Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þingmenn VG sviku kjósendur

Alþingi

Aðskilnaður ríkis og kirkju hefur heillengi verið stefnumál VG. Samkvæmt nýlegri könnun er yfirgnæfandi meirihluti kjósenda (67%) VG hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, og aðeins lítill hluti (15%) kjósenda flokksins á móti aðskilnaði ríkis og kirkju.

Þess vegna var ótrúlegt að sjá allan þingflokk VG kjósa í dag með því að ómögulegt væri að aðskilja ríki og kirkju næstu 15 árin, og samþykkja meiri útgjöld til ríkiskirkjunnar næstu 15 árin.

Auk VG samþykktu Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn áframhaldandi samband ríkis og kirkju. Meira að segja meirihluti Samfylkingar sat hjá.

Það er ömurlegt að á sama tíma og meirihluti þjóðarinnar styður aðskilnað ríkis og kirkju eru í raun aðeins tveir flokkar á Alþingi sem styðja þetta sjálfsagða jafnréttismál: Píratar og Viðreisn.

Hér er hægt að sjá hvernig þingmenn kusu um nýja kirkjujarðasamninginn sem styrkir tengsl ríkis og kirkju

Ritstjórn 17.12.2019
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?