Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Rökvilla brunnmígsins

Rökvilla brunnmígsins felst í því að sett er fram neikvæð staðhæfing um viðmælandann fyrirfram og gefið í skyn að þess vegna hljóti hann að hafa rangt fyrir sér, með því að láta áheyranda fá slæma tilfinningu fyrir honum áður en hann hlustar á málflutninginn. Dæmi um þetta gæti verið að fundarstjóri kynnti næsta ræðumann og skýrði áheyrendum í leiðinni frá því að hann væri dæmdur stríðsglæpamaður og öfuguggi.

Vésteinn Valgarðsson 28.01.2006
Flokkað undir: ( Rökvillur )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.