Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Nýfædd börn og leikskólakrakkar flykkjast í ríkiskirkjuna

Mynd af leikskólabörnum

Þjóðskrá birti nýlega breytingar á trúfélagsskráningu landsmanna fyrir árið 2016. Á þessu tímabili skráðu um 2500 manns sig úr ríkiskirkjunni og 700 manns skráðu sig í hana. Tæpur helmingur þeirra sem voru skráðir í ríkiskirkjuna var yngri en sex ára[1]. Það er því aðallega verið að skrá nýfædd börn og leikskólabörn í ríkiskirkjuna. Ofan á það bætast auðvitað nýfædd börn sem ríkið skráir sjálfkrafa í ríkiskirkjuna við fæðingu.

Börn notuð til að ná í pening

Það er með ólíkindum að íslenska ríkið haldi skrá yfir trúfélagaskráningu Íslendinga. Enn ótrúlegra er að haldin sé skrá yfir trúfélagaskráningu barna, þar með talið barna yngri en sex ára.

Kannski er það merkilegasta við þetta að skráning hjá Þjóðskrá hefur nánast ekkert gildi fyrr en viðkomandi er orðinn sextán ára. Þá borgar ríkið trúfélögum ákveðna upphæð árlega fyrir hvern skráðan meðlim. [2]

Ríkið heldur skrá yfir trúfélagaskráningu nýfæddra barna og leikskólabarna, sem eru svo skráð á fullu í ríkiskirkjuna, til að tryggja að ríkiskirkjan fái meiri pening frá ríkinu.

Það þarf að afnema þetta fáránlega kerfi.

Fyrsta skrefið er að afnema þá fjarstæðu að ríkið skrái nýfædd börn sjálfkrafa í trúfélög. Frumvarp þess efnis var lagt fram á síðasta þingi, við skorum á þingmenn að leggja það aftur fram á þessu þingi.


[1] Á síðu Þjóðskrár er aldursskipting fyrir ársfjórðungana: janúar-mars, apríl-júní, júlí-september, október-desember. 299 af þeim 688 sem voru skráð ósjálfvirkt í ríkiskirkjuna árið 2016 voru fædd 2011 eða síðar.

[2] Sjá 2. grein laga um sóknargjöld: “Ríkissjóður skal skila 15. hvers mánaðar, af óskiptum tekjuskatti, fjárhæð er rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga. Fjárhæð þessi reiknast þannig að fyrir hvern einstakling, sem er 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári, greiðist ákveðin upphæð sem ákvarðast þannig:... "

Upprunaleg mynd frá woodleywonderworks og birt með cc-leyfi

Ritstjórn 27.01.2017
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?