Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Persónuleg trú

Margir á Íslandi trúa á eitthvað sem í venjulegum skilningi telst varla til trúar. Að trúa á að það sé til líf eftir dauðann og ekkert annað flokkast undir mjög væga trúarskoðun en margt fólk sem les Vantrú finnst að á sig sé ráðist með persónulegum árásum þar sem lítið er verið að gera úr trúnni.

Þótt Vantrú berjist á móti trú og trúarbrögðum þá er ekki verið að eyða miklu púðri í að berjast við trú einhverja einstaklinga út í bæ sem skilgreint hafa trúna sína langt frá þeim skilningi sem trúarbrögðin setja.

Mjög margir Íslendingar teljast ekki kristnir þótt þeir sjálfir haldi það, fæstir trúa á upprisuna, erfðasyndina og þrenninguna og munu því ekki teljast á neinn hátt kristnir. Einstaklingar sem finnst að þessar grunnvallarsetningar kristinnar kirkju eigi ekki við sig eru því oft búnir að skilgreina trú sem eitthvað mjög óljóst og vægt. T.d. veit ég um fólk sem talar um guð en er í rauninni að meina náttúruna og þau öfl sem henni stjórna.

Þrátt fyrir að Vantrú berjist á móti öllum hindurvitnum þá get ég fullvissað fólk með vægar trúarskoðanir að við erum ekkert sérstaklega á eftir því, þótt við viljum að það mætti velta þessum hlutum aðeins fyrir sér. Það hafa nefnilega allir gott af því að hugsa hvort tilteknar skoðanir séu þess virði að halda í. Margt af því fólki sem les síðuna finnst hinsvegar að sér vegið með þeirri nálgun sem er hér. Vantrú stundar það hinsvegar ekki að gagnrýna skoðanir sem það veit ekki um.

Helsta markmið Vantrúar er að gagnrýna öll hindurvitni sem geta talist skaðlegar samfélaginu, auk þess að ná fram sjálfsögðum rétti trúlausra á Íslandi. Það er nóg af skaðlegum hindurvitnum svífandi um í samfélaginu sem félag eins og Vantrú hefur fullt erindi að gagnrýna. Því er það mikilvægt fyrir lesendur Vantrúar að taka ekki þessa gagnrýni alltaf til sín, við erum nefnilega í langflestum tilfellum að fjalla um hugmyndir sem eru hvað augljósast skaðlegar samfélaginu.

Því vil ég biðja lesendur Vantrúar að skoða frekar raunverulegt innihald greinanna heldur en að láta tiltekið orðalag fara í taugarnar á sér. Orðið trú á sér svo víða skilgreiningu í íslensku máli að þótt greinar hér innihaldi það oft þá er óþarfi að taka það persónulega í hvert skipti sem það birtist.

Jón Magnús 03.12.2006
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Þórgnýr Thoroddsen - 03/12/06 14:32 #

Pantheistar er orðið held ég. Við þá verður ekki ráðið. Kosturinn er þó sá að þeir geta yfirleitt ekki einu sinni skilgreint sig sjálfir og eiga því reglulega erfitt með að smita út frá sér.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 03/12/06 16:34 #

Og það fer ekki inn á leikskólana til að boða trú sína, það er ótvíræður kostur. Þetta fólk er oft á mörkum deisma/pantheisma (algyðistrú). Pantheistarnir eiga reyndar að mínu viti oftast ákaflega vel heim hjá ástatrúarfélaginu.


Þórgnýr Thoroddsen - 04/12/06 11:59 #

Og þeir skynsamari eru þar. :) Ásatrúarfélagið er þeim kosti búið að viðurkenna alla öll þau goð og alla þá vætti sem fólk trúir hugsanlega, tja, eða hugsanlega ekki á.


Halli - 04/12/06 19:55 #

bíðið hægir - þetta er athyglisvert. vona að mér leyfist að spyrja eins og fífl.

ég var að spá í einu varðandi trúleysingja, þá aðallega ykkur meðlimi Vantrúar.

  1. hvað haldið þið (trúið) að gerist þegar þið deyjið? er það bara eins og tölvan sem slökkt er á - eru kannski mismunandi skoðanir innan Vantrúar á þessu?

  2. getur maður (skv. skilgreiningu Vantrúar á trúleysi) haldið sig hafa sál, eða vænst lífs eftir dauðann en samt verið trúlaus?

ég finn þetta bara ekki á síðunni, þ.e. ykkar afstöðu til þess sem gerist við dauðann.

kannski þjáist ég af pantheisma, ég á bara erfitt með að skilgreina það ... ég er ekki sammála trúarbrögðum þeim sem ég hef kynnt mér. kannski er ég með mín eigin trúarbrögð?

það væri altént fróðlegt að fá ykkar hugmyndir um ástand manns eftir dauðann og meinta sál.


Þórgnýr Thoroddsen - 04/12/06 23:08 #

Í stuttu máli, þá já, býst ég persónulega við því að það slokkni á mér eins og tölvu. Tölvur eru þó hinsvegar endurræstar, svo það á kannski ekki við. Meira kannski eins og þegar öll raforkuver springur í klessu og það kemur ekki meira rafmagn, nokkurntíma. Það er kannski meira þannig sem ég sé þetta fyrir mér, líka meira drama og spenna, soldið svona....tja....James Bond fílingur.

En í fullri alvöru, þá já, engin sál og ekkert framhaldslíf. Það er ekkert sem bendir til þess. Trúleysingjar, og sérstaklega vantrúarmenn (no pun intended félagar) hafna öllum mítum og trúum, ekki bara guðstrú heldur álfum og tröllum, nálastungum og aloe vera. Vitaskuld fá nálastungur og aloe vera góð tækifæri til að sanna sig, og það er ekkert því til fyrirstöðu að finna alvöru jákvæða póla á þeim, og í raun munu margir viðurkenna lyfleysuáhrifin í það minnsta (þó það séu líkleg rök fyrir því að það sé ekki bara lyfleysa), ég leyfi mér að staðhæfa þegar það er komið á hreint. OG ÞAÐ ER EINMITT MÁLIÐ. Við trúleysingjar sleppum trú, við reynum að vita. Og guðstilvist er eitt það síðasta sem líkur eru til á að verði sannað, og því eitt það fyrsta sem við höfnum.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 05/12/06 00:52 #

Nákvæmlega Þórgnýr, það bendir ekkert til þess að það sé til sál, hins vegar bendir allt til þess að þegar við deyjum þá sé þetta allt búið, annað er óskhyggja.

Hins vegar er Vantrúarfólk tilbúið að skoða allt en það þarf að vera einhver vottur af sönnunum og þeim mun stærri og meiri sem staðhæfingin er, þeim mun stærri og meiri þarf sönnunin að vera.

Síðan er vert að taka fram að sönnunarbyrðin er á þeim sem heldur hlutum fram eins og til sé sál, gvuð, álfar o.s.frv. Enda er ekki hægt að afsanna allar "crackpot"-hugmyndir og því er sönnunarbyrðin alltaf á þeim sem heldur slíku fram.

p.s. Annars held ég nú að til séu einhverjar sannanir fyrir kostum Aloe Vera en ég set spurningamerki við það þegar hún er notuð í jógúrt ;)


Halli - 05/12/06 14:08 #

Takk fyrir gód svör.

Ég var bara ad spá hvort til væru teir innan trúleysingja sem afneitudu kreddu trúarbragdanna, en væru samt haldnir trú á önnur ósannanleg fyrirbæri.

Persónulega finnst mér ágætt ad trúa á allskonar "mítur", eda a.m.k. gera rád fyrir teim. Kannski spilar vedmál Pascals tar inní :) Trú á sál, álfa og lækningasveppa getur audvitad stadid án trúar á Gud - tad sem ég var ad fiska eftir var hvort innan Vantrúar væru ekki eingöngu teir sem afneita öllu sem ekki er hægt ad sanna, heldur einungis trúarbrögdum og blindri fylgni vid reglur sem bodadar eru af hinum ýmsu spámönnum teirra.

Hvort tarna séu einhverjir sem einungis væru "trúarbragdalausir", en trydu á hluti á bord vid forlögin og álfa, fylgjur og drauga. Tad felst audvitad í ordinu trúleysi ad menn trúa ekki - afneita tví sem ekki er hægt ad vita heldur bara trúa - en trúleysi er kannski slæmt ord, og fellur ekki nógu vel saman vid ordid atheist: "One who has formed an active belief that there are no gods".

Enginn óskhyggja í ödrum málum en teim sem varda tilvist guds, medal Vantrúarmanna og annarra trúleysingja, semsagt?

PS. Ekki skilja mig svo ad ég sé ad rökræda vid ykkur - tetta er bara forvitnisspjall ;)


Þórgnýr Thoroddsen - 05/12/06 14:16 #

Engar áhyggjur, en til að svara þessu með "orðið" trúleysingi, þá hafa oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sprottið upp rökræður um HVAÐA orð skuli nota. Stungið hefur verið upp á guðleysingi fyrir "atheist" og trúleysingi fyrir þessa sem eru mun ítarlegri en það. Síðan hafa líka dottið inn fleiri orð en ég treysti mér ekki til að telja þau öll upp að óskoðuðu máli (og gegnumflettingar í gegnum fleiri þúsund email).


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 05/12/06 14:30 #

Íslenska orðið yfir "atheist" er guðleysingi, þ.e. trúir ekki að tilvist gvuða en getur hins vegar trúað á tilvist hluta eins og álfa, drauga, hugsanaflutning o.s.frv.

Annars mæli ég með þessari grein um Pascal

Ef meðlimir Vantrúar eru haldnir einhverjum hugmyndum sem illa er hægt að rökstyðja þá mega þeir búast við að þær verði gagnrýndar, við erum svo sannarlega ekki lausir undan (málefnalegri) gagnrýni og ef eitthvað er óskum við eftir henni því við viljum hafa rétt(ara) fyrir okkur. Þannig að ef betri skýring er á hlutunum þá skiptum við einfaldlega um skoðun og viðurkennum að gamla skoðunin var röng.

Þessi hegðun er mjög svo í anda sannra vísinda, þ.e. að taka upp þá skoðun sem reynist réttari.


Þórgnýr Thoroddsen - 05/12/06 15:05 #

Af gefnu tilefni er vert að minnast á að það er ekkert gefið mál að hegða sér svona, jafnvel þó maður sé efahyggjumaður. Maður þarf æfingu í að taka gagnrýni og skipta um skoðun, ég á stundum erfitt sjálfur með að viðurkenna vanhugsaðar yfirlýsingar mínar þó ég fari batnandi.


Halli - 05/12/06 18:10 #

Snilldin ein.

Gott ad vera efahygginn og geta efast um sjálfs síns ágæti og sinna skodana (hef alltaf átt í erfidleikum med tad). Jafnframt mjög jákvætt ad einblína á ad gagnrýna hindurvitni sem talist geta skadleg, eins og bent er á ad Vantrú geri, í greininni fyrir ofan.

Ég mun áfram fylgst med störfum ykkar og gledjast yfir teim, en um leid halda í mína hófsömu trú á anda og vitsmunalíf á ödrum hnöttum, án tess ad finna til (of mikillar) hræsni :P

Tad er eitthvad óvidkunnanlegt vid ordid gudleysingi verd ég ad segja - kannski minnir tad of mikid á ordid gudlast - tad er forritad í mann ad gudlast sé slæmt (Gudleysi er audvitad langt frá tví ad vera löstur :)

...

Tetta med Pascal var nú sagt í hálfu gríni, en ég er ekki allskostar sammála Birgi í tessari grein sem tú vísadir á Jón (og nú er ég kominn hættulega nálægt tví ad verda færdur inn á spjallbordid). Fyrir mér hefur vedmálid (eins lítid mark og ég tek á teirri hugmynd) alltaf snúist um ad lifa áfram lífi sínu sem gódur madur en "kaupa lottómidann" til öryggis, án tess ad tví fylgi neinn aukakostnadur. Tannig myndi ég ekki líta svo á ad til ad vera med í vedmálinu tyrfti ég ad taka upp bókstafstrú, t.e. lifa eftir e-i ritningu eda leidsögn annarra, t.d. einhvers trúfélags. Tad eru einmitt tessir menn sem skv. greininni "teljast ekki kristnir þótt þeir sjálfir haldi það" sem mér finnst geta notad vedmálid. Teir (vid?) kannski teljast ekki kristnir skv. kristnum trúfélögum ("rádamönnum kirkjunnar") - en ef teir trúa á tilvist Krists og Guds tá finnst mér ótarfi ad útiloka tá frá tví ad teljast kristnir.

Mín trú (sem kemur og fer) felur ekki í sér undirlægjuhátt eda krefst tess ad neitt í lífi mínu fari forgördum, eins og Birgir gerir rád fyrir í tali sínu um Pascal-vedjara. Gullnu regluna idka ég ekki vegna trúar, heldur sannfæringar (eins og ég geri rád fyrir ad eigi vid um flesta trúleysingja) - Gud, hvort sem hann er mér huggunartæki eda skemmtileg hugmynd, hefur aldrei flækst fyrir mér.

Og tá er ég kominn inn á örlitla gagnrýni á ordaval titt Jón: Persónuleg kristin trú fyndist mér meira videigandi um okkur sem ekki fylgjum prestum og ritningunni. Hvorki Jón eda séra Jón (smá spaug í gangi) geta sagt ad tad sem ég trúi á sé ekki samrýmanlegt kristni. Kristin trú er a.m.k. hugtak sem ég trúi ad rúmi mun fleiri nálganir heldur en tad sem mennirnir sem skrifudu og túlka biblíuna halda fram (trúa).

Ég skil alveg meininguna med greininni um persónulega trú og er sammála tví sem tar kemur fram, fyrir utan tetta med ad teir sem ekki trúa á (sumar/margar) af kenningum kirkjunnar geti ekki talist kristnir. Audvitad verdur ad vera einhver samleid - en hún getur ad mínu mati verid í lágmarki. T.d. finnst mér erfdasyndin fáránleg hugmynd og enganvegin grundvöllur tess ad madur geti talist kristinn.

[fyrirgefidi danska lyklabordid]


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 05/12/06 19:20 #

Jú, greini hans Birgis er aðallega beint að bókstafstrú eða trú sem hefur einhvern raunverulegan átrúnað í för með sér. Fyrir "venjulegt" fólk sem fer aldrei í kirkju (nema við skírn, giftingu, jarðafarir) þá halda rökin ekki eins vel þar sem fjárfestingin í skoðuninni er svo lítil.

Fyrir mig hins vegar þá er Pascal bara asnaleg rökvilla, gerð til að plata mann til að trúa. Ég myndi ekki einu sinni trúa á gvuð þótt raunverulegur væri. Að hugsa til þess að vera tilbiðja einhverja veru er eitthvað svo "desperate" og mikil lítilsvirðing við mann sjálfan.

En eins og ég segi í greininni þá er trú ekki sama og trú. Það eru svo mörg stig að það er oft erfitt að skilgreina hvar fólk er í stiganum en á einum stað er trúin orðin augljóslega skaðleg og ráðsöm. Hvar það er fer líklega mikið til eftir okkur sjálfum og hvernig við skilgreinum hana. T.d. er ég frekar neðarlega í stiganum með þú er kannski um hann miðjan?


Halli - 05/12/06 23:38 #

Já, trú getur verið allskyns. Sum er til ógagns og ég get tekið undir stórann hluta þess sem skrifað er hér á Vantrú um slíka trú, þótt ég hafi einhverja lágmarks(en samt að mínu mati raunverulega) trú. Ég tek a.m.k. ekki mikið af gagnrýninni hér inn á mig :)

Pascal er að mínu mati bara fyndin hugmynd og aum ástæða til að trúa á Guð.

Trúarbrögð sem eru "ofarlega í stiganum" hefur mér alltaf þótt leiðinlegt að horfa upp á - er bæði tímaeyðsla og stundum beinlínis hættuleg eins og svo oft er komið inn á hér. Sérstaklega er leiðinlegt að fylgjast með Þjóðkirkjunni og hennar veldi - margt á þeim bænum er einfaldlega rangt.

Átrúnaður þarf ekki að kosta neitt, ég trúi því að Guð vilji ekkert með það að gera að ég krjúpi fyrir honum eða mæti í kirkjur (honum er slétt sama um kirkjur - ég trúi því :) Sömuleiðis bið ég Guð ekki um að gera neitt sérstakt til að trúa á mig - þetta er meira svona gagnkvæmt virðingarsamband.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 06/12/06 00:13 #

Halli, ert þú ekki bara hinn típíski íslendingur? ;)

Ég tel mig kannast við típuna og myndi telja hana mjög algenga á Íslandi þótt ég hafi ekki gert neina vísindalega rannsókn á því og mun heldur ekki gera :)


Halli - 06/12/06 09:59 #

Jú, ég gæti trúað því að ég væri mjög týpískur að þessu leyti. Mín trúarbrögð eru ekki nákvæmlega skilgreind og jafnvel breytileg að hluta :) Enda styðst ég ekki í einu og öllu við neina fyrirframgefna formúlu, á borð við Nýja Testamentið, til að vita hvað ég trúi á.

Hafði þó fyrir því að hætta í Þjóðkirkjunni á unglingsaldri. Flestir einfaldlega nenna því ekki - en mér finnst mjög mikilvægt að fólk taki afstöðu á þann hátt. Ég bíð alltaf eftir því að fólk fari almennt að átta sig og láta skrá sig í samræmi við sannfæringu sína - það held ég að sé eina leiðin fyrir Þjóðkirkjuna til að átta sig á villum sinna vega í mörgum málum. Það er þetta sem fólkið sem þú talar um í greininni þinni ætti að gera - skrá sig úr stofnuninni, því með henni á það enga samleið.

En þótt trú mín sé "væg" og að einhverju leyti óljós, þá finnst mér hún eiga meiri samleið með Guði heldur en átrúnaður margra innan kirkjunnar - mér finnst ég t.d. betri maður en mennirnir sem standa fyrir Vinaleiðinni góðu (Guð er ekki ánægður með það afvegleidda fólk). Þannig að ég held að við týpísku Íslendingarnir séum á margan hátt betri kristnir menn en mikið af "aktíva" liðinu.

Ég þakka ykkur báðum spjallið.


Þorsteinn Þorvaldsson - 07/01/07 02:31 #

Humm hver veit nema það sé önnur vitund, á er ég ekki að tala um að hver og einn eigi einhverja sérstaka sál... Heldur um að einn daginn eigi eftir að fæðast manneskja, og sú manneskja hafi tilfinningar og allt það sem ég finn.

Svolítið erfitt að útskýra, en það sem ég á við: Hvernig veit ég að ég er ég? Af hverju hef ég tilfinningar? Af hverju hef ég vitund? Er ekki rökrétt að álykta að eftir að ég deyji fæðist önnur lífvera með þessar tilfinningar? Þessa vitund? Og það gæti verið ég?

Skilur einhver hvert ég er að fara?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/01/07 05:20 #

Já, ég skil þig afskaplega vel. Löngum velti ég þessari spurningu fyrir mér, að mín vitund væri stödd í akkúrat þessum líkama og ekkert sem mælti á móti því að hún (þetta ég) gæti birst aftur síðar, eða hefði verið til áður. En ég tel ekki líklegt að svo sé.

Af hverju er ég ekki þú? Af hverju er ég ekki einhver önnur af öllum þeim vitundum sem mannsheilarnir hýsa? Það er væntanlega vegna þess hvers eðlis vitund okkar er, afrakstur heilastarfs. Þetta er mekansíkur prósess sem býr þetta vitundarástand til og þar með hefur hver og einn sitt "ég" að burðast með.

Hvernig á ég að útskýra þetta... Til þess að skepna geti haft sjálfsvitund verður hún að vera meðvituð um þetta "ég". Segjum sem svo að þú smíðaðir vélmenni með svo fullkomnum hugbúnaði að það næði að upplifa sig á sama hátt og við gerum. Ef þú síðan eyðilegðir þennan búnað hyrfi "ég"-ið um leið. Og ef þú smíðaðir aftur annað eins vélmenni yrði þess "ég" ekki það sama og hins. Hvert "ég" er júnikk og afrakstur þess heilastarfs sem skapar það.

Það finnst mér a.m.k. líklegasta svarið við þessari spurningu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/01/07 05:30 #

Það má líka taka dæmi af einhverju öðrum búnaði, t.d. byssu. Segjum sem svo að þú kaupir þér byssu. Þú prófar nokkrar í búðinni og einhvern veginn finnst þér ein þeirra höfða best til þín, þótt allar séu sömu gerðar. Gikkurinn er einhvern veginn hæfilega stífur, miðið nákvæmt og m.a.s. sándið í henni flottara en í hinum. Einhver frávik í allri fjöldaframleiðslu gera það að verkum að okkur finnst tilteknir hlutir hafa "sál". Nú notar þú þessa byssu næstu ár, hún fær á sig rispur og mekanisminn í gikknum slappast. En alltaf finnst þér hún hafa sál og þegar þú prófar byssur sömu gerðar, jafnvel nýjar, finnst þér þín alltaf æðislegust.

Að lokum eyðileggst hún og þú jarðar hana í garðinum hjá þér með viðhöfn.

Þessi byssa verður aldrei búin til aftur. Þótt þú fengir framleiðandann til að sérhanna fyrir þig byssu með öllum sömu eiginleikum, setja í hana allar sömu rispurnar og ná fram öllum hinum sama fíling, þá verður það aldrei sama byssan, sama eintakið.

Við sjálf erum ekki einu sinni sama eintakið og við vorum fyrir áratug. Hver einasta fruma í okkur inniheldur önnur mólíkúl en hún gerði fyrir svo löngu síðan og heilastarfsemin er önnur, fullt af lærdómi og reynslu hefur breytt og mótað skoðanir okkar og upplifanir. Við eigum í raun aðeins eitt sameiginlegt með einstaklingum sem við vorum fyrir 10 árum, minningar og reynslu fram að þeim tíma. Samt er fullt sem sá einstaklingur mundi sem við erum búin að gleyma og reynslan sem mótaði hann er annað hvort líka gleymd eða hefur vikið fyrir annarri nýlegri og sterkari reynslu.

Þú verður aldrei aftur einstaklingurinn sem þú varst fyrir 10 árum. Af hverju ættir þú þá einvern tíma síðar í veraldarsögunni að koma fram sem sá einstaklingur sem þú ert í dag? Það eru engar forsendur til þess, því minni okkar, karakter og reynsla á sér allt forsendur í heilastarfinu. Og þessi heili hættir að framleiða vitundina "þig" um leið og hann drepst.


Guðmundur Sigurðsson - 07/01/07 10:28 #

Frumlegar og skemmtilegar pælingar,eitt er víst að andagift af þessu tagi,fá menn ekki í kirkjum.


danskurinn - 07/01/07 12:58 #

Birgir skrifar: ”Hvernig á ég að útskýra þetta... Til þess að skepna geti haft sjálfsvitund verður hún að vera meðvituð um þetta "ég". Segjum sem svo að þú smíðaðir vélmenni með svo fullkomnum hugbúnaði að það næði að upplifa sig á sama hátt og við gerum. Ef þú síðan eyðilegðir þennan búnað hyrfi "ég"-ið um leið. Og ef þú smíðaðir aftur annað eins vélmenni yrði þess "ég" ekki það sama og hins. Hvert "ég" er júnikk og afrakstur þess heilastarfs sem skapar það. Það finnst mér a.m.k. líklegasta svarið við þessari spurningu.”

Þetta verður að skoðast sem mótsagnakennd útskýring. Segjum svo að þú getir smíðað vélmenni sem hefði vitund eins og lifandi vera, en þú virðist ganga útfrá því að það sé möguleiki. A.m.k. er það líklegast miðað við svarið sem þú gefur. Nú hefur það margoft komið fram að þú teljir alla ”sköpun” lífs vera ómögulega nema sem afleiðingu blindrar hendingar. Hvernig getur þú þá gert ráð fyrir eða notað sem rökstuðning í eigin málflutningi að þú sjálfur getir skapað að eigin geðþótta, eitthvað sem hefur vitund og miðdepilskennd eins og lifandi vera hefur?


danskurinn - 07/01/07 13:24 #

Birgir skrifar: "Það má líka taka dæmi af einhverju öðrum búnaði, t.d. byssu."

Dæmið um byssuna er ekki fullnægjandi. Byssa er ekki sambærileg við lifandi veru með vitund, hugsanir og tilfinningar. Dæmið um byssuna svarar í engu spurningunni um hvort vitund okkar eða miðdepilskennd sé einungis hluti af heilastarfsemi eða hvort heilastarfsemin og karakter okkar er hluti af vitund okkar.

Heilinn í fjöldamorðingja er eins "eðlilegur" og heilinn í páfanum eða heilinn í Mozart. Séu þessir heilar skoðaðir verður ekki hægt að segja hver tilheyrir hverjum. Þeir eru eins. Ótölulegur fjöldi heila hefur verið krufinn og skoðaður og ekkert liggur fyrir um hvernig vitund og karakter verður breytileg milli þeirra einstaklinga sem nota heilana. Munurinn virðist ekki liggja í efnislegri gerð heilanna. Það er því eitthvað annað sem skapar breytileikann.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/01/07 05:53 #

Jú, danskur. Reynsla okkar skráist í heilavefinn, réttara sagt taugarbrautirnar á milli frumanna og það breytir heilanum sjálfum, ekki útlitslega, heldur hvað varðar innihald. Þessar breytingar hafa svo áhrif á heilastarfið. Heilastarf siðblindingja er því annað en venjulegs manns með siðferðiskennd og hegðunin dregur síðan dám af því.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/01/07 05:54 #

Nú hefur það margoft komið fram að þú teljir alla ”sköpun” lífs vera ómögulega nema sem afleiðingu blindrar hendingar.

Þetta eru strámannsrök. Ég tek iðulega fram að náttúruvalið móti þann efnivið sem felst í tilviljunarkenndum stökkbreytingum og sníði þannig tegundirnar þannig að best henti breytilegu umhverfi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/01/07 06:41 #

En meginpunktur minn í allri þessari samlíkingu er sá að við höfum einhvern tendens til að gera öllu mögulegu upp karakter. Okkur finnst dýr hafa persónuleika, bílar líka og byssur. Okkur finnst sem við sjálf höfum slíkan og auðvitað aðrir.

Kannski er persónuleiki skepna og hluta bara blekking, þar með talið okkar eigin. Hver veit.


diana - 04/04/07 02:04 #

bíddu..ekki að ráðast á persónulega trú heldur trú? ég er kristin..það er min trú..er það þá ekki mín persónulega trú?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/04/07 02:40 #

Við gagnrýnum trúna sem slíka en skiptum okkur að sjálfögðu ekki að því hvort fólk trúi og þá hverju. Vörum þess í stað við skaðseminni og ranghugmyndunum sem þessu fylgja. Reynum að fá fólk til að hugsa, ástunda gagnrýna hugsun og trúa ekki öllu blint.


Anna - 18/10/07 16:34 #

"Í stuttu máli, þá já, býst ég persónulega við því að það slokkni á mér eins og tölvu. Tölvur eru þó hinsvegar endurræstar, svo það á kannski ekki við. Meira kannski eins og þegar öll raforkuver springur í klessu og það kemur ekki meira rafmagn, nokkurntíma. Það er kannski meira þannig sem ég sé þetta fyrir mér, líka meira drama og spenna, soldið svona....tja....James Bond fílingur."

Vá hvað mig hlakkar til að deyja.


Hjortur Brynjarsson (meðlimur í Vantrú) - 18/10/07 20:53 #

Eitt orstutt vardandi Pascal. Tvi er fleygt (og tad er ju einmitt ''pointid'') ad vedmal Pascals bjargi ter ef gud er til og ef hann er ekki til ta er tad i versta falli skadlaust. Tad eru rokin sem notud eru i tessu afmarkada tilviki FYRIR tvi ad trua a gud. En hvad ef vid veljum rangan gud ad trua a?? Hvad ta?? Tad eru "til" morgthusund gudir sem haegt er ad velja ur til ad trua a. Svo eg vitni nu i heimspekinginn Homer Simpson: ''Suppose we've chosen the wrong god. Every time we go to church we're just making him madder and madder''

Vardandi daudann ta held eg ad tad se ekkert nema oskhyggja ad imynda ser ad tad se lif eftir daudann. Mannfolkid hefur verid hraett vid daudann og ta ovissu sem daudanum fylgir sidan alveg fra upphafi sidmenningarinnar. Kirkjan hefur einmitt alid a tessum otta og er su otta-herferd ad morgu leiti grunnur teirra vinsaelda sem skipulogd truarbrogd tvi midur eiga ad fagna.

Personulega er eini otti minn vid daudann sa a eg rotni og verdi ad mold, uppbreytist svo haegt og rolega i tre, verdi svo sagadur nidur og notadur sem prentpappir fyrir bibliuna. Eg get ekki imyndad mer skelfilegri afleidingar kolefnishringsins.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.