Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hver er skaðinn?

Sykurpillur í hillu í apóteki

Þegar rætt er um svokallaðar skottulækningar, einnig þekktar sem óhefðbundnar lækningar, þá heyrir maður stundum sagt að þó svo að þær virki eflaust ekki, þá séu þær að minnsta kosti skaðlausar. Svo er ekki. Hægt er að tala um þrjár skaðlegar afleiðingar skottulækninga: beinan skaða, óbeinan skaða og hugrænan skaða.

Beinn skaði

Stundum eru aðferðirnar sem skottulæknarnir beita beinlínis skaðlegar. Til dæmis getur fólk brennt sig á eyrnakertum eða þá að fólk sýkist af einhverju vegna óhreinna nála í nálastungum. Þetta á auðvitað ekki við allar skottulækningar, það er erfitt að sjá hvernig það að drekka hreint vatn (kallast smáskammta”lækningar”) eða heilun án snertingar geti valdið beinum skaða.

Óbeinn skaði

Stundum skaðast fólk vegna þess að það notar skottulækningar í stað alvöru lækninga. Sem dæmi þá kom í ljós fyrir nokkrum árum síðan kom í ljós í Bretlandi að margir smáskammtakuklarar voru að segja fólki að hreint vatn, “remedíur”, gæti læknað eða komið í veg fyrir malaríu.

Hugrænn skaði

Stundum skaðast fólk vegna þess að skottulækningar draga úr trausti fólks á alvöru lækningum, samkeppnisaðila þeirra. Skottulækningar eru flestar, ef ekki allar, í algerri mótsögn við ýmis grundvallaratriði hinna ýmsu vísinda. Til þess að fá fólk á sitt band þurfa skottulæknar því að fá fólk til að afneita þessum grundvallaratriðum, til dæmis sjálfri sýklakenninguna. Það þarf ekki að skoða heimasíður skottulækna lengi til að sjá besta dæmið um hugrænan skaða: andstaða skottulækna við eitt mesta framfaraskref læknavísindanna, bólusetningar. Þetta veldur því að bólusetningum fækkar og fólk deyr.

Hve mikill er skaðinn?

Skottulækningar eru þess vegna ekki saklaust fikt vinalegs fólks. Skottulækningar drepa. Síðan What’s the harm? er með ágætt yfirlit yfir dauðsföll vegna beins og óbeins skaða af skottulækningum. Skottulækningar eru því ekki saklaust kukl, heldur fyrirbæri sem nauðsynlegt að berjast gegn.

Hjalti Rúnar Ómarsson 25.10.2013
Flokkað undir: ( Bólusetningar , Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?