Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Zuism og almannafé

Trúfélagið Zuism er mikið í fréttum þessa dagana, þar sem dómsmál er í gangi varðandi það hvort ríkinu hafi verið heimilt að hætta að greiða sóknargjöld til þessa trúfélags.

Í dómi héraðsdómstólsins kemur fram áhugavert viðhorf ríkisins varðandi eðli sóknargjalda.

Eru sóknargjöld frá ríkinu eða meðlimum?

Annars vegar er sagt að sóknargjöld séu “tekin af almannafé" og hins vegar að “það geti aldrei samræmst hlutverki trúfélags að miðla fé úr ríkissjóði til félagsmanna þess".

Nú er það alveg rétt hjá lögmanni ríkisins að það er mjög undarlegt að trúfélag sé að gefa meðlimum sínum pening. Almennt ganga trúfélög út á það að ná peningum frá meðlimum.

Hins vegar er það merkilegt að þarna er látið eins og sóknargjöld séu framlög ríkisins en ekki félagsgjöld meðlima Zuism sem ríkið sér bara um að innheimta.

Fjármálaráðuneytið og Umboðsmaður Alþingis hafa reyndar oft staðfest þessa túlkun, þannig að það ætti ekki að koma á óvart.

Það sem kemur hins vegar á óvart er að æðsti biskup ríkiskirkjunnar, Agnes, sagði þetta um sóknargjöldin sem Zuism fær:

En þetta er mjög sniðugt hjá þeim. Þetta er klárt fólk, bráðsniðugt. Það sér þarna möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu. #

Það er fróðlegt í þessu samhengi að Agnes biskup hefur ítrekað fullyrt og staðið fast á því að sóknargjöld séu félagsgjöld sem ríkið er bara að skila til trúfélaga.

Þarna hefur hún óvart misst úr sér sannleikann. Þetta er nefnilega fjármagn frá ríkinu.

Af hverju er þá ríkið að standa í rekstri Zuism, kaþólsku kirkjunnar, Þjóðkirkjunnar, félagsmúslima á Íslandi, Votta Jehóva og svo framvegis? Geta þessi félög ekki bara fjármagnað sig sjálf?

Ritstjórn 26.02.2020
Flokkað undir: ( Sóknargjöld )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?