Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Engin jafnréttisganga

Mynd Laugarneskirkju

Á sunnudaginn var farin "meðmælaganga fyrir trúfrelsi" sem endaði í Laugarneskirkju. Það er auðvitað gott og blessað að fólk sé fylgjandi trúfrelsi. En það er líka áhugavert að hugsa til þess hverju var ekki verið að “meðmæla” í þessari göngu: jafnrétti.

Á Íslandi er auðvitað trúfrelsi að því leytinu til að maður getur trúað því sem maður vill. Og það er afskaplega venjulegt að vera fylgjandi trúfrelsi. Hér á landi er hins vegar ekki trúarjafnrétti og alls ekki allir eru fylgjandi þeirri hugmynd. Hér ríkir það óréttlæti að eitt trúfélag er í algerri forréttindastöðu og margir styðja það.

Göngumenn mættu því íhuga hvort að þeir ættu ekki næsta að halda meðmælagöngu fyrir trúarjafnrétti. Þá þyrftu þeir reyndar að finna nýja endastöð fyrir gönguna, því að Laugarneskirkja er útibú helsta andstæðings trúarjafnréttis á Íslandi.


Upprunaleg mynd fengin hjá Tommy Bee og birt með cc-leyfi.

Hjalti Rúnar Ómarsson 09.03.2016
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?