Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Prestar ekki lengur ríkisstarfsmenn í Noregi

Mynd af prestum og biskupum

Samkvæmt frétt á Vísir.is verða prestar norsku ríkiskirkjunnar ekki lengur starfsmenn ríkisins frá og með 1. janúar 2017.

Hér á Íslandi eru prestar ríkiskirkjunnar enn ríkisstarfsmenn, þeir eru meira að segja embættismenn ríkisins. Af hverju er þessu ekki breytt hér? Við því er einfalt svar:

Prestarnir vilja það ekki.

Á kirkjuþingi 2012 var lagt til að biskupar og prestar ríkiskirkjunnar yrðu ekki lengur starfsmenn ríkisins. Pétur Kr. Hafstein, þáverandi forseti kirkjuþings, sagði að það væri “ósættanleg þversögn" að æðstu embættismenn sjálfstæðs trúfélags væru starfsmenn ríkisins.

Pétur sagði líka að þessar tillögur mættu mikilli andstöðu presta:

Mér er ljóst að þær tillögur sem fram koma í frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga þess efnis að biskupar og prestar verði ekki lengur embættismenn ríkisins heldur embættismenn þjóðkirkjunnar hafa mætt mikilli andstöðu af hálfu mjög margra í hópi hinna vígðu þjóna kirkjunnar og valdið óróa og ótta um versnandi hag og stöðu.

Niðurstaðan varð sú að Þjóðkirkjan myndi ekki leggja það til að prestar yrðu ekki lengur ríkisstarfsmenn. Prestarnir fengu því framgengt að þeir yrðu áfram ríkisstarfsmenn.

Vonandi munum við brátt taka þetta skref að aðskilnaði ríkis og kirkju sem var tekið í Noregi.

Ritstjórn 04.01.2017
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?