Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guð og gróðurhúsaáhrifin

Gervihnattamynd sem sýnir hlýnun

Nýlega kom út bókin “Guð og gróðurhúsaáhrif" eftir Sólveigu Önnu Bóasdóttur, guðfræðiprófessor við HÍ. Bókin er samansafn greina eftir hana (auk einnar þýddrar greinar) og meginþema bókarinnar er eiginlega spurning um það hvert framlag guðfræðinnar getur verið til að berjast gegn þeim vanda sem orsakast af umhverfisspjöllum mannkyns.


Í bókinni er oft minnst á tengsl hugmynda manna og breytni þeirra. Fólk sem trúir ekki á tilvist manngerðra gróðurhúsaáhrifa er til dæmis ekki líklegt til þess að sporna gegn þeim. Sömuleiðis er ekki líklegt að fólk sem heldur að endurkoma Jesú sé væntanleg á allra næstu árum hafi miklar áhyggjur af því hvernig veðrið verður eftir hundrað ár.

Sólveig nefnir oft að á síðustu öld hafi verið gagnrýnt að ákveðnar hugmyndir innan kristni hafi stuðlað að slæmri umgengni um náttúruna. Þar má nefna hugmyndina um að hlutverk mannkyns sé að drottna yfir náttúrunni.

Til að bregðast við þessu og berjast gegn umhverfisvá sé það því hlutverk guðfræði að búa til útgáfu af kristni sem fær fólk til að bregðast við aðsteðjandi hættu. Til dæmis er minnst á hugmyndir um að hinn kristni guð sé á einhvern hátt í öllum heiminum og að náttúran eigi að hafa eitthvað mikið gildi af því að hann bjó hana til.


Að vissu leyti er þetta ekki alslæmt verkefni. Ef það þarf að fá fólk til að hegða sér á einhvern hátt, og fólkið lætur trúarhugmyndir hafa áhrif á hegðun sína, þá er alveg hægt að reyna að búa til trúarhugmyndir sem fá trúfólk til að hegða sér á æskilegan hátt.

Á sama hátt gætum við ímyndað okkur að við guðfræðideildi yrðu líka búin til hugmyndakerfi til þess að fá andatrúarfólk til að hegða sér á æskilegan hátt. Guðfræðingar gætu til dæmis reynt að finna tilvitnanir í miðla þar sem fram kemur að hinum framliðnu sé annt um náttúruna eða þá búið til hugmyndakerfi í kringum það að forfeður okkar enduholdgist í dýrum og álfar búi í steinum.

Mér þætti þetta helst vafasamt þar sem að þarna er litið niður til trúaðs fólk og reynt að nota trú þess sem tæki til að stjórna því. Sama finnst mér gilda um hugmyndir um að búa til umhverfis-kristni til þess að fá kristna til að vernda náttúruna.

Væri ekki miklu betra að grundvalla breytni fólks á alvöru þekkingu? Í staðin fyrir að reyna að fá fólk til að berjast gegn umhverfisvá á grundvelli þess að guðir eða álfar vilji það, þá sé bara vísað til staðreynda?

Hjalti Rúnar Ómarsson 18.05.2018
Flokkað undir: ( Bókadómur )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?