Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Heppileg mistök

Við erum afrakstur þróunar, kippa af heppilegum mistökum.

Steve Jones

Ritstjórn 13.11.2004
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Doddi Jo - 13/11/04 23:57 #

Ef við erum mistök og allt klabbið í okkur er tilviljunarkennt prump, þá er enginn tilgangur, vom eða catch í þessu lífi. En Guði sé lof þá er til tilgangur, von og merking í lífinu því Guð er til og hann elskar alla menn án skilyrða. Dýrð sé honum. Jesús lifir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 14/11/04 00:22 #

Þú ert andleg fyllibytta, greyið mitt ;)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 14/11/04 00:25 #

Hver er tilgangurinn í guði?


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 14/11/04 02:23 #

Óli minn, vegir guðs eru órannsakanlegir þannig að það er ekki hægt að svara spurningunni. Hins vegar getur þú ekki sannað að guð sé tilgangslaus.

:I


Lárus Páll Birgisson - 15/11/04 02:11 #

Skarpur punktur hjá þér Véteinn.


Ormurinn - 16/11/04 10:52 #

Þó svo að við gefum okkur að guð sé til og að hann elski okkur alla útskýrir það ekki neitt um neinn tilgang.


Snær - 16/11/04 12:10 #

Tilgangur? Hvað hefur hann með nokkuð að gera?

  1. Ef gvuð skapaði okkur ekki, er enginn tilgangur með lífinu.
  2. Ef gvuð skapaði okkur, er tilgangur með lífinu.
  3. Það er tilgangur með lífinu.
  4. Þar af leiðir, gvuð er til.

Ég gæti haft rangt fyrir mér, en svona virðist mér rökin ganga fyrir sig hjá honum Dodda.

Hljómar þetta sannfærandi?


Guð er svo sannarlega til - 17/11/04 17:33 #

Hann er að tala um að ef allt væri tilviljun og háð tilviljunum þá væri enginn tilgangur að hafa tilgang. Hverju skiptir þá lífið máli. Þessi spurning sem milljónir manna spyrja sig, sumir dag hvern um eðli og tilgang hluta getur þá aldrei verið svöruð eða réttara sagt væri í reynd tilgangslaust að svara því við erum samkvæmt trúleysingjum bara efnisklessudót og öll okkar tilvera er ekki undarlegt ferðalag eins og Tómas Guðmundsson, heldur tilagangslaust og tilviljunarkennd.


Guð er svo sannarlega til - 17/11/04 17:35 #

Ég meinti eins og Tómas Guðmundsson segir


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 18:24 #

En það lýtur einmitt ekki allt tilviljunum, og reyndar lýtur flest ekki tilviljunum. Það eru nefnilega til sk. náttúrulögmál og þau koma reiðu á það sem annars væri óreiða. Náttúrulögmálunum lúta allir þekktir hlutir.


Guð er svo sannarlega til - 17/11/04 19:22 #

En hvernig urðu þessi náttúrlögmál til? Vegna tilviljana eða vegna æðri hugvits sem ég tel milljónum sinnum líklegra? Hvaða lögmáli lúta hinir óþekktu hlutir? Líka lögmálum? Er þyngdarlögmálið afrakstur hugvits eða þróu Samræmist það vísindalegri hugsun að trúa því að svo ?


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 20:34 #

Það samræmist ekki vísindalegri hugsun að gera ráð fyrir einhverju sem ekkert bendir til að sé. Náttúrulögmálin búin til af æðra hugviti? Hvers vegna ætti það að vera? Hvað bendir til þess? Hver bjó þá til þetta æðra hugvit? Þyngdaraflið er hvorki afrakstur hugvits né þróunar.

Hið óþekkta lýtur líka lögmálum. Við höfum ekki ennþá þekkingu á þeim öllum en skilningur okkar batnar með hverjum deginum sem líður.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 17/11/04 20:36 #

Hvers vegna skrifarðu annars undir dulnefni? Hefurðu eitthvað að fela? Eða ertu bara rola? Eða ertu kannski í alvörunni guð að testa mig?


thorvaldurJo - 18/11/04 00:12 #

Ástæðan fyrir því að ég sé að koma undir nokkrum nöfnum er ekki sú að ég sé feiminn eða með eitthvað annað, heldur er ég bara að leika mér.Ekki hélt ég að þið mynduð taka það alvarlega. En ég biðst afsökunar ef það hefur valdið ykkur hugarangri. Smá spurning, án gríns: Sá sem skrifar á þessari síðu, verður hann bara að koma undir einu nafni? Ef svo þá skal ég ætíð koma undir aðeins einu nafni, ég lofa því.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 18/11/04 00:35 #

Mér er persónulega skítsama hvort menn noti dulnefni ef þeir gefa upp gilt netfang. Og þótt þeir gæfu ekki upp gilt netfang er það m.a.s. í lagi ef þeir eru málefnalegir (og ekki sakar að þeir séu skemmtilegir). En þeir sem stunda skítkast undir dulnefni mega búast við að verða kallaðir nafnlausar gungur og að lokað verði á þá.

Það er betra að menn skrifi undir einu nafni, já. Annars er hætt við að þetta endi í einhverju leikriti þar sem menn eru farnir að rífast við sjálfa sig og tefla fram afkáralegu persónugalleríi. Við nennum ekki svoleiðis flaumi. Við sjáum IP töluna og erum tilbúnir að loka á svoleiðis hundakúnstir.

Heiðarleikinn gildir.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.