Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Nađurvaldi

Dýrahringurinn eins og hann birtist okkur í stjörnuspám er ekki allur ţar sem hann er séđur. Líklegt er ađ ţeir lesendur sem eiga afmćli um ţetta leyti árs séu hreinlega alls ekki í ţví stjörnumerki sem almennt er haldiđ fram.

Í dag, 30. nóvember, gengur sólin inn í stjörnumerkiđ Nađurvalda sem er 13. stjörnumerki dýrahringsins. Ekki er víst ađ margir kannist viđ merkiđ enda er ţađ frekar lágt á himni séđ frá Íslandi. Nafniđ „Nađurvaldi“ er svolítiđ sérkennilegt en fyrr á tíđ ţóttust menn sjá mynstur stjarna sem minnti á garp sem hélt á slöngu (nöđru). Hugmyndir hafa komiđ fram ađ stjörnumerkiđ eigi ađ tákna Asklepius sem var guđ lćkninga í Grikklandi til forna.

Ţótt stjörnumerkin sjáist ekki ađ degi til er samt hćgt ađ reikna út hvar sólin er stödd á himninum međ ađstođ stjörnukorta. Ţađ gerist svo einstaka sinnum ađ allir fá tćkifćri til ţess ađ sannreyna í hvađa stjörnumerki sólin er ţegar tungliđ gengur fyrir sólskífuna í almyrkva á sólu og myrkur skellur á um miđjan dag.

Sólin er í Nađurvalda frá 30. nóvember til 18. desember.
Sólin er í Nađurvalda frá 30. nóvember til 18. desember.

Nađurvaldi er í hópi elstu stjörnumerkjanna á himinhvelfingunni. Ţótt mörk stjörnumerkjanna hafi ekki veriđ fastsett af stjarnfrćđingum fyrr en 1930 hafđi Ptólemeios áttađ sig á ţví ađ sólin gengi í gegnum stjörnumerkiđ strax á 2. öld e.Kr í riti sínu Almagest sem er međal áhrifamestu rita um heimsmynd fornaldar.

Hér er listi yfir ţau 13 stjörnumerki dýrahringsins sem sólin gengur um:

StjörnumerkiDags. m.v. stjörnuspekinaSólin er í merkinu
Hrúturinn21. mars - 19. apríl19. apríl – 14. maí
Nautiđ20. apríl – 20. maí14. maí – 21. júní
Tvíburarnir21. maí – 20. júní21. júní – 21. júlí
Krabbinn21. júní – 22. júlí21. júlí – 11. ágúst
Ljóniđ23. júlí – 22. ágúst11. ágúst – 17. september
Meyjan23. ágúst – 22. september17. september – 31. október
Vogin23. september – 22. október31. október – 23. nóvember
Sporđdrekinn23. október – 22. nóvember23. nóvember – 30. nóvember
Nađurvaldi 30. nóvember – 18. desember
Bogmađurinn23. nóvember – 21. desember18. desember – 19. janúar
Steingeitin22. desember – 19. janúar19. janúar – 16. febrúar
Vatnsberinn20. janúar – 18. febrúar16. febrúar – 12. mars
Fiskarnir19. febrúar – 20. mars12. mars – 19. apríl

Eins og sést hér ađ ofan er sólin mislengi í stjörnumerkjunum. Ţađ vćri nú nokkuđ sérkennileg tilviljun ef sólin vćri nákvćmlega mánuđ í hverju ţeirra og fćrđi sig alltaf á milli á miđnćtti!

Á ţeim tíma ţegar stjörnuspekikerfiđ var í mótun fyrir nokkur ţúsund árum var ţađ miklu nćr raunverulegum dagsetningum en nú er. Ţađ er pólvelta jarđar sem veldur ţví ađ stađsetning sólar á himninum hefur fćrst um u.ţ.b. mánuđ frá ţeim tíma. Stjörnuspekingar ćttu samt ekki ađ örvćnta ţar sem sveiflan vegna pólveltunnar tekur um 26.000 ár. Dýrahringurinn kemst ţví aftur nálćgt ţví ađ passa eftir rúmlega 20.000 ár (ef litiđ er framhjá ţví ađ sólin dvelur mislangan tíma í merkjunum!).

Í ţessu stutta yfirliti höfum viđ algerlega sneitt hjá ţví ađ rćđa um ţá forsendu stjörnuspekinnar ađ kraftar frá reikistjörnunum geti haft áhrif á líf okkar (sem eru í raun álíka sterkir og kraftar frá mýflugu á handarbaki lesandans).

Hér er önnur grein á Vantrú sem fjallar um stjörnuspeki

Á Stjörnufrćđivefnum er hćgt ađ lesa sér meira til um stjörnumerkiđ Nađurvalda

Heimildir:

Myndin er fengin úr Starry Night Pro stjörnufrćđiforritinu

Sverrir Guđmundsson 30.11.2006
Flokkađ undir: ( Kjaftćđisvaktin , Nýöld )

Viđbrögđ


Gulli - 01/12/06 22:04 #

Ţađ var nú ekkert merkileg tilviljun ađ sólin var jafnlengi í hverju stjörnumerki fyrir sig ţegar Babylóníumenn skiptu himninum upp í 12 jafnstór svćđi og nefndu ţau ţeim nöfnum sem viđ ţekkjum í dag. Sennilega fyrsta alvöru tímataliđ, taliđ allt ađ 7.000 ára gamalt. Sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Zodiac


Lárus Viđar (međlimur í Vantrú) - 02/12/06 14:36 #

Nú skil ég ekki, sólin er ekki jafnlengi í hverju stjörnumerki fyrir sig, ekki heldur hjá Babýlóníumönnum.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.