Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Múslímaskatt á Íslandi?

Mynd af kvittun vegna trúvillingaskatts

Hvernig væri að leggja sérstakan skatt á múslíma á Íslandi? Framkvæmdin gæti verið sú að skráðir múslimar á Íslandi borgi hærri tekjuskatt. Margir afskrifa eflaust þessa tillögu þar sem þetta væri gróf mismunun og mannréttindabrot.

Sóknargjöld

Samt er það svo að á Íslandi er þegar í gildi sambærilegur skattur að áliti margra.

Samkvæmt Þjóðkirkjunni og mörgum innan stjórnsýslunnar eru sóknargjöld félagsgjöld trúfélaga sem ríkið innheimtir í gegnum tekjuskatt. Þeir sem eru ekki meðlimir í trúfélagi borga jafn háan tekjuskatt og meðlimir trúfélaga. Þeir borga því í raun hærri tekjuskatt. Sú upphæð sem greidd er aukalega, sem er jafn há og innheimt sóknargjöld, mætti kalla trúleysingjaskatt.

Annað hvort er trúleysingjaskattur ósköp eðlilegt fyrirbæri og þá er einnig ekkert við múslímaskatt að athuga, eða báðir skattarnir eru mannréttindabrot. Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur sagt að trúleysingjaskatturinn sé mannréttindabrot en stjórnvöld hafa ekki tekið mark á því.

Afnemum trúleysingjaskattinn

Ef trúleysingjaskatturinn er mannréttindabrot ber að afnema hann. Ef trúleysingjaskatturinn er í lagi, þá er múslímaskattur það líka. Hvort eigum við að afnema trúleysingjaskattinn eða ræða af alvöru upptöku múslímaskatts?

Þjóðkirkjan átti þátt í að koma trúleysingjaskattinum á og hefur varið hann. Stjórnendur hennar sjá því varla neitt athugavert við múslímaskatt.

Ég tel hins vegar báða skattana vera mannréttindabrot og að Alþingi eigi að afnema trúleysingjaskattinn sem fyrst.


Birtist upphaflega í Fréttablaðinu

Hjalti Rúnar Ómarsson 21.04.2017
Flokkað undir: ( Sóknargjöld )

Viðbrögð


Sigurður R. Sigurbjörnsson - 02/05/17 09:33 #

Hjalti Rúnar

Þú gætir allt eins gert athugasemdir við það að einhver hópur fólks sé látinn borga gangstígaskatt, hundaskítsskatt, kattarskítsskatt, lyftuskatt, sundlaugarskatt, Hörpuskatt, snjómokstursskatt, vegaskatt, brúarskatt og þannig má telja endalaust, fyrir þann hóp manna sem aldrei fer út úr húsi, en vinnur alla sína vinnu í sínum vistarverum.

Fólk sem býr í lyftuhúsi á 1. hæð eða jarðhæð, hefur líka gert athugasemd við það að þurfa að borga kostnað við rekstur sameiginlegrar lyftu sem það sannanlega notar aldrei.

Þjóðkirkjan og fleiri mannvirki eru sameign þjóðarinnar sem ALLIR taka þátt í að reka og halda við. Það sem fer fram í mannvirkjum þjóðarinnar, hvort sem þar er stundað trúboð eða mannréttindabrot af ýmsum toga, er svo annað mál.

Þjóðkirkjunnar meðlimir stunda mannréttindabrot á börnum frá blautu barnsbeini á svipaðan hátt og önnur skráð sem óskráð trúfélög. Börn eru skírð eða 'tekin' inn í söfnuð foreldranna án þess að þau séu nokkurn tímann spurð um það. Hugmyndum foreldranna er smám saman plantað í koll barnanna eins og það sé eitthvað sjálfgefið að þau eigi það skilið að ganga með sömu trúargrillur og foreldrarnir.

Á unglingsaldri er svo enn og aftur gengið á rétt barnanna og þau leidd til athafnar sem skilja má á þann veg að unglingurinn hafi staðfest/samþykkt val foreldranna um heilaþvott frá blautu barnsbeini. Foreldrar barna í Vantrú, Siðmennt og alls staðar úr öðrum hópum, velja svo að borgaraleg ferming skuli/megi vera það sem unglingurinn velur.

Af hverju má ekki bara virða rétt unglingsins til að sleppa öllu þessu rugli um grillur foreldranna um trú, trúleysi eða efahyggju?

Svo má einnig spyrja; Af hverju þarf heiðarlegt fólk bara að borga skatt, á meðan óheiðarlegt fólk kemst upp með það að komast hjá því að borga þann skatt sem því ber með undanbrögðum?


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 02/05/17 10:30 #

Þú gætir allt eins gert athugasemdir við það að einhver hópur fólks sé látinn borga gangstígaskatt, hundaskítsskatt, kattarskítsskatt, lyftuskatt, sundlaugarskatt, Hörpuskatt, snjómokstursskatt, vegaskatt, brúarskatt og þannig má telja endalaust, fyrir þann hóp manna sem aldrei fer út úr húsi, en vinnur alla sína vinnu í sínum vistarverum.

Sigurður, hvernig telurðu þetta vera sambærilegt?

Málið er að það að leggja hærri skatt á fólk vegna trúfélagaskráningar er væntanlega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Ég veit ekki hvernig "vegaskattur" væri það. Mér finnst hljóma eins og þú teljir mótmæli mín vera þau að það séu mannréttindi að borga skatta fyrir eitthvað sem maður notar ekki. Svo er ekki.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?