Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Spádómskertið uppfært!

Texti elstu játningar ríkiskirkjunnar

Þegar við endurbirtum grein Illuga Jökulssonar “en það bar ekki til um þessar mundir” árið 2013 sögðu prestar að auðvitað væru sögurnar af fæðingu Jesú skáldskapur: þetta gerðist ekki og bara bókstafstrúarmenn haldi að textarnir séu að tala um raunverulega atburði.

Í ljósi þessa er núverandi merking spádómskertisins orðin úrelt.

Spádómarnir rættust ekki

Ef maður skoðar söguna af fæðingu Jesú í Matteusarguðspjalls, þá segir höfundurinn frá eftirfarandi atburðum og segir að öllu þessu hafi verið spáð í Gamla testamentinu:

  1. María verðuð þunguð sem hrein mey.
  2. Jesús fæðist í Betlehem
  3. Heródes lætur myrða öll sveinbörn í Betlehem.
  4. Jesús flýr til Egyptalands og snýr aftur til Ísraels.
  5. Jesús settist að í Nasaret.

Ef þetta gerðist ekki, þá rættust augljóslega ekki spádómarnir. Höfundurinn ætlaðist því augljóslega til þess að lesendur myndu túlka þetta sem raunverulega atburði.

“Þegar Jesús fór til Egyptalands þá rættist spádómurinn sem sagði að Jesús myndi fara til Egyptalands", gerir augljóslega ráð fyrir því að Jesús hafi farið til Egyptalands.

En eins og prestarnir eru farnir að viðurkenna, þá gerðist ekkert af þessu. Það þýðir að spádómarnir rættust ekki!

Spádómskertið er þá úrelt

Agnes biskup kemur með þessa ágætu útskýringu á merkingu spádómskertisins:

[Jesús] er sá er spáð var um að fæðast myndi í Betlehem af ungri móður. Það fer því vel á því að kveikja í dag á fyrsta kertinu í aðventukransinum, sem minnir okkur á spádómana um fæðingu frelsarans.

Nú verð ég að viðurkenna að það hljómar eins og Agnes sé einn af þessum “bókstafstrúarmönnum" sem halda að þetta hafi allt saman átt sér stað.

En alveg óháð því þá er það rétt hjá henni að spádómskertið á að vísa til spádóma sem rættust við fæðingu Jesú. En nú vitum við að spádómarnir rættust ekki. Þetta er allt skáldskapur.

Þessi hefðbundna túlkun á spádómskertinu er því úrelt.

Ég legg því til nýja túlkun á spádómskertinu sem prestar geta vonandi sagt með hreinni samvisku:

Spádómskertið minnir okkur á að Jesús uppfyllti enga spádóma við fæðingu sína, enda gerðust þessar sögur ekki.


Upprunaleg mynd eftir 0x010C og birt með cc-leyfi

Hjalti Rúnar Ómarsson 23.12.2016
Flokkað undir: ( Biblían , Jólin )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?