Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Móđgandi myndbirtingar

Flest finnum viđ innra međ okkur ţann kjarna sannfćringar og lífsgilda, ţá grundvallandi vitund siđgćđis og mannlegrar breytni sem viđ hvikum ekki frá. Arfur af hjörtum foreldra okkar, numiđ af visku međbrćđra okkar, ástargjöf til barnanna okkar. Sú lífsýn sem gefur lífinu gildi, sem réttlćtir tilveru okkar og fćrir okkur skilning á ţví hver viđ erum.

Viđ mörkum okkur skil í huganum, drögum línu í sandi sálarinnar, og segjum hingađ og ekki lengra. Yfir ţessar línu fer ég ekki, handan ţessara skila líđ ég engum ađ vera. Viđ finnum hvert um sig ţau mörk sem skipta okkur máli, sem skilgreina okkur og gefa okkur tilverurétt. Engum skal ţví undra ţađ ţótt mönnum sárni ţegar ráđist er ađ ţessum grunngildum ţeirra, ţau hćdd og lítilsvirt.

Andúđ á ofbeldi

Sjálfsţekking eykst međ aldrinum, mađur áttar sig á kostum sínum og göllum og ţví sem skiptir mann máli ţegar allt kemur til alls. Kjarni lífsgildanna styrkist og verđur sýnilegri hverjum og einum.

Sjálfur hef ég áttađ mig á ţví ađ djúpt í huga mínum hvílir óhagganleg sú sannfćring ađ eitt ţađ mikilvćgasta í lífinu sé frelsi hvers einstaklings til lífs og lima, frelsi til hamingju, frelsi til athafna og ásta. Hvers kyns kúgun og misrétti er mér sem eitur í beinum, helsi hugmyndakerfa jafnt sem hlekkjar harđstjórans.

Ekkert vekur mér ţó jafn mikla óbeit og ofbeldi í hvađa mynd sem er, hvort heldur andlegt eđa líkamlegt. Andúđ mín á ofbeldi er í raun ţađ sem skilgreinir minn innsta sannfćringarkjarna.

Ofbeldiđ gert heilagt

Myndbirtingar ofbeldis eru hvarvetna í kringum okkur. Fréttir og frásagnir af ofbeldi eru óţćgilegur raunveruleiki lífsins en gerir vonandi ţađ gagn ađ minnka ţol okkar gagnvart valdbeitingu og misţyrmingum, enda fer ofbeldi minnkandi í samfélagi okkar og reyndar á heimsvísu líka, ţrátt fyrir á stundum neikvćđan fréttaflutning.

En eitt er ţađ sem sćrir mína dýpstu vitund meira en nokkuđ annađ og ţađ er tilbeiđsla ofbeldis. Ţegar pyntingar og dauđi eru gerđ ađ trúaratriđi, réttlćtt međ vísun til einhverra ćđri máttarvalda, međ tilheyrandi myndbirtingum. Dauđadýrkun er einkamál hvers og eins, svo lengi sem hann gengur ekki á rétt annarra. En ađ ţurfa ađ flagga ţessum ósóma, jafnvel af stolti, slík hegđun vekur međ mér viđbjóđ.

Sjöfalt í yfirstćrđ

Öll minnumst viđ barnatrúarinnar međ hlýhug, sakleysi bernskunnar ţegar jólasveinar gefa í skóinn og jesúbarniđ liggur í jötunni, táknmyndir alls hins góđa í lífinu. Kannski er barnatrúin ćfing ţess ađ viđ getum, sem fullorđiđ fólk, veriđ sannfćrđ um tilvist mannúđar og ástar og réttlćtis? Barnatrúna eigum viđ öll, međ einum eđa öđrum hćtti, og flest ţroskumst viđ frá henni til ábyrgs lífernis.

Lífiđ er stórkostlegt, ást og gleđi, jafnvel sorg og mótlćti eru eldiviđur reynslunnar, og börnin, ţetta stórkostlega kraftaverk náttúrunnar, gefa tilverunni gildi. Viđ fögnum lífinu og höldum hátíđir ţví til heiđurs enda ţarf ekki ađ leita lengi ađ táknmyndum frjósemis innanum jólatré og páskaegg.

Ein er ţó sú hátíđ, eđa vćri nćr ađ kalla ţađ lágtíđ, ţar lífiđ er fjćrri en dauđinn er lofsunginn, píningin dásömuđ og barnatrúin negld á staur. Andaktugir lesa menn hina listilega skrifuđu passíusálma, ekki til ađ gleđjast yfir kveđskapnum heldur til ađ fagna píningunni. Stórkostleg myndlist er innblásin af ţjáningum dauđastríđsins og hengd upp í helgidóminum miđjum til átrúnađar. Sjöfalt og í yfirstćrđ.

Svo er sagt frá ţessu í fréttum, hér fagna menn dauđanum, ţar gleđjast menn yfir píningunni, ţessir syngja ţjáningunni lof, hinir mćra sárin og blóđiđ. Trađkađ á dýpstu sannfćringu allra ţenkjandi manna, grunngildi samfélagsins ađ engu höfđ.

Ađ ţjást og ţola

Eilífar opinberar myndbirtingar ţessarar ofbeldisdýrkunar valda mér ţjáningum. Ađ ég sé móđgađur er vćgt til orđa tekiđ. En ég ţoli ţetta, ég lít undan og vona međ sjálfum sér ađ ţessu linni einn daginn. Frelsi til tjáningar er mér dýrmćtt og ţá um leiđ frelsi til ađ tjá ađrar skođanir en ţćr sem ég tel réttar.

Ţví fylgir einnig frelsi til ađ tjá sig opinberlega, til ađ bođa sína trú og sínar sannfćringar hverjum ţeim sem heyra vill, fullorđnum einstaklingum vel ađ merkja. Trúbođ gagnvart börnum er siđleysa eins og allir sjá.

Ţađ er mín von ađ sem flestir frelsist frá ţví helsi sem ţessi dauđadýrkun felur í sér. Ađ einn daginn ţyki ţađ ekki lengur sjálfsagt ađ fagna píningu og dauđa, ađ birta myndir af blćđandi líkum á opinberum vettvangi, kalla ţađ heilagt og finnast ţađ gott.


Greinin birtist í 24 stundum í dag

Brynjólfur Ţorvarđarson 08.04.2008
Flokkađ undir: ( Hugvekja , Kristindómurinn )

Viđbrögđ


frelsarinn@gmail.com (međlimur í Vantrú) - 09/04/08 08:18 #

Virkilega góđ grein og vel skrifuđ. Sagan af Jesú er skrifuđ af mönnum međ vit og ţroska úr samfélögum fornaldar sem ţekktu engin mannréttindi. Ţađ er móđgun í dag ađ úđa yfir samfélagiđ slíkum vanţróuđum blóđsögum sem heilagri visku, fegurđ og sannleik.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.