Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hræðsla við kristna trú

Mynd af Drekkingarhyl

Talsmenn ríkiskirkjunnar tala reglulega um einhverja óræðna ógn sem steðjar að kristindómnum á Íslandi. Að fólk hræðist kristni og þann svokallaða kærleiksboðskap sem þau boða. Þessi tiltekni áróður virkar ekki sannfærandi komandi úr þessu ranni vegna þess að það eru alveg söguleg fordæmi fyrir því að hræðast kristni og kristið fólk og þann hugsunarhátt sem sú trú getur leitt til.

Ríkiskirkjan á Íslandi

Þó kristindómur sé ekki ráðandi afl í lífi flestra Íslending þá eru trúarbrögð samt veigamikill þáttur í þjóðfélaginu. Stærsta kirkjudeildin á Íslandi er hin Kristna Evangelíska Lútherska kirkja, einnig þekkt sem Þjóðkirkjan, studd af stjórnarskrá og varin af ríkinu. Ríkiskirkjan er í dag hálfdrættingur miðað við hvað hún var fyrir rúmum 150 árum þegar hún var upphaf og endir hvers Íslendings.

Ríkiskirkjan spilar sig þessa dagana í afar fögru ljósi og beitir því ýmsum aðferðum til að ná fram rétta tóninum. Allt er auðvitað meira og minna í fullkomnu lagi hjá kirkjunni en ýjað er að ýmsum siðferðisbrestum í þjóðfélaginu. Á tyllidögum er predikað að ríkiskirkjan sé grunlaust fórnarlamb hættulegra afla. Efniviðurinn sem þau sækjast í er sú umræða og gagnrýni er varða málefni kirkjunnar. Kirkjan kallar það nær alltaf einelti eða árásir þegar spjótunum er beint að henni. Það er nefnilega ansi stutt í fórnarlambsblætið sem og ofbeldistalið hjá fólki sem dýrkar píslarvætti, ofbeldi og dauða.

Ögn um hið sögulega fordæmi

Fjöldi fólks sem talar fyrir hönd kristindóms tala í kross þegar kemur að sögu kristninnar. Það jaðrar oft við að kristni hafi bara skapast í einhverju tómarúmi á síðustu 10 árum. En á hinn bóginn er reynt að segja að kristindómurinn í dag er ekki sú sama og kristni fyrir fimmhundruð eða þúsund árum síðan. Þökk sé upplýsingunni var þetta ægivald kirkjunnar brotið niður og um miðbik 19. aldar hafði tekist að reka flest allar kirkjudeildir úr mikilvægum valda- og ábyrgðarstöðum.

Gyðingahatur var (og í sumum tilfellum er enn) einn af hornsteinum í predikunum og boðskap kristindóms. Gyðingum var nefnilega gefið að sök að drepa Jesús og jafnvel þó að Jesús eigi að hafa talað um fyrirgefninguna þá var hið meinta morð á meintum Kristi aldrei fyrirgefið. Gyðingar voru ásakaðir um meira og minna allt sem aflaga fór í þjóðfélaginu og þaðan af verra; orsök smitsjúkdóma og drepsótta, stjórnað veðrinu og valdið uppskerubrestum og þannig leitt til hungursneyð, og að sjálfsögðu drápu þau kristin börn og drukku blóðið þeirra.

Það er auðvitað vert að taka fram að gyðingar er ekki eini hópurinn sem á beinlínis að refsa fyrir eitthvað sem gerðist ekki. Konur eru ekki sérlega hátt skrifaðar í abrahamstrúarbrögðunum. Í raun eru fáir hópar hátt skrifaðir í biblíunni.

Kristni réði nær öllu í Evrópu frá 12. öld langt fram eftr 18. öld með þartilgerðum ofsóknum gegn hugmyndum sem ekki var hægt að aðlaga að Biblíunni og kærleiksboðskapnum og með reglulegu millibili voru heilu samfélögin, menningarkimarnir og þjóðfélagshópar beinlínis útrýmt í nafni kristindómsins, til að viðhalda einhverri undarlegri hugmynd um hvernig heimurinn á að vera. Óteljandi fólk var pyntað, misþyrmt, nauðgað og myrt fyrir að vera eða hugsa öðruvísi en kristni boðaði. Þessari menningarlegu og mannlegu útrýmingu náði hámarki með helförinni í seinni heimstyrjöldinni. Helförin er afrakstur þess kærleiksboðskap sem kristin kirkja hafði dreift um gjörvalla Evrópu í aldana rás.

Í dag vill kristið fólk að sjálfsögðu ekki kannast við þennan mikilvæga hluta af sögu kristindómsins, að þetta hafi bara allt verið einn stór misskilningur, að áhrif kristindóms á mannkynsöguna eru stórlega ofmetin og þetta sé bara sagt af andstæðingum kirkjunnar til að koma höggi á hana. Sem er ein ástæða til að hræðast dálítið kristni. Ógnin sem steðjar að kristindómnum er þau sem aðhyllast þetta rugl meðan þau hreinlega neita að horfast í augu við hættulegustu afleiðingar boðskaps kristindóms sem er hatur á fólki.


Upphafleg mynd frá Grétari Skúlasyni og birt með cc-leyfi

Þórður Ingvarsson 23.05.2016
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Gunnar Valgeirsson - 27/07/16 01:35 #

Það er mikill munur á að vera kristinn í raun og það að segjast vera kristinn. Það er mikill munur líka á boðskap kristninnar og því sem menn gera síðan.Þeir sem fremja ohæfuverk geta ekki talist kristnir enda vita það allir sem vilja og hafa kynnt sér út á hvað kristni gengur. Sama gildir um truleysingja ekki myndi mér detta það í hug að tengja alla truleysingja við mestu óhæfuverk mannkynssogunnar sem truleysingja stoðu fyrir en það er nasisminn og kommunisminn.


Ingigunnur Geirsd. - 27/07/16 08:38 #

Já þá ætti maður samkvæmt þessu að óttast trúleysi eða trúleysingja vegna voðaverka þeirra í mannkynssögunni.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?