkjunnar er auðsær – viðbrögð þeirra /árásir eru skiljanleg.

Mikið er jú í húfi fyrir þá að trúleysi aukist ekki hjá Íslendingum, en pirringur þeirra glæðir von um að trúarbáknið muni láta undan og trú verði að endingu einkamál einstaklinga, en ekki fjárhagsleg byrði samfélagsins.

Hátíð rísandi sólar er framundan:
Gleðileg jól

Hanna Lára Gunnarsdóttir 16.12.2015
Flokkað undir: ( Jólin )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?