Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1967: Vanhelgaða kirkjan

Mynd af húsi, hugsanlega kirkja

Talsmenn ríkiskirkjunnar halda því oft fram að Þjóðkirkjann sé fyrir alla landsmenn og að þar sé aldrei spurt um trú eða trúfélagsaðild. Það er satt að vissu marki, til dæmis eru prestar tilbúnir til þess skíra og ferma hvern sem er (enda fá þeir greitt fyrir það!). En stundum er augljóst að kirkjan er ekki fyrir alla.

Ókristilega athöfnin

Í ágúst 1967 fór fram ókristileg athöfn í gömlu Árbæjarkirkjunni. Bahæjapar var vígt þar sem hjón. Minjavörður Reykjavíkurborgar náði ekki í biskupinn þegar parið bað um leyfi og þess vegna var leyfið veitt. Biskupar ríkiskirkjunnar voru alls ekki ánægðir.

Viðbrögð biskupanna

Sigurbjörn Einarsson, æðsti biskupinn, sagði að hann hefði auðvitað ekki leyft þetta, en hann hefði ekki bannað þetta vegna neinnar “meinbægni við Bahaimenn eða óvinsemd í þeirra garð, heldur af því, að ég tel að þeir eigi að taka sín eigin trúarbrögð það alvarlega, að þeir leiti ekki í kristna helgidóma með sínar helgiathafnir.”

Annar vígslubiskupa ríkiskirkjunnar, Sigurður Pálsson, gekk enn lengra, hann taldi að kirkjan hefði verið vanhelguð, og að það þyrfti að endurvígja hana:

Morgunblaðið 22. ágúst 1967, bls. 28

Ef fólk heldur að svona frekja myndi ekki eiga sér stað í dag, þá er stutt síðan kristið fólk vildi ekki leyfa múhameðstrúarmönnum að nota kapelluna í aðalbyggingu Háskóla Íslands:


Mynd fengin hjá Þorsteini V. Jónssyni

Ritstjórn 23.10.2013
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viðbrögð


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 23/10/13 14:08 #

Kemur upp í hugann eitt sinn þegar Ned Flanders tók í höndina á kaþólskum presti og hugsaði með sér að hann þyrfti að fá sína hönd endurblessaða við fyrsta tækifæri.

En tilvitnunin í Sigurð Pálsson sýnir vel hversu hjátrúarfullt þetta fólk er. Í raun hefur það lítið breyst með tímanum, það fer bara betur með það í dag.


Gaurinn - 26/10/13 06:22 #

Það er ekkert athugavert við þetta. Nú styrki ég á engan hátt Þjóðkirkjuna og er alveg sama um Bahai. En stuðningsmenn trúarbragða líta almennt svo á að vígslur séu raunverulegar og einhver ákveðin orka fari á stað, sem eigi að halda hreinni og aðskilinni, bara eins og efnum sem mega ekki blandast á rannsóknarstofu. Þeir hafa fullkominn lýðræðislegan rétt á þessu. Bahai er "guðlast" samkvæmt Kristinni trú. Þess vegna ætti kristnum mönnum ekkert að bera skylda til að styrkja og styðja þá trú fremur en Sjálfstæðismönnum að lána Valhöll undir kommúnistasamkomur. Það myndi eyðileggja "andrúmsloftið" og þeir myndu aldrei leyfa það. Eða jú, kannski, en þá gegn greiðslu. Kirkjan þykist alla vega yfir það hafin. Alveg eins og ég á ekki að geta ráðskast með hverjum þú býður í bókaklúbbinn þinn eða saumaklúbbinn, þá mátt þú ekki heldur skipta þér af félagsskap sem kemur þér ekki við, eða hvernig þeir koma fram við önnur félagasamtök, svo lengi sem enginn er að brjóta lögin. Þjóðkirkja er auðvitað fáránlegt fyrirbæri sem á ekki rétt á sér. Samt sem áður réttlætir fáránleiki hennar ekki að henni séu settar skorður sem eru ógn við félagafrelsi, og þar með tjáningarfrelsi, og þar með lýðræðið sjálft.


Gaurinn - 26/10/13 06:30 #

Það þarf smá áreynslu til að skilja hvað trúarlegt hjónaband er, ef maður aðhyllist sjálfur ekki trúarbrögð. Veraldlegar hjónavígslur eru krúttlegar samkomur þar sem verið er að blessa hjónin og óska þeim velfarnaðar. Þannig líta málin líka oft út í augum þeirra sem gangast undir trúarlega hjónavígslu, að þetta sé eitthvað samfélagslegt krúttlegt og saklaust fyrirbæri, en svo sú skoðun er byggð á fáfræði. Stofnunin sjálf lítur nefnilega á þetta sem yfirnáttúrulega grafalvarlega athöfn, sem eigi helst að vara alla æfi sama á hverju gengur, og, í tilfelli kristinnar trúar, sáttmála við Guð, en ekki bara veraldlegt samkomulag. Kirkjunnar menn geta því alveg óskað Bahai hjónum velfarnaðar í framtíðinni og mætt í krúttlegt brúðkaup til þeirra. En þeim finnst grafalvarleg helgispjöll að leyfa að gifta þau í sinni kirkju. Allir hópar manna, trúarlegir eða aðrir, byggja á hluta á aðgreiningu, og þeir sem ekki tilheyra hópnum fá ekki aðgang að vígslum og helgiathöfnum. Menn hafa til að mynda lent í að Indjánar Norður Ameríku fari í mál við þá fyrir að stæla þeirra helgisiði og þykir það sumum ættbálkunum mjög gróf og algjörlega ófyrirgefanleg móðgun. Utanaðkomandi má heldur aldrei fara á "helg svæði" annarra. Brúðhjón eru gift upp við altarið, sem er "helgt svæði", en það eru kirkjubekkir fyrir gesti ekki á sama hátt. Þjóðkirkjan er bara íslensk útfærlsa á sammannlegri tribal hegðun og fylgir sömu normum og frumstæðir ættbálkar.


Einar Karl - 26/10/13 09:34 #

"Gaurinn" staðfestir efni þessa pistils.

Þetta er fyndið :)

En stuðningsmenn trúarbragða líta almennt svo á að vígslur séu raunverulegar og einhver ákveðin orka fari á stað, sem eigi að halda hreinni og aðskilinni, bara eins og efnum sem mega ekki blandast á rannsóknarstofu.

Ég held reyndar að þetta eigi alls ekki við presta Þjóðkirkjunnar og fæst sóknarbörn Þjóðkirkjunnar, sem líta á svona vígsluathöfn bara sem táknræna hefð.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 26/10/13 18:26 #

Gaurinn, það er þrjú atriði sem mér finnst þú fara á mis við:

1) Við erum ekki að tala um einhver frjáls félagasamtök heldur ríkisstofnun.

2) Þessi ríkisstofnun segist þjóna öllum landsmönnum og gera enga kröfu um trúarjátningu, en vill síðan ekki lána út litla krútt-kirkju handa hjónavígslu, af því að þeim þykir trúarathafnir eyðileggja "helgi" bygginganna.

3) Afsakanirnar sem biskupinn kemur með er allt öðruvísi, Sigurbjörn segir t.d. að hann vilji ekki lána hana af því að bahæjarnir eigi að "taka trú sína alvarlega".

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.