Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Allir þurfa góða granna

Ég hef átt heima í nágrenni við kirkju, það var ekki gaman. Þjóðkirkjan var ekki góður nágranni, sérstaklega ekki á sunnudagsmorgnum.

Ég vann næturvinnu um helgar, vann til klukkan 5-6 á næturnar. Oft var ég nýsofnaður þegar martröðin byrjaði, kirkjuklukkurnar vöktu mig og þær héldu áfram og áfram. Mig langaði oft til að vinna skemmdarverk á þessum helvítis klukkum.

Þetta er einfaldlega hávaðamengun, þetta er ólíðandi hegðun og þetta er þvílíkt tillitsleysi af hálfu kirkjunnar. Þjóðkirkjan ber augljóslega ekki virðingu fyrir þeim sem eru svo óheppnir að búa í nágrenni við kirkjur, ef þú ert ekki að mæta í kirkju þá átt þú bara samt að vakna.

Þetta sýnir eðli Þjóðkirkjunnar nokkuð vel, það má sjá nákvæmlega sama munstur annars staðar í samfélaginu, þú þarft að læra kristinfræði þó þú sért ekki kristinn, þú þarft að borga til kirkjunnar þó þú sért ekki meðlimur í henni. Ef þú ert öðruvísi þá gefur Þjóðkirkjan bara sk*t í þig.

Hver er eiginlega tilgangurinn með þessum kirkjuklukkum? Mér dettur í hug er að þetta hafi haft einhvern tilgang í sveitinni þegar var verið að kalla til kirkju eða til að láta vita hvað klukkan er. Í dag er enginn tilgangur fyrir þessu, þetta er bara Þjóðkirkjan að minna á tilvist sína, að sýna vöðvana.

Í dag eiga flestir klukkur, fólk gengur með úr eða getur kíkt á farsímann til að vita hvernig tímanum líður. Við erum einnig svo heppin að við erum ekki skylduð til að mæta í kirkjur, við höfum frelsi til að velja og við veljum flest að gefa sk*t í Þjóðkirkjuna.

Kirkjuklukkur minna mig á grunnskóla, þar eru bjöllur notaðar til að kalla á krakkana. Þjóðkirkjan virðist halda að almenningur sé stór krakkahópur sem þurfi að kalla í kirkju, skróphlutfallið er hins vegar gríðarlega hátt.

Óli Gneisti Sóleyjarson 12.12.2003
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Reynir - 23/01/04 12:01 #

hávaðamengun er ólögleg... ég sé ekki af hverju kirkjan ætti að hafa "sinn rétt" í þessu frekar en neinir aðrir...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.