Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Örlítið um syndina

Í kristni er sífellt hamrað á því að allir séu syndugir og skorti guðs dýrð eða eitthvað slíkt kjaftæði. Þessum áróðri er meira að segja haldið að börnum í skólakerfinu.

Þessi syndabyrðiskenning kirkjunnar er nöturlegt siðleysi og ætti ekki að fá að viðgangast. Þetta elur á sjálfsniðurlægingu og ábyrgðarleysi, því mönnum er talið trú um að leita þurfi sér náðar með skriðkvikindishætti gagnvart almættinu.

Syndainnrætingin er kúgunartæki.

Ég er syndlaus. Ég er ekki á valdi þessarar hugmyndfræði og get því hnarreistur gengið um gáttir án þess að finna fyrir þrúgandi syndabyrði. Á sama tíma er ég ekki ábyrgðarlaus, því ég veit sem er að ég ber sjálfur ábyrgð á athöfnum mínum og orðum og að enginn guð getur gefið mér upp sakir í þeim efnum.

Sá yðar er syndlaus er kasti fyrsta steininum. Í krafti syndleysis míns kasta ég óhræddur öllu því grjóti sem mér sýnist í átt að kristinni kirkju og kenningum hennar. Ég segi: Niður með nöturlega og siðlausa innrætingu í skólakerfinu. Burt með kirkjubáknið og forheimskandi kenningar þess.

Birgir Baldursson 21.01.2009
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 21/01/09 15:30 #

Ágsborgarjátningin er ein af játningum kirkju Lúthers gyðingahatara hér á landi, ríkiskirkjunnar. Þar segir:

Eftir fall Adams fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd, en það merkir án guðsótta, án guðstrausts og með girnd. Þessi upprunasjúkdómur eða spilling er raunveruleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda.

Þetta er grundvöllur þess að börn eru skírð. Tilgangurinn er frelsun frá spillingu kornabarnsins, ekki nafngjöf. Sjúkt.


DoctorE - 21/01/09 16:01 #

Það er bara ein synd í kristni.. að dýrka ekki fjöldamorðingjann í geimnum.. allt annað er fyrirgefið því annars væru kirkjur gagnslausar Þetta með að kasta steininum... þetta er seinni tíma tilbúningur, eins og svo margt annað í biblíu

Takið eftir í þessu myndbandi hvernig kristni virkar... munið í leiðinni eftir eigum ríkiskirkju á íslandi. Þetta er smækkuð mynd af sögu kristni í heiminum okkar http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/777925/


Dvergurinn - 21/01/09 17:28 #

Eftir fall Adams fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd

Mér sýnist að þarna sé komin smuga í kerfið. Ættu glasabörn ekki að vera undanskilin erfðasyndinni?


Ásta Elínardóttir - 21/01/09 22:07 #

Haha ég var einmitt að velta þessu sama og Dvergurinn bendir á fyrir mér.


Björn Ómarsson - 21/01/09 22:16 #

Heyrðu jú, Dvergur minn góður, það hlýtur að vera! Glasabörn fæðast syndlaus! Geriði ykkur grein fyrir því hvaða afleiðingar þessi augljósa, óhrekjanlega staðreynd (sem er nota bene ekkert fáránleg eða heimskuleg) hefur fyrir vísindasamfélagið! Hugleiðið eftirfarandi:

  1. Glasabörn eru Syndlaus, a.m.k. fram að fæðingu, þegar þau fá loksins tækifæri til að klúðra öllu með óhreinum hugsunum um mömmu sína.

  2. Jesús er Eina Manneskjan sem er fullkomin, þ.e. Syndlaus.

  3. Af því leiðir að Glasabörn hljóta að vera Jesús endurholdguð! Í það minnsta fram að fæðingu (sjá púnkt nr. 1).

  4. Athugum nú að Stofnfrumurannsóknir krefjast þess að fósturvísar (óeðlilega getnir) verði "drepnir" í tuga tali.

Það ætti nú að vera öllum ljóst (útfrá púnktum 3 of 4) að Vísindamenn sem stunda rannsóknir með stofnfrumur DREPA JESÚ á hverjum degi með köldu... ekki blóði, fósturvísar hafa ekki svoleiðis.... köldum innanfrumuvökva!

Þetta kallar á tafarlausa fordæmingu allra þeirra bjána sem taka mark á svona rugli.


Árni Árnason - 22/01/09 10:34 #

Snjallir peningamenn vita að fátt gefur betur í aðra hönd en eitthvað sem mallar stanslaust æ og síð eins og óstöðvandi uppspretta. Syndin hefur verið kirkjunni drýgsta peningamaskínan í gegn um aldirnar. Með látlausum áróðri um að allir séu syndugir, fæðist syndugir og allt sem þeir gera sé syndsamlegt hefur þeim tekist að gera stóran hluta mannkyns að hýslum fyrir sníkjulíf sitt með þeim árangri að þeir sjálfir geta lifað í velystingum sitjandi á ótæmandi fjársjóðum sem bara vaxa og vaxa á meðan fólk er endalaust að greiða fyrir syndir sínar.

Þó snjallir séu hefur þó hinum íslensku féflettum ekki tekist að finna upp aðra eins snilld og syndina, enda væru þeir þá ekki á fæðiskeri staddir frekar en kirkjan. Hennar góðæri tekur engan enda.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/01/09 11:54 #

Vel orðað, Árni.

En í tilefni af atburðum næturinnar þykir mér rétt að taka það fram að grjótkastið sem ég tala um í greininni táknar harðar, málefnalegar árásir með stílvopni. Ég er ekkert á leiðinni að fara að kasta gangstéttarhellum í aðstandendur kirkjunnar og fordæmi ofbeldi næturinnar hryggum hug.

Um leið harma ég óheppilega tímasetningu þessa líkingamáls míns.


DoctorE - 22/01/09 13:26 #

Glasabörn eru synd samkvæmt kaþólikkum, gervifrjóvgun er ekki boðleg þar sem það drepur egg/sæðisfrumur, frumur eru mikilvægari en fólk. Þetta segir einn mesti morðingi sögunnar, kaþólska kirkjan :)


anna benkovic - 23/01/09 15:13 #

Já DoctorE...þetta er rétt með "synd" kaþólskunnar!

Hér er svo líka áhugaverð frétt! Ætli biskup sé orðinn hræddur um embættið? http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item247521/


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 23/01/09 15:48 #

Markmið samkirkjulegrar bænaviku er að sameina kristið fólk í bæn fyrir kirkjunni og heiminum.

Kirkjan fyrst, svo heimurinn. Já, endilega að láta guð vita að hann er ekki alveg að standa sig. "Synd" hvað hann virðist heyrnar- eða skilningssljór. Við megum þakka fyrir að eiga andlega leiðtoga sem geta bent honum á og hnyppt í hann þegar mikið liggur við. Halelúja, allir í messu.


Jón Arnar Magnússon - 26/01/09 18:08 #

Við heyrum meira af hinum neikvæða en lítið um hið jákvæða

þegar kemur jákvæð frétt í sjónvarpinu þá er það engin frétt eða hvað?

Hvernig væri að gefa hinu jákvæða meiri stuðning.

Jondi

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.