Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Könnum um Vinaleið

Samtökin Heimili og skóli eru með könnun á viðhorfi fólks gagnvart Vinaleið á forsíðu vefs þeirra. Nokkuð hefur verið fjallað um Vinaleið á Vantrú og á öðrum vefsíðum.

Takið endilega þátt í könnuninni sem verður í gangi út þennan mánuð. Það þarf varla að taka það fram að Vantrú telur að Vinaleið eigi ekki heima innan grunnskólans.

Matthías Ásgeirsson 17.12.2006
Flokkað undir: ( Vinaleið )

Viðbrögð


Árni Árnason - 20/12/06 12:06 #

Tók þátt í könnuninni, og var svo barnalega bjartsýnn að halda að þeim sem finnst Vinaleið ekki eiga heima innan grunnskólans hlytu að vera í miklum meirihluta, og hlakkaði til þess að eiga þátt í að sparka í liggjandi Kirkju.

Það rann svo upp fyrir mér að útkoman myndi aldrei skifta nokkru einasta máli sama hver hún yrði. Ef viðhlæjendur misneytandi níðinga óþroskaðra barnshuga reyndust yfir 50% yrði "meirihlutagoðsögninni" beitt til að festa þessa ósvinnu í sessi. Ef hinsvegar andstæðingar ítroðslunnar væru yfir 50%, jafnvel 75% gerðist EKKI NEITT. ( samanber ótal kannanir um aðskilnað ríkis og kirkju) Meirihlutakjaftæðið er notað þegar það þykir henta, en snarþagnar þegar það hentar ekki. Af hverju skyldi þetta viðgangast? Hvenær skyldi það renna upp fyrir fólki að trú, trúarbrögð og ríkisrekstur á hvoru tveggja hefur akkúrat ekkert með meirihluta eða minnihluta að gera ? Meirihluti getur kosið þjóðinni stjórn, en meirihluti GETUR EKKI KOSIÐ ÞJÓÐINNI TRÚ.

Af hverju látum við þetta yfir okkur ganga?

Vegna þess að við erum allt of lin.

Við látum troða á okkur með bros á vör. Við skráum okkur úr þjóðkirkjunni og erum voða voða stolt af því að fá að borga skatt af trúleysi okkar til Háskólans.

Hommar og lesbíur sleikja skósóla kirkjuliðsins og biðja grátandi á hnjánum um náð, miskun og giftingu. Af hverju er gay liðið, allir þess aðstandendur, vinir og velunnarar ekki búið að segja sig úr kirkjunni fyrir löngu. Af hverju leita menn þangað sem þeir eru kvaldastir?

Þetta er kallað á fræðimáli Inferiority complex

Við högum okkur eins og mýs undir fjalaketti, og á meðan við við gerum það verðum við aldrei annað.

Fjöldi fólks horfir á rifjaber, kviðþanin börn maula hrísgrjónaslettu úr lófa sér, kemst við og dælir fé í hjálparstofnun kirkjunnar. Hvað gera þeir ? Byggja kapellur, kaupa hátalarakerfi, silkikufla og skrauthatta, senda uppskúfaða biskupa og presta á dagpeningum um hálfan hnöttinn á lakkskónum sínum í forina til þess að vígja svartan krakka til Biskups og halda veislu.

Hvað segjum við? Jæja, alltaf í boltanum?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 20/12/06 13:17 #

Ég er alveg sammála þér, í þessu máli skiptir engu máli hvað meirihlutanum finnst. En það gæti skipt máli hvaða afstöðu samtökin Heimili og skóli taka.


Guðmundur D. Haraldsson - 21/12/06 18:30 #

Svona voluntary kannanir eru alltaf ógildar til að meta hvað fjöldanum finnst. Þær segja einungis hvað þeim finnst sem kjósa, ekkert meira en það.

Og Inferiority complex hljómar eins og hin mesta þvæla, enda runnin undan rótum Freudisma.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 04/01/07 00:46 #

Niðurstaða fengin:

Reglulega eru settar kannanir á heimsíðuna þar sem spurt er um þætti sem tengjast skólastarfi eða umræðum í samfélaginu. Ekki er um vísindalegar kannanir að ræða þar sem ekki er vitað hverjir svara og því ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum þeirra. Þessar kannanir gefa samt ákveðna innsýn inn í það hvernig þeir sem heimsækja síðuna okkar eru að upplifa það sem spurt er um. Mjög misjafnt er hve marigr svara þessum könnunum og ljóst að það gera ekki nærri því allir sem heimsækja síðuna. Í haust hafa verið tvær kannanir á vefnum.

(Í byrjun skólaárs var spurt: Ertu ánægð/ur með það hvernig unnið er með einelti í skóla barnsins þíns? Alls svöruðu 118 manns könnuninni og skiptust svörin þannig....)

Um miðjan nóvember var sett inn ný könnun og spurt: Hvað finnst þér um þjónustu kirkjunnar í grunnskólum er nefnist Vinaleið? Alls svöruðu 5038 könnuninni sem er óvenju mikil þátttaka. Svörin skiptust þannig: 49,7% voru samþykkir því að Vinaleið er jákvæð viðbót við skólastarfið en 50.3% töldu að þessi þjónusta eigi ekki heima innan grunnskólans. Eins og áður hefur komið fram sendi stjórn Heimilis og skóla fyrirspurn um þessa þjónustu til skólanefnda þeirra sveitarfélaga sem hana bjóða. Svör hafa enn ekki borist.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.