Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ríkiskirkjan kostar víst ekki krónu

Mynd af peningum

Nýlega héldu tveir starfsmenn ríkirkirkjunnar því fram að kirkjan kostaði ríkið og almenning ekki eina einustu krónu. Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur, sagði: "Kirkjan kostar ríkið ekki krónu" og Oddur Einarsson, framkvæmdarstjóri kirkjuráðs, sagði: "*Þjóðkirkjan fær nefnilega ekki eina einustu krónu af skattfé almennings." [1]

Nú vill svo heppilega til að fjárlög eru nýkomin og því getum við sannreynt þessar fullyrðingar.

Fjárlögin

Í fylgiriti með fjárlögunum er þægilegt yfirlit (á bls. 58-59) yfir greiðslur ríkisins til Þjóðkirkjunnar síðustu árin.

Ef við tökum kirkjugarðana og greiðslur vegna kirkjujarðasamningsins alveg út úr myndinni þá er samt ljóst að kirkjan kostar ríkið skattgreiðendur meria en 0 krónur.

Annars vegar er um að ræða 2 milljarða í sóknargjöld sem renna til kirkjunnar frá ríkinu. Sóknargjöld eru ekki félagsgjöld eins og guðfræðiprófessorar geta sagt þessum mönnum.

Hins vegar er um að ræða um 700 milljónir í tvo sjóði, jöfnunarsjóð sóknar og kirkjumálasjóð.

Í ár mun ríkiskirkjan því kosta ríkið 2,7 milljarða. Það er ótrúlegt að heyra háttsetta starfsmenn ríkiskirkjunnar halda því fram að kirkjan kosti ríkið "ekki eina einustu krónu".


[1] Hér er upptaka af ummælum Davíðs Þórs sem hann lét falla í viðtali í Stóru málunum. Oddur Einarsson kom með sína fullyrðingu í athugasemd við frétt á Vísir.is

Hjalti Rúnar Ómarsson 15.01.2018
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?