Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Að herja á börn

Ég er ótrúlega reiður þessa daganna. Sjaldan sem ég hef verið jafn reiður. Ég hef samt að mestu náð að fela það. Þó hef ég tekið frekar harkalega til orða á netinu nokkrum sinnum undanfarið, harkalegar en ég geri venjulega.

Mér finnst bara svo gjörsamlega óþolandi að Þjóðkirkjan sé að reyna að koma kristniboði inn í skóla landsins, bæði grunn- og leikskóla. Það að þessu fólki þyki bara allt í lagi að taka völdin svona af foreldrum finnst mér svo siðlaust að það er engu líkt. Aldrei myndi mér detta í hug að það ætti að predika það í skólum að guð sé ekki til eða að trúleysi sé eina raunhæfa lífsskoðunin. Ég er einfaldlega ekki slíkur skíthæll að mér detti í hug að slíkt sé réttlætanlegt.

Þetta fólk felur sig á bak við góðan ásetning og falleg Orwellísk nýyrði, "Vinaleið" og "Kærleiksþjónusta". Það virðist gleyma því að það besta sem er að finna í boðskapi Jesú (þó hún eigi sér vissulega ekki uppruna hjá honum) er gullna reglan sem segir okkur einfaldlega að við ættum að reyna að setja okkur í spor náungans. Við eigum að reyna að skilja hvernig hegðun okkar hefur áhrif á aðra.

Það þýðir ekki að ég eigi að hugsa "mér þætti gott ef börnin mín yrðu trúlaus þannig að ég ætla að neyða mínum trúleysisboðskapi upp á börn annarra". Að sama skapi er það ósamrýmanlegt gullnu reglunni að hugsa "ég vil að mín börn séu kristin þannig að ég ætla líka að troða mínum boðskapi upp á börn annarra svo þau verði kristin, hvort sem foreldrarnir vilja það eða ekki, þetta er þeim fyrir bestu".

Það dettur engum í hug að grunnskólabörn eigi að geta rökrætt um stjórnmál innan skólans (þó ég efist ekki um að það finnist börn í efstu bekkjunum sem eru fær um það) en trúmál virðast af einhverjum ástæðum að hafa einhverja sérstaka stöðu þarna. Hvers vegna er það að stór hluti þeirra sem vill endilega ræða við börn um trúmál er algjörlega laus við það að vilja stunda rökræður við fullorðið fólk um trúarskoðanir sínar?

Börn eiga hins vegar ekki að þurfa að standa í því að þurfa að verja þær trúarskoðanir sem foreldrar þeirra aðhyllast. Börnin eiga ekki heldur að þurfa að verða einhver sértilfelli í skólakerfinu vegna trúarskoðana foreldra þeirra. Áróður fyrir trúarskoðunum á einfaldlega ekki heima í skólum sama hve þeir sem aðhyllast þær eru sannfærðir um ágæti þeirra.

Óli Gneisti Sóleyjarson 08.11.2006
Flokkað undir: ( Skólinn , Vinaleið )

Viðbrögð


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 08/11/06 09:41 #

Góður Óli. Það er einmitt út af þessu sem við eigum að tala tæpitungulaust um málin og ekki tipla á tánum kringum þetta lið. Við megum alveg sýna okkar tilfinningar þegar á okkur er ráðist því þessu krissaliði er skítsama um okkur og ætlar bara að vaða áfram eins og það kemst og fer svo að kjökra eins og móðgaðir ömmuprestar ef það fær mótstöðu í sínu barnaníði.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 08/11/06 10:28 #

Nákvæmlega. Eitt er að hirða af okkur skatt til að kosta kirkjubyggingar og laun preláta en við hljótum að mega hafa börnin okkar í friði inni í skólum þessa lands. Kirkjan er komin langt yfir strikið. Það er borin von að vænta einhvers skilnings eða tillitssemi hjá kirkjunnar mönnum, svo undarlegt sem það kann að hljóma í eyrum sumra en við eigum heimtingu á að stjórnendur skóla, yfirvöld skólamála í bæjarfélögum og menntamálaráðuneytið virði grunnskólalög, aðalnámsskrá, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. Þetta fólk skal kallað til ábyrgðar.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 08/11/06 12:02 #

Hvers vegna er það að stór hluti þeirra sem vill endilega ræða við börn um trúmál er algjörlega laus við það að vilja stunda rökræður við fullorðið fólk um trúarskoðanir sínar?

Já, góður punktur. Hvers vegna í ósköpunum?


Jói - 08/11/06 15:19 #

Kærleiksþjónusta? Það hljómar soldið eins og veigrunorð fyrir vændi.


steinar - 08/11/06 20:00 #

Ég er 16 ára nemandi í MH og mér finnst rétt að vekja athygli á því að í lífsleikni um daginn var fræðsla á vegum þjóðkirkjunar um sorg og sorgarviðbrögð. Er það bara ég eða ætti slík að vera í höndum menntaðra sálfræðinga. Menntaskólar eru því engu síður skotmörk
þjóðkirkjunnar


khomeni - 08/11/06 20:25 #

Þjóðkirkjan er búin að láta búa til kennsluefni fyrir framhaldsskólana. Þeir eru að herja á skólakerfið.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/11/06 20:36 #

Þetta eru vampírur. Moðerfokking vampírur.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 08/11/06 21:30 #

Á prestastefnu 2003 var flutt erindi starfshóps sem Halldór Reynisson á biskupsstofu skipaði til að þróa þetta námsefni, einn af þremur í hópnum var núverandi "skólaprestur" í Garðabæ. Lesið þessa lýsingu á stefnu kirkjunnar í skólum.

Hér eru þrjú brot:

"Þjóðkirkjan hefur lengi haft ágætan aðgang að grunnskólunum og samstarf við leikskóla hefur farið ört vaxandi síðustu ár. Nú er kominn tími til að sá góði árangur sem náðst hefur í barna og unglingastarfi nái einnig til ungs fólks á framhaldsskólaaldri."

"Eins og það eru námsráðgjafar og sálfræðingar tengdir skólunum, sé ég fyrir mér djákna eða prest í hvern framhaldsskóla. Draumur okkar er að kirkjan nái að vera eðlilegur hluti af framhaldsskólunum."

"Lokaorð Síðustu orð Jesú til lærisveinanna voru: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum...“ Hlutverk kirkjunnar er skýrt, að fara með boðskap Jesú og fara að fordæmi Jesú."

Er það furða að Halldór skilji ekki hvað við er átt þegar talað er um trúboð?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/11/06 21:35 #

Mér finnst alveg ótrúlega óheiðarlegt hvernig Halldór rembist við að halda því fram að alls ekki sé um neitt trúboð að ræða í ljósi þess sem Reynir vísar hér á. Það þarf að benda fjölmiðlum á þetta.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 08/11/06 21:52 #

Já, þeir skjóta óðum "sóknarfæra"-öngum sínum að framhaldskólunum. Þeir vilja gjarnan að "vönduð" trúarbragðafræðsla verði komið í öllum framhaldsskólum, að þeirra mati.

En þeir hafa um nokkra tíð haslað sér völl innan lífsleikni og reynt að koma fræðslu sinni inn sem valgrein.

Ég var í MH, en ég lendi ekki í presti í lífleikni, heldur leikhúskennara, hún var fín.

En Steinar, þú mátt búast við kristilegum stefum ef þú tekur félagsfræði hjá hinum glans-skallaða Byrni Bergsyni. Hann er algjör sorgarperri eins og mikið af þessu krissaliði. Eitt sinn bað hann okkur í bekknum að skrifa - á hin opinskáasta og persónulegasta hátt - um einhverja gífurlega sorg sem við hefðum einhvern tímann gengið í gegnum. Hann hét "fullum trúnaði", með frekar ótrúverðugum hætti. Hinsvegar grunaði ég sterklega að hann væri bara að sanka að sér rúnkefni. Og ég skrifaði honum heldur ekki neina sorgarsögu. Enda ætlaði ég ekkert að gefa honum ástæðu til að rúnka sér.


khomeni - 08/11/06 22:18 #

Hví er Vantrú ekki boðið í lífsleiki að kynna trúleysi? Það væri rosalega sterkur leikur að setja saman nett námskeið um trúleysi..

Framhaldsskólanemar eru ekki fífl. Þau sjá í gegnum þetta ógeðfelda trúboð.


Steinar - 08/11/06 22:58 #

Persónulega yrði ég mjög hrifin af því að sjá Vantrúarmeðlimi "troða upp" í Lífsleiknitíma. Er ekki málið að vantrú komi því í verk, sem mótsvar við
trúboðum þjóðkirkjunnar innan skólakerfisins.


khomeni - 09/11/06 00:29 #

Gneisti!

Sendu þessa grein í Blaðið/Fréttablaðið eða Moggann. Þetta er frábær grein...


Örvar - 09/11/06 06:40 #

Þá held ég að það sé orðið óhætt að hætta þessu jóla og páskastandi í skólum, því að eins og allir vita tengist það trú og auðvitað eru sagðar sögur af Jesú í kringum það. Og á að halda krakka algjörlega utan við öll trúmál þangað til hann er orðinn nógu þroskaður til þess að gera upp á milli hvað hann vill. Því að ekki getur 6 ára krakki gert upp á milli þó hann fái fræðslu um þetta allt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/11/06 08:57 #

Jól eru heiðin hátíð. Sjá m.a.:


Árni Árnason - 09/11/06 09:47 #

Eftirfarandi tilvitnun og eigin orð Hrundar Þórarinsdóttur djákna segja allt sem segja þarf, um undirförli og slægð þessa krosshangaliðs.

„Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum...“ Hlutverk kirkjunnar er skýrt, að fara með boðskap Jesú og fara að fordæmi Jesú.

Núna höfum við tækifæri, við höfum aðgang að framhaldsskólunum í gegnum lífsleiknina.

Draumur okkar er að kirkjan nái að vera eðlilegur hluti af framhaldsskólunum.

( tilvitnun lýkur)

Takið eftir - " AÐGANG... Í GEGNUM "

Hún segir nánast berum orðum að lífleiknin sé Trójuhesturinn sem kemur þeim með sína trúarþvælu inn fyrir dyr skólanna.

Ég er algerlega að fara á límingunum yfir þessum viðbjóði. Hvert er þetta þjóðfélag að fara eiginlega? Í gegn um mína skólatíð alla, barnaskóla, gagnfræðaskóla, menntaskóla og áfram, minnist ég aðeins eins atviks þar sem kirkjan ruddist inn á okkur. Það var þegar presturinn kom og sagði: "Jæja krakkar nú EIGIÐ þið að fermast í vor"

Nú virðist þetta vaða uppi á öllum skólastigum. Við verðum að spyrna við fótum ef þetta þjóðfélag á ekki að verða einn helvítis halelújakór.

Hallóóóóó - það er komin 21. öld, en við stefnum hraðbyri aftur í miðaldir.


Arnold Björnsson - 09/11/06 09:51 #

Og leikskólana líka. sjá hér


Örvar - 09/11/06 22:15 #

Það er greinilegt að þið hafið ekki kynnt ykkur námsskrá grunnskóla mjög vel. Kristinfræði er til dæmis ekki kennd lengur, heldur trúabragðafræði, þá sjáið þið að krakkar fá fræðslu um flest trúabrögð sem er hið besta mál. En afhverju gerið þið ekki eitthvað gott fyrir krakkana...því að það er nú það sem að trúaðir eru að reyna að gera. Þeir eru ekki að flytja vondnan boðskap. Ég hef að minnsta kosti ekki orðið var við það.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 09/11/06 22:19 #

Þetta er nú bara rangt hjá þér Örvar, námsgreinin heitir Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði. Ég hef kynnt mér aðalnámskrá mjög vel.


Örvar - 10/11/06 03:35 #

Ég hef unnið í grunnskóla í fimm ár, og í þessum tímum sem ég hef verið inni í er ekki lögð meiri áhersla á Kristnitrú en aðra trú, sama hvað þetta kallast í námsskránni. Kennarar eru almennt opnir fyrir þessari umræðu, og ekki með neitt sem heitir áróður.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 10/11/06 03:58 #

Örvar: Þú svarar ekki punktinum hans Óla, samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er kennd kristinfræði og meiri áhersla er lögð á kristni heldur en önnur trúarbrögð. Kannski er ekki farið eftir aðalnámskránni í skólanum þínum, en það breytir því ekki að svona er námskráin (og kennsluefnið).

En afhverju gerið þið ekki eitthvað gott fyrir krakkana...því að það er nú það sem að trúaðir eru að reyna að gera. Þeir eru ekki að flytja vondnan boðskap. Ég hef að minnsta kosti ekki orðið var við það.

Ég er með tvær hugmyndir. Ananrs vegar að búa til stöðu skólatrúleysingjans sem getur hlustað á vandamál krakkanna og rætt við þau, og um leið boðað þeim trúleysi (er það nokkuð vondur boðskapur?). Finnst þér ekki að við ættum að taka upp stöðu skólatrúleysingja í skólum?

Hins vegar gætum við haft einhvern í skólunum sem hlustar á krakkana og ræðir við þá, en boðar þeim hvorki kristni né trúleysi. Hvað segirðu um þessa hugmynd?


Arnold Björnsson - 10/11/06 06:03 #

Örvar,

Þegar aðalnámskrá grunnskóla er skoðuð þá kemur í ljós að í gegnum kristinfræðsluna fær kirkjan góðan vetvang til kristniboðs. Þar er börnum kennt bænahald. Í þrepamarkmiði 1. bekkjar má lesa eftirfarandi “kynnist kristinni sköpunartrú og skoði sjálfan sig, umhverfi sitt og samskipti við aðra í ljósi hennar” og einnig “geri sér ljóst hvað bæn er og læri að þekkja Faðir vor, kvöld- og morgunbænir og borðbænir”. Hvers vegna þarf að kenna bænir í kristinfræðslu? Er það vegana þess að um leið er börnunum kennt að guð sé til (trúarinnræting) en ekki að kristnir menn telja að guð sé til (fræðsla). Hver er annar tilgangur með því að kenna börnum bænahald nema búið sé að telja þeim í trú um að það sé einhver sem bænheyrir og svari ákallinu. Um önnur trúarbrögð en kristni fá börnin ekki að fræðast að neinu marki fyrr en í 5. bekk vegna skorts á námsefni.

Ég vil líka benda þér á að lesa grein í Morgunblaðinu síðasta Sunnudag þar sem kemur fram að ekkert námsefni er til í trúarbragðafræði fyrr en í 5.bekk. Það getur verið að þinn skóli sé með þetta á réttu róli og að kennarinn hafi útbúið efni um önnur trúarbrögð, en það heyrir til undantekninga í skólakerfinu.

Því má ljóst vera að kristin trú fær nokkurn vegin algjöran forgang fyrstu fjögur árin og framsetningin er með þeim hætti að ekki er hægt að kalla það neitt annað en kristniboð.


Örvar - 10/11/06 16:46 #

Hins vegar gætum við haft einhvern í skólunum sem hlustar á krakkana og ræðir við þá, en boðar þeim hvorki kristni né trúleysi. Hvað segirðu um þessa hugmynd?

Hjalti þetta er mjög fín hugmynd hjá þér og það er þetta sem ég er að meina. En reyndar eru starfsmenn í skólanum sem gegna þessu hlutverki. T.d. Skólastjóri, Deildarstjóri, sálfræðingar og flestir starfsmenn....Íslenska þjóðin er ekki svo trúuð.

En það getur vel verið að þetta sé svona lúmskt í skólakerfinu, en þá ber okkur að breyta því. En það sem ég er að reyna að koma að hérna að þetta vantrúar tal ykkar finnst mér vera komið út í öfgar. Og afhverju prófið þið ekki að tala við einhvern skóla um að fræða krakkana að einhverju leiti um ykkar hugsun í staðinn fyrir að gagnrýna bara aðra?


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 10/11/06 17:15 #

Hjalti þetta er mjög fín hugmynd hjá þér og það er þetta sem ég er að meina.

Þá ertu sammála okkur!

En reyndar eru starfsmenn í skólanum sem gegna þessu hlutverki. T.d. Skólastjóri, Deildarstjóri, sálfræðingar og flestir starfsmenn....Íslenska þjóðin er ekki svo trúuð.

Nákvæmlega! Hvers vegna í ósköpunum að troða trúboða í skólana í staðinn fyrir að styrkja þetta starf?

En það getur vel verið að þetta sé svona lúmskt í skólakerfinu, en þá ber okkur að breyta því.

Já, mér sýnist við bara vera sammála.

En það sem ég er að reyna að koma að hérna að þetta vantrúar tal ykkar finnst mér vera komið út í öfgar.

Hvað áttu við með því?

Og afhverju prófið þið ekki að tala við einhvern skóla um að fræða krakkana að einhverju leiti um ykkar hugsun í staðinn fyrir að gagnrýna bara aðra?

Fræða krakkana um okkar hugsun? Ég vil vita hvað þú átt við með þessu. Ég veit að ég tala fyrir nánast alla í Vantrú þegar ég segi að við viljum alls ekki boða skoðanir okkar í leik- og grunnskóla. En ef til vill er ég að misskilja þig.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.