Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Finnar segja sig úr kirkjunni

Hollola-kirkjan

Finnar eru með evangelíska lútherska kirkju rétt eins og við Íslendingar og rétt eins og hér heima þarf fjöldinn þar í landi að pína þetta íhaldsama bákn til að virða samtímahugmyndir um mannréttindi og náungakærleik.

Á þriðjudaginn síðastliðinn fór fram pólitísk sjónvarpsumræða í Finnlandi um réttindi samkynhneigðra og sátu þar m.a. biskup nokkur og talsmaður Kristilega Demókrataflokksins. Ekki gekk umræðan betur fyrir sig en svo að áhorfendum blöskraði framkoma hinna kristnu og hófu að segja sig úr kirkjunni í hrönnum. Á fimmtudeginum á eftir voru 2.633 búnir að skrá sig úr kirkjunni og sumir miðlar segja að yfir 7.400 manns hafi í heildina skráð sig úr kirkjunni síðan á þriðjudag.

Hin kristilegu gildi kirkjunnar víða um heim virðast orðið í síauknu mæli felast í þrjóskri íhaldsemi, mismununaráráttu og dulbúinni mannvonsku. Enda byggir þetta allt saman á úreltri skruddu sem fyrir löngu er kominn fram yfir síðasta söludag.

Almenningur býr þó til allrar lukku yfir nægri sómatilfinningu til að stjaka kreddunum lengra og lengra út á kantinn og þær detta vonandi innan tíðar með öllu fram af brúninni.

Kristinn Theódórsson 18.10.2010
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Vísun )

Viðbrögð


Ólafur H. Ólafsson - 18/10/10 10:50 #

Skora á alla að íhuga það allverlega að segja sig úr þjóðkirkjunni og lesa bókina "Ranghugmyndin um Guð" eftir Richard Dawkins.


Jóhann - 18/10/10 12:17 #

Talan er núna komin upp í 20.000 úrsagnir. http://yle.fi/uutiset/news/2010/10/church_resignations_now_exceed_20000_2064653.html


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 18/10/10 15:31 #

Takk fyrir ábendinguna, Jóhann!


Jon Steinar - 19/10/10 20:36 #

Væri ekki úr vegi að fá svona umræðuþátt hér og gæta þess að prelátarnir svari spurningum sem beint er til þeirra. Það hefur vantað ansi mikið upp á það.

Nú er til dæmis kjörið tækifæri til að ræða trúboð þeirra í skólum og bjóða t.d. foreldrum að tjá sig um vitleysuna.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.