Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ekki sækja rétt þinn

Fólk

Á Íslandi er rekinn öflug ríkisstofnun sem heitir Þjóðkirkjan. Frá stofnun hennar hefur hún ríkt og drottnað yfir trúarbragðasviðinu. Hún hefur mikil völd og fjármagn en því ætti að fylgja mikil ábyrgð. Á síðari árum hafa stofnanir innan ríkisins reynt að koma sér á fót siðareglum með tilheyrandi nefndum. Það er ekki hægt að saka ríkiskirkjuna að vera eftirbát annarra í því en viðbrögð hennar eru skelfileg við öllu áreiti. Þannig hefur saga fórnarlamba hennar verið þyrnum stráð.

Um mál Helga Hós og annar óhroði

Við þekkjum öll raunarsögur fólks sem hefur reynt að kvarta yfir kynferðisbrotum presta. Þetta fólk fékk vindinn í fangið enda ofsótt og smánað með mjög skipulögðum hætti. Það tók næstum 20 ár fyrir valdastéttina innan kirkjunnar að sjá að sér. Eftir stóðu fórnarlömbin sem rjúkandi rústir eftir trúnaðarbrot og skipulagðar sóðaárásir.

Ekki má gleyma raunasögu Helga Hós sem vildi afturkalla skírn sína. Kirkjan notfærði sér samfélag þess tíma til að niðurlægja Helga með öllum ráðum. Svo grátt var Helgi leikinn af valdaklíkunni innan kirkjunnar að málið getur aldrei verið kallað annað en viðbjóður.

Fleiri hafa reynt að sækja rétt sinn og gott dæmi þegar siðanefnd presta setti ofan í við fyrrverandi biskup fyrir að kalla fólk andlega vanheilt sem gagnrýndu kristnihátíð árið 2000. Eftirleikurinn var sá að siðanefndin var tekin af lífi í fjölmiðlum. Það var enga iðrun eða yfirbót að finna heldur ramma vörn og alvarlega ásakanir í garð siðanefndar presta um skemmdarverk gegn kirkjunni.

Mistök og afbökun

Núverandi biskup var dæmdur í íslenskum rétti fyrir brot á ráðningu tengdarsonar síns í embætti. Eftir fylgdi gríðarlegt almannatengsla barátta þar sem reynt var að sýkna biskup í fjölmiðlum og að dómurinn hefði aðeins verið tæknileg mistök og misskilningur. Hjá honum var engin iðrun finna enda í fyrirgefningarbanni hjá almannatengslafyrirtækinu.

Síðustu ár hefur fjöldi almennra borgara reynt að sporna við trúboði í opinberum skólum. Móttökurnar sem þetta fólk hefur fengið eru vægast ógeðfelldar. Kirkjan ákvað að fara í stríð gegn foreldrunum. Kirkjan hefur nýtt sér alla helstu fjölmiðla, málpípur og ákveðna stjórnmálamenn til að ráðast á með afbökunum og lygum að foreldrunum, sem vilja aðeins sanngjörn mannréttindi fyrir börn sín.

Aftaka fyrir almenning

Viðbrögð valdaklerkanna við athugasemdum og kærum skilja eftir sig ákveðin fingraför. Sá sem sækir rétt sinn má búast við því að stormsveit biskupstofu byrjar að æpa upphátt með aðdróttunum og afbökun á málefninu.

Almenningi er talið trú um eins og viljalausum sauðum að kirkjan eða starfsmaður hennar sé gagnstætt raunveruleikanum sjálft fórnarlambið í málinu. Bein afleiðing af þessu er að Gróa á leiti fer af stað með kjaftasögur sem engin getur varist. Í humátt fylgir eitt dýrasta lögfræðifirma landsins ásamt almannatengslafyrirtæki til að klára verkefnið í formi fjölmiðlaaftöku þess sem sækir málið.

Það eina sem hægt er að ráðleggja einstaklingum eða félagasamtökum er að sækja ekki rétt sinn gegn kirkjunnar mönnum nema að vera viðbúinn öllu sem nefnt er hér fyrir ofan.

Frelsarinn 14.12.2011
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Aggi - 14/12/11 13:29 #

Athyglisvert er að skoða þessi mál sem talin eru upp í færslunni og mál Vantrúar gegn kennara í guðfræði í HÍ sem fjallað er um hér á síðunni.

Ekki ósvipað allt saman. Ráðist með ógeðfeldum hætti á þann sem kvartaði til siðanefndar. PR fjölmiðla árásir. Það er ömurlegt að verða vitni að þessu.

Já sennilega er betur heima setið en að fara út í svona.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 14/12/11 14:37 #

Nákvæmlega. Ef það er einhver ein stofnun sem er alræmd fyrir að hjóla frekar í manninn en ekki málefnið, þá er það ríkiskirkjumafían.


Halldór L. - 14/12/11 17:36 #

Stundum, þegar maður lítur yfir sögu stofnunarinnar, verður maður svo reiður að maður óskar þess að hún væri manneskja sem að hægt væri að taka í lurginn á; draga í gegnum skít og skammir í gegnum stræti fyrir sjónum allra.

En það er bannað að ráðast gegn ríkiskirkjunni opinberlega nema að um sé að ræða kynferðisbrot sem að legið hafa í nefndum, dvala og leyndum í tugi ára.


Guðmundur Þ. - 20/01/12 16:22 #

Hefði ég verið Kristur þá hefði ég klárlega ekki ráðið auglýsingastofuna, Ríkiskirkjuna til að auglýsa fyrir mig. Ég hefði beint verkefninu annað.

Ekki það að það komi í veg fyrir að menn haldi áfram að auglýsa ef þeir fá smá aur í kassann fyrir.


Rökkvi Vésteinsson - 08/10/12 20:17 #

Hvernig var það með konurnar sem kærðu Ólaf Skúlason á sínum tíma? Var ekki að minnsta kosti ein sem fór af landinu og sagðist hafa neyðst til þess vegna útskúfunar? Nú vil ég ekki fullyrða um mál sem ég hef ekki kynnt mér, en það er vert að skoða það mál og rifja upp í þessu samhengi.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/10/12 20:53 #

Sjá: Rotnir ávextir ríkiskirkjunnar

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.