Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Marteinn Lúther, víti til varnaðar

Mynd Martein Lúther

Páskar eru helsta hátíð kirkjunnar og þá vanda prestar sig verulega þegar þeir prédika yfir söfnuðinum, eða það myndum við halda. Við í Vantrú fylgjumst auðvitað spennt með. Um páskana prédikaði ríkiskirkjupresturinn Skúli S. Ólafsson og sagði meðal annars :

Við mættum taka [Lúther] okkur til fyrirmyndar á okkar dögum þegar hatur í garð trúarhópa er orðið slíkt að jaðrar við ofsóknir. #

Einn mesti gyðingahatari sögunnar

Á tímum Lúthers var trúarhópur í Þýskalandi sem þurfti að þola mikla fordóma: gyðingar. Lúther skrifaði heila bók um þá: Um gyðingana og lygar þeirra. Í þeirri bók leggur Lúther meðal annars til að:

  1. Samkunduhús og skólar gyðinga yrðu brennd.
  2. Hús gyðinga yrðu eyðilögð.
  3. Bænabækur og trúarrit þeirra yrðu tekin frá þeim.
  4. Rabbíum yrði bannað að boða og kenna trú að viðlagðri dauðarefsingu.
  5. Ferðafrelsi gyðinga yrði afnumið.
  6. Gyðingum yrði bannað að stunda lánastarfsemi.
  7. Gyðingar yrðu settir í nauðungarvinnu.

Svo segir hann að við séum sek um að drepa þá ekki. (sjá kafla 10 og 11 í bókinni hans)

Smekklaust og fjarstæðukennt

Ekki voru öll orð Lúthers bein hvatning til skipulagðra og grimmilegra ofsókna en það verður ekki litið hjá þeim. Hann sagði vissulega stöku jákvæð orð um minnihlutahópa og væntanlega var Skúli einungis að hugsa um þau.

En Lúther var einn mesti gyðingahatari og hvatningamaður gyðingaofsókna í sögunni og þess vegna er smekklaust og fjarstæðukennt að vísa til hans sem einhvers konar “fyrirmyndar þegar kemur að framkomu til minnihlutahópa". Þess vegna skulum við alls ekki taka Lúther til fyrirmyndar þegar kemur að minnihlutahópum.

Ritstjórn 29.03.2016
Flokkað undir: ( Lúther , Messurýni )

Viðbrögð


Benni - 05/05/16 12:24 #

Eru morðingjar og barnaníðingar ekki minnihlutahópar. Mã þá ekki segja sannleikan um þá eða refsa þeim. Talmúd, gyðinganna, ber vitni orða Lúthers. Þeir hafa verið reknir yfir 100 sinnum úr þeim löndum sem þeir hafa náð að festa rætur. Þeim hefur ávallt fylgt spilling og dauði. Eitt dæmi um það er yfirtaka bolsjevikanna á sovétríkjunum, þar sem talið er að þeir hafi drepið meira en 60 miljón manns, samkvæmt tölum Alexander Solsjenitsyn.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?