Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Mismunun og mannréttindabrot á trúlausum

Nauđsynlegt er ađ fólk geri sér grein fyrir ţví ađ í hinum frjálsa heimi er hugtakiđ "trúfrelsi" ekki ađeins meint sem frelsi til ađ velja sér trúarbrögđ heldur og ekki síđur sem frelsi FRÁ trú. Ţessi seinni merking hugtaksins og mannréttindi ţví tengt er vel varđveitt í stjórnarskrám flestra lýđrćđisríkja svo sem Bandaríkjanna.

1. TRÚFRELSI:

Allt hugsandi fólk gerir sér grein fyrir ţví ađ á Íslandi er ekki trúfrelsi ţrátt fyrir ákvćđi stjórnarskrár. Opinber "ríkistrú" sem kostuđ er af almannafé og sem 95% ţjóđarinnar er skráđur til "međvitundarlaus" viđ fćđingu ţýđir ađ trúfrelsi er ekki til. Ekki frekar en hér vćri stjórnmálafrelsi ef 95% ţjóđarinnar vćri skráđur í "ríkisflokkinn" á fćđingardeildinni og flokkurinn vćri kostađur af skattfé og hugmyndafrćđi flokksins vćri skyldunámsgrein í skóla!
Raunverulegt trúfrelsi/frelsi frá trú eru grunnmannréttindi sem eru svívirđilega brotin á Íslandi á međan hér er opinber "ríkistrú".


2. SKÓLATRÚBOĐ:

Öflugt trúbođ fyrir ríkiskirkjuna er stundađ í grunnskólum landsins. Ríkistrúin er skyldunámsgrein og augljósasta sönnun ţess ađ hér er ekki trúfrelsi. Hér er framiđ óhugnanlegt mannréttindabrot á börnum sem koma frá trúlausum heimilum eđa heimilum annarra trúarbragđa. Ţau börn eru miskunnarlaust látin upplifa sig sem annars flokks.

Jafnvel í leikskólum er fariđ í óvćntar kirkjuheimsóknir án ţess ađ foreldrar séu látnir vita og börnin trođin út af "fróđleik" um ríkistrúna og gefnar Jesúmyndir!


3. FJÖLMIĐLATRÚBOĐ:

Ríkiskirkjan lćtur ekki ţar viđ sitja í "trúfrelsinu" á Íslandi ţví barnatímar á Ríkisfjölmiđlum eru óspart notađir til trúbođs ţar sem önnur trúarbrögđ fá enga kynningu og enn síđur hugmyndafrćđi trúlausra. Auk ţess eru beinar útsendingar frá messum ríkiskirkjunnar og biskup Íslands óspart beđinn um álit á hinum ólíkustu málefnum.


4. FRELSI FRÁ TRÚ:

Ţar sem ríkir raunverulegt trúfrelsi ţar sinna trúađir sínum trúmálum í sínum hóp og geta ekki gengiđ í almannafé og veriđ međ trúbođ í opinberum byggingum eđa samkomum. Ţannig eru trúlausir nokkurn veginn lausir viđ trú og trúaráróđur ef ţeir vilja. Ţetta ástand er í dag ađeins draumsýn fyrir trúlausa á Íslandi.


5. MISMUNUN VIĐ SKRÁNINGU UTAN TRÚFÉLAGA:

Í stjórnarskrá er borgurum gefnir ţeir tveir kostir; ađ vera í trúfélagi eđa standa utan trúfélags. Ţeir sem vilja vera í trúfélagi geta ţví valiđ hvert sóknargjald er greitt en ţeir sem standa utan trúfélaga eru skyldađir til ađ greiđa gjald sitt til Háskóla Íslands. Fyrir ţessa aukaborgun til H.Í. fáum viđ hins vegar enga sérstaka ţjónustu. Ţeir bara taka peninginn okkar!


6. MISMUNUN Í SKÁTAHREYFINGUNNI:

Á Íslandi er skátahreyfingin hálfopinber samtök ţví hún er svo rćkilega styrkt af almannafé. Samt leyfir hún sér gróflega mismunun gagnvart börnum trúlausra og ţeirra sem játa ađra trú en ríkistrúna. Skátaeiđurinn nefnir "skyldu viđ Guđ" og er oftar en ekki viđhafđur viđ athafnir í ríkiskirkjum svo fjöldi barna er útilokađur frá ţessu starfi.

Allt ţetta er ţrátt fyrir ađ Ísland er ađili ađ samningi Sameinuđu ţjóđanna um réttindi barnsins (1992, nr. 18) en ţar segir í 14. gr. ađ ađildarríki skuli "virđa rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfćringar og trúar". Aukin heldur í 31. gr. segir ađ ađildarríki skuli "virđa og efla rétt barns til ađ taka fullan ţátt í menningar- og listalífi, og skulu stuđla ađ ţví ađ viđeigandi og jöfn tćkifćri séu veitt til ađ stunda menningarlíf, listir og tómstundaiđju".

Aiwaz 24.11.2003
Flokkađ undir: ( Siđferđi og trú )