Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Stolin sóknargjöld

Texti elstu játningar ríkiskirkjunnar

Kaþólska kirkjan í Noregi hafði um árabil skráð fólk í kirkjuna án samþykkis viðkomandi. Ástæðan var einföld: Ríkið borgar trúfélögunum árlega vissa upphæð fyrir hvern skráðan meðlim. Nýlega var sagt frá því í fréttum að kaþólska kirkjan neitar að endurgreiða þessa peninga sem hún aflaði sér með þessum óprúttna hætti.

Íslenska Þjóðkirkjan er sek um svipaða ósvífni.

Sóknargjaldabrellur

Til að byrja með má benda á að þeir Íslendingar sem fluttu til Noregs voru þar til nýlega almennt skráðir beint í norska útibú íslensku ríkiskirkjunnar.

Hér á Íslandi var fólk sem var í fríkirkjusöfnuðum sjálfkrafa skráð í ríkiskirkjuna við það eitt að flytja á milli sveitafélaga.

Fólk sem flutti til landsins var einnig sjálfkrafa skráð í trúfélag, Íslendingar sem fluttu aftur til landsins voru skráðir í ríkiskirkjuna, útlendingar í það trúfélag sem var talið ráðandi í heimalandi þeirra.

Nýfædd börn eru skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldra við fæðingu og þar til fyrir örfáum árum voru börnin sjálfkrafa skráð í trúfélag móður. Ungabörn eru skráð í trúfélög, án nokkurs samþykkis, bara til þess að Þjóðkirkjan geti fengið meiri pening frá ríkinu.

Þessir siðlausu gjörningar, þar sem fólk er skráð í trúfélag án þess að vita af því, hafa því skilað ríkiskirkjunni mörgum kynslóðum af meðlimum og milljörðum króna. Þessi mál þarf að gera upp og hætta öllum skráningum án samþykkis.

Ritstjórn 28.12.2016
Flokkað undir: ( Sóknargjöld )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?